Starfsmannabreytingum hjá Íslandsbanka vegna útboðsins lokið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júlí 2023 11:50 Jón Guðni tók við starfi bankastjóra í síðustu viku, eftir að Birna Einarsdóttir lét af störfum. Vísir/Vilhelm Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa látið af störfum undanfarna viku, síðast í gær. Bankastjóri segir starfsmannabreytingum með þessu lokið. Greint verði frá frekari úrbótum á starfsemi bankans á hluthafafundi í lok mánaðar. Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa nú látið af störfum eftir að bankinn samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum bankans við sölu á hlutum í honum í útboði bankans í fyrra. Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf bankans frá 2019, lét í gær af störfum. Á laugardag lét Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta, af störfum og í síðustu viku sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri, upp. „Með þessu erum við búin að klára þær breytingar sem við teljum rétt að gera. Við fórum vel yfir þetta mál og þetta er það fyrsta sem ég skoðaði. Með þessu hafa allir þeir stjórnendur sem stýrðu verkinu og komu að því vikið úr sinum störfum og þannig axlað ábyrgð,“ segir Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Hann segir að samið hafi verið um starfslok Ásmundar og Atla Rafns og megi því segja að starfslokin hafi verið af beggja frumkvæði. Aðrar starfsmannabreytingar hafi ekki orðið. „Eins og er bent á í skýrslunni voru klárlega mistök í framkvæmd þessarar sölu. Ef einn starfsmaður gerir mistök eru mistökin hans. Ef hópur starfsmanna gerir mistök er það klárt að það eru stjórnendur sem bera ábyrgðina. Eins og ég sagði áðan er enginn þeirra stjórnenda sem kom að verkinu enn í sínum störfum og hafa því axlað sína ábyrgð,“ segir Jón Guðni. Nú verði farið í að undirbúa aðrar úrbætur og greint frá þeim á hluthafafundi 28. júlí, sem verður opinn öllum í streymi. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka lætur af störfum Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra. 2. júlí 2023 23:34 „Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar“ Háværar kröfur eru um að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórnina ekki hafa tekið afstöðu til málsins en búið er að boða til hluthafafundar. Landsmenn segja málið hneyksli. 2. júlí 2023 20:03 Ný stjórn kosin á hluthafafundi Stjórn Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar í lok mánaðar þar sem kosið verður í stjórn, varastjórn og embætti formanns stjórnar auk þess sem fjallað verður um sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. 2. júlí 2023 14:01 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa nú látið af störfum eftir að bankinn samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum bankans við sölu á hlutum í honum í útboði bankans í fyrra. Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf bankans frá 2019, lét í gær af störfum. Á laugardag lét Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta, af störfum og í síðustu viku sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri, upp. „Með þessu erum við búin að klára þær breytingar sem við teljum rétt að gera. Við fórum vel yfir þetta mál og þetta er það fyrsta sem ég skoðaði. Með þessu hafa allir þeir stjórnendur sem stýrðu verkinu og komu að því vikið úr sinum störfum og þannig axlað ábyrgð,“ segir Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Hann segir að samið hafi verið um starfslok Ásmundar og Atla Rafns og megi því segja að starfslokin hafi verið af beggja frumkvæði. Aðrar starfsmannabreytingar hafi ekki orðið. „Eins og er bent á í skýrslunni voru klárlega mistök í framkvæmd þessarar sölu. Ef einn starfsmaður gerir mistök eru mistökin hans. Ef hópur starfsmanna gerir mistök er það klárt að það eru stjórnendur sem bera ábyrgðina. Eins og ég sagði áðan er enginn þeirra stjórnenda sem kom að verkinu enn í sínum störfum og hafa því axlað sína ábyrgð,“ segir Jón Guðni. Nú verði farið í að undirbúa aðrar úrbætur og greint frá þeim á hluthafafundi 28. júlí, sem verður opinn öllum í streymi.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka lætur af störfum Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra. 2. júlí 2023 23:34 „Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar“ Háværar kröfur eru um að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórnina ekki hafa tekið afstöðu til málsins en búið er að boða til hluthafafundar. Landsmenn segja málið hneyksli. 2. júlí 2023 20:03 Ný stjórn kosin á hluthafafundi Stjórn Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar í lok mánaðar þar sem kosið verður í stjórn, varastjórn og embætti formanns stjórnar auk þess sem fjallað verður um sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. 2. júlí 2023 14:01 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka lætur af störfum Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra. 2. júlí 2023 23:34
„Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar“ Háværar kröfur eru um að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórnina ekki hafa tekið afstöðu til málsins en búið er að boða til hluthafafundar. Landsmenn segja málið hneyksli. 2. júlí 2023 20:03
Ný stjórn kosin á hluthafafundi Stjórn Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar í lok mánaðar þar sem kosið verður í stjórn, varastjórn og embætti formanns stjórnar auk þess sem fjallað verður um sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. 2. júlí 2023 14:01