Dagur og Trudeau biðla til Taylor Swift Máni Snær Þorláksson skrifar 6. júlí 2023 16:15 Þeir Dagur B. Eggertsson og Justin Trudeau vilja báðir fá Taylor Swift til síns heimalands. Það er spurning hvort þeir eigi eftir að fá einhver viðbrögð við því. Vísir/Arnar/Anton Brink/SARAH YENESEL Tónlistarkonan Taylor Swift hefur að undanförnu verið á gífurlega vinsælu tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði tilkynnti Swift að stefna ferðalagsins væri sett út um allan heim en þó ekki til Íslands. Borgarstjóri Reykjavíkur hefur lagt sitt af mörkum í að sannfæra stjörnuna um að gera sér ferð til höfuðborgar Íslands. Taylor Swift greindi frá því í dag að hún væri að bæta við fjórtán nýjum tónleikum við tónleikaferðalagið en aftur varð Ísland ekki fyrir valinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifar til Swift á samfélagsmiðlinum Twitter, og býður hana velkomna til Reykjavíkur. „Fyrir hönd íbúa Reykjavíkur vil ég bjóða þig velkomna til borgarinnar minnar,“ segir Dagur. Hann segir að fullkomið sé að stoppa í Reykjavík í lok tónleikaferðalagsins. „Sem borgarstjóri Reykjavíkur mun ég persónulega sjá til þess að þú munir njóta tímans hér. Við myndum elska að sjá þig hérna!“ Dear @taylorswift13 - that sounds great! On behalf of the people of Reykjavik, I would welcome you to my city as the perfect stop-over at the end of the tour. As the mayor of Reykjavik I would personally ensure that you would have I wonderful time. We would love to see you here! https://t.co/WTejfbzvoh— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) July 6, 2023 Dagur er þó ekki sá eini sem er að reyna að fá tónlistarkonuna vinsælu til að koma til síns heimalands. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, er einnig að berjast um athygli hennar á Twitter. „It's me, hi.“ segir Trudeau í upphafi færslunnar og vísar þarmeð í upphafslínu viðlag eins vinsælasta lag Swift þessa stundina, Anti-Hero. Þá segist forsætisráðherran vita að það séu staðir í Kanada sem væru mjög til í að fá hana til sín. Í færslunni vitnar hann einnig í annað lag Swift, Cruel Summer. It s me, hi. I know places in Canada would love to have you. So, don t make it another cruel summer. We hope to see you soon.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) July 6, 2023 Tónlist Reykjavík Kanada Bandaríkin Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Taylor Swift greindi frá því í dag að hún væri að bæta við fjórtán nýjum tónleikum við tónleikaferðalagið en aftur varð Ísland ekki fyrir valinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifar til Swift á samfélagsmiðlinum Twitter, og býður hana velkomna til Reykjavíkur. „Fyrir hönd íbúa Reykjavíkur vil ég bjóða þig velkomna til borgarinnar minnar,“ segir Dagur. Hann segir að fullkomið sé að stoppa í Reykjavík í lok tónleikaferðalagsins. „Sem borgarstjóri Reykjavíkur mun ég persónulega sjá til þess að þú munir njóta tímans hér. Við myndum elska að sjá þig hérna!“ Dear @taylorswift13 - that sounds great! On behalf of the people of Reykjavik, I would welcome you to my city as the perfect stop-over at the end of the tour. As the mayor of Reykjavik I would personally ensure that you would have I wonderful time. We would love to see you here! https://t.co/WTejfbzvoh— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) July 6, 2023 Dagur er þó ekki sá eini sem er að reyna að fá tónlistarkonuna vinsælu til að koma til síns heimalands. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, er einnig að berjast um athygli hennar á Twitter. „It's me, hi.“ segir Trudeau í upphafi færslunnar og vísar þarmeð í upphafslínu viðlag eins vinsælasta lag Swift þessa stundina, Anti-Hero. Þá segist forsætisráðherran vita að það séu staðir í Kanada sem væru mjög til í að fá hana til sín. Í færslunni vitnar hann einnig í annað lag Swift, Cruel Summer. It s me, hi. I know places in Canada would love to have you. So, don t make it another cruel summer. We hope to see you soon.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) July 6, 2023
Tónlist Reykjavík Kanada Bandaríkin Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira