Um orðskrípagerð aktívista Eldur Ísidór skrifar 7. júlí 2023 07:30 Svokölluð hýryrðakeppni Samtakanna ´78 hefur borist í umræðuna undanfarna daga. Samtökin auglýsa eftir kynhlutlausum orðum enn eina ferðina sem eiga að ,,auðga tungumálið”. Í þetta sinn óska þau eftir orði sem á að vera kynhlutlaus amma/afi. Kynjafræðingarnir á Suðurgötunni hafa efnt til svona samkeppni áður og þá urðu til orðskrípin hán, kvár og stálp. Þessi orð eiga að lýsa manneskju sem er hvorki kona né karl og hvorki strákur né stelpa. En af hverju vantar þeim þessi nýju orð? Síðustu 10 ár eða svo hafa Samtökin ´78 þróast úr því að vera mannréttindasamtök yfir í að verða lífskoðunarfélag. Það er auðrannsakanlegt viðfangsefni og við þurfum aðeins og skoða þróunina hjá Samtökunum ´78 og öðrum sambærilegum félögum á Vesturlöndum. Félögin eru ekki lengur grasrótarsamtök, heldur orðin að ríkisstyrktum lífskoðunarfélögum sem er stjórnað af kynjafræðingum. Eftir að ein hjúskaparlög tóku gildi var orðið ansi lítið eftir í lagalegri réttindabaráttu samkynhneigðra. Lagalegu jafnrétti hefur verið náð og það er mikið gleðiefni. Það er ekki sjálfsagt að búa í landi sem býr svona vel að minnihlutahóp eins og okkar. En því miður, þá er aktívismi ekki alltaf einungis drifinn af hugsjónum. Aktívismi er einnig stökkbretti á völd, frama og peninga. Alveg sérstaklega þegar bæði ríkisvaldið og stórfyrirtækin eru til í tuskið. Samkvæmt ársskýrslu Samtakanna ´78 eru þau farin að velta vel á annan hundrað milljón króna á ári; svona álíka og meðal ríkisstofnun. Þetta á kostnað skattgreiðanda. En aftur að orðunum sem þeim vantar? Af hverju vantar þeim þessi orð? Félag sem er ekki lengur í beinni mannréttindabaráttu til þess að sækja rétt einhvers til jafns við aðra þarf að þróa eitthvað nýtt til þess að berjast fyrir. Núna er okkur sagt það að við eigum að viðurkenna ótalmörg kyn og að kyn mannfólksins séu fleiri en tvö. Lög um kynrænt sjálfræði sem voru samþykkt árið 2019 án nokkurrar þjóðfélagslegrar umræðu eru notuð sem rök í þessu efni. Kynin eru fleiri vegna þess að lögin segja það. Það er nú ekki eins og lög hafa ekki staðist tímans tönn áður, þannig að ég tek þessum rökum með töluverðum fyrirvara þangað til betri og lógískri rök koma í ljós. Til þess að berjast fyrir réttindum einhvers til jafnræðis við aðra, þarf því að búa til nýjan hóp sem þarf að berjast fyrir. Í þetta sinn er það fólkið sem af einhverjum ástæðum telur sig kynhlutlaust- þrátt fyrir að vera jafnhallærislega konur eða karlar, eins og við hin. Þau vita að kraftur tungumálsins er máttugur. Þau halda að ef þau breyta málinu, þá breytist raunveruleikinn með. Um það snýst málið. Höfundur er formaður Samtakanna 22 - hagsmunasamtaka samkynhneigðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Menntamorð Ingólfur Gíslason Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Svokölluð hýryrðakeppni Samtakanna ´78 hefur borist í umræðuna undanfarna daga. Samtökin auglýsa eftir kynhlutlausum orðum enn eina ferðina sem eiga að ,,auðga tungumálið”. Í þetta sinn óska þau eftir orði sem á að vera kynhlutlaus amma/afi. Kynjafræðingarnir á Suðurgötunni hafa efnt til svona samkeppni áður og þá urðu til orðskrípin hán, kvár og stálp. Þessi orð eiga að lýsa manneskju sem er hvorki kona né karl og hvorki strákur né stelpa. En af hverju vantar þeim þessi nýju orð? Síðustu 10 ár eða svo hafa Samtökin ´78 þróast úr því að vera mannréttindasamtök yfir í að verða lífskoðunarfélag. Það er auðrannsakanlegt viðfangsefni og við þurfum aðeins og skoða þróunina hjá Samtökunum ´78 og öðrum sambærilegum félögum á Vesturlöndum. Félögin eru ekki lengur grasrótarsamtök, heldur orðin að ríkisstyrktum lífskoðunarfélögum sem er stjórnað af kynjafræðingum. Eftir að ein hjúskaparlög tóku gildi var orðið ansi lítið eftir í lagalegri réttindabaráttu samkynhneigðra. Lagalegu jafnrétti hefur verið náð og það er mikið gleðiefni. Það er ekki sjálfsagt að búa í landi sem býr svona vel að minnihlutahóp eins og okkar. En því miður, þá er aktívismi ekki alltaf einungis drifinn af hugsjónum. Aktívismi er einnig stökkbretti á völd, frama og peninga. Alveg sérstaklega þegar bæði ríkisvaldið og stórfyrirtækin eru til í tuskið. Samkvæmt ársskýrslu Samtakanna ´78 eru þau farin að velta vel á annan hundrað milljón króna á ári; svona álíka og meðal ríkisstofnun. Þetta á kostnað skattgreiðanda. En aftur að orðunum sem þeim vantar? Af hverju vantar þeim þessi orð? Félag sem er ekki lengur í beinni mannréttindabaráttu til þess að sækja rétt einhvers til jafns við aðra þarf að þróa eitthvað nýtt til þess að berjast fyrir. Núna er okkur sagt það að við eigum að viðurkenna ótalmörg kyn og að kyn mannfólksins séu fleiri en tvö. Lög um kynrænt sjálfræði sem voru samþykkt árið 2019 án nokkurrar þjóðfélagslegrar umræðu eru notuð sem rök í þessu efni. Kynin eru fleiri vegna þess að lögin segja það. Það er nú ekki eins og lög hafa ekki staðist tímans tönn áður, þannig að ég tek þessum rökum með töluverðum fyrirvara þangað til betri og lógískri rök koma í ljós. Til þess að berjast fyrir réttindum einhvers til jafnræðis við aðra, þarf því að búa til nýjan hóp sem þarf að berjast fyrir. Í þetta sinn er það fólkið sem af einhverjum ástæðum telur sig kynhlutlaust- þrátt fyrir að vera jafnhallærislega konur eða karlar, eins og við hin. Þau vita að kraftur tungumálsins er máttugur. Þau halda að ef þau breyta málinu, þá breytist raunveruleikinn með. Um það snýst málið. Höfundur er formaður Samtakanna 22 - hagsmunasamtaka samkynhneigðra.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun