Facebook hyggst setja Twitter klón í loftið á fimmtudag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júlí 2023 08:30 Threads forritið þykir keimlíkt Twitter. Meta Bandaríska samfélagsmiðlafyrirtækið Meta sem rekur Facebook og Instagram hefur tilkynnt að það muni setja nýjan samfélagsmiðil sinn, Threads, í loftið næsta fimmtudag. Miðlinum er ætlað að eiga í beinni samkeppni við samfélagsmiðilinn Twitter. Í umfjöllun BBC um miðilinn kemur fram að hann verði tengdur við Instagram og verði frír í notkun. Af skjáskotum að dæma af hinum nýja miðli verður hann keimlíkur Twitter en rekstur þess miðils hefur gengið erfiðlega upp á síðkastið. Elon Musk, milljarðamæringurinn og eigandi Twitter, tilkynnti til að mynda síðastliðinn laugardag að hann hefði takmarkað aðgengi notenda þess að tístum. Almennir notendur sem ekki hafa greitt fyrir ákveðin fríðindi á miðlinum fengu þannig einungis að skoða 600 tíst. Bar Musk fyrir sig að það væri til þess að stemma stigu við gagnasöfnun gervigreindarforrita en Musk sagði hundruð fyrirtækja stunda slíka söfnun og sækja þannig hart að samfélagsmiðlinum. Á sama tíma hefur Musk gert notendum Twitter að greiða fyrir ýmsa þjónustu sem áður var frír, svo sem eins og TweetDeck notendaviðmótið sem gerir notendum kleyft að skoða tugi og jafnvel hundruð tísta á sama tíma. Mark Zuckerberg, eigandi Meta og Elon Musk hafa átt í misalvarlegum orðaskeytingum á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur. Hafa miðlar líkt og BBC rekið það til ákvörðunar Zuckerberg og félaga í Meta að ýta úr vör Threads samfélagsmiðlinum. Þeir Zuckerberg og Musk hafa meðal annars samþykkt að mætast í slag í boxhring í Las Vegas, en svo virðist vera sem að lítil alvara sé þar á ferð. Facebook Twitter Samfélagsmiðlar Meta Bandaríkin Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Í umfjöllun BBC um miðilinn kemur fram að hann verði tengdur við Instagram og verði frír í notkun. Af skjáskotum að dæma af hinum nýja miðli verður hann keimlíkur Twitter en rekstur þess miðils hefur gengið erfiðlega upp á síðkastið. Elon Musk, milljarðamæringurinn og eigandi Twitter, tilkynnti til að mynda síðastliðinn laugardag að hann hefði takmarkað aðgengi notenda þess að tístum. Almennir notendur sem ekki hafa greitt fyrir ákveðin fríðindi á miðlinum fengu þannig einungis að skoða 600 tíst. Bar Musk fyrir sig að það væri til þess að stemma stigu við gagnasöfnun gervigreindarforrita en Musk sagði hundruð fyrirtækja stunda slíka söfnun og sækja þannig hart að samfélagsmiðlinum. Á sama tíma hefur Musk gert notendum Twitter að greiða fyrir ýmsa þjónustu sem áður var frír, svo sem eins og TweetDeck notendaviðmótið sem gerir notendum kleyft að skoða tugi og jafnvel hundruð tísta á sama tíma. Mark Zuckerberg, eigandi Meta og Elon Musk hafa átt í misalvarlegum orðaskeytingum á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur. Hafa miðlar líkt og BBC rekið það til ákvörðunar Zuckerberg og félaga í Meta að ýta úr vör Threads samfélagsmiðlinum. Þeir Zuckerberg og Musk hafa meðal annars samþykkt að mætast í slag í boxhring í Las Vegas, en svo virðist vera sem að lítil alvara sé þar á ferð.
Facebook Twitter Samfélagsmiðlar Meta Bandaríkin Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira