Flugferð Play til Kaupmannahafnar aflýst með stuttum fyrirvara Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 23:03 Flugferð Play til Kaupmannahafnar í dag var aflýst vegna vélarbilunar. Vísir/Vilhelm Flugferð Play til Kaupmannahafnar klukkan 14.50 í dag var seinkað tvisvar og síðan aflýst með skömmum fyrirvara. Ástæðan var bilun sem kom upp í flugvélinni. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, greindi frá því í samtali við Vísi að vélarbilun hefði valdið því að flugferðinni var aflýst. Hann segir farþegum hafa boðist að fá miðann endurgreiddan, far með næstu vél til Kaupmannahafnar eða að bóka sig í flugferð annað. Karl Guðlaugsson, faðir og tengdafaðir ungs pars sem átti miða með Play til Kaupmannahafnar var ekki sáttur með vinnubrögð Play sem tvífrestuðu flugferðinni með skömmum fyrirvara áður en henni var að lokum aflýst. Hann sagði erfitt að ná í fulltrúa Play. Ósáttur við lítinn fyrirvara og samskiptaleysi „Ég á börn sem voru að fara með ungabarn í flug með Play í dag til Kaupmannahafnar,“ sagði Karl í samtali við Vísi. „Vélin átti að fara 14.50 og þau fá 13.22 tilkynningu um seinkun um klukkutíma með þriggja mánaða gamalt barn. Svo fá þau aftur klukkan 13.28 aðra lýsingu á seinkun og svo fá þau klukkan 16.03 að fluginu hafi verið aflýst,“ segir hann. Farþegunum var í staðinn boðið að fá miðann endurgreiddan eða far með næstu vél til Kaupmannahafnar eða flugferð annað. Hins vegar sagði Karl að það hefði ekki gengið neitt að ná í „nokkurn einasta mann, það er enginn til þess að tala við“. Hann segir son sinn og tengdadóttur nauðsynlega hafa þurft að komast til Kaupmannahafnar. Þau hefðu getað komist með flugi Icelandair klukkan hálf fimm ef Play hefði aflýst fluginu frá byrjun en ekki dregið það svona með frestunum. „Það var fullt af Dönum þarna sem köstuðu upp höndum og vissu ekkert hvað þau ættu að gera af því þau náði ekki sambandi við nokkurn einasta mann,“ segir hann. Vélarbilun orsök aflýsingar Upplýsingafulltrúi sagði vélarbilun hafa valdið aflýsingunni og að hægt væri að ná í þjónustuver Play á vefnum. „Það var vélarbilun og farþegum eru boðnir pakkað sem felast í endurgreiðslu eða að bóka sig á næsta lausa flug eða þá eitthvað flug sem hentar frekar annað,“ sagði Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play í viðtali við Vísi. Birgir sagðist ekki vita hvers vegna fluginu var tvisvar seinkað áður en því var aflýst. Hann hefði fengið að vita að því hefði verið aflýst. „Við erum ekki með síma, þjónustuverið okkar er alfarið á netinu þannig það má ná í okkur á Facebook, Instagram og vefnum okkar, Flyplay.com, þar er spjallmenni og hnappur sem segir „Hafðu samband“,“ sagði Birgir um mögulegar leiðir til að ná í flugfélagið. Þjónustuverið svaraði þar öllum skilaboðum eins fljótt og auðið er. Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Danmörk Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, greindi frá því í samtali við Vísi að vélarbilun hefði valdið því að flugferðinni var aflýst. Hann segir farþegum hafa boðist að fá miðann endurgreiddan, far með næstu vél til Kaupmannahafnar eða að bóka sig í flugferð annað. Karl Guðlaugsson, faðir og tengdafaðir ungs pars sem átti miða með Play til Kaupmannahafnar var ekki sáttur með vinnubrögð Play sem tvífrestuðu flugferðinni með skömmum fyrirvara áður en henni var að lokum aflýst. Hann sagði erfitt að ná í fulltrúa Play. Ósáttur við lítinn fyrirvara og samskiptaleysi „Ég á börn sem voru að fara með ungabarn í flug með Play í dag til Kaupmannahafnar,“ sagði Karl í samtali við Vísi. „Vélin átti að fara 14.50 og þau fá 13.22 tilkynningu um seinkun um klukkutíma með þriggja mánaða gamalt barn. Svo fá þau aftur klukkan 13.28 aðra lýsingu á seinkun og svo fá þau klukkan 16.03 að fluginu hafi verið aflýst,“ segir hann. Farþegunum var í staðinn boðið að fá miðann endurgreiddan eða far með næstu vél til Kaupmannahafnar eða flugferð annað. Hins vegar sagði Karl að það hefði ekki gengið neitt að ná í „nokkurn einasta mann, það er enginn til þess að tala við“. Hann segir son sinn og tengdadóttur nauðsynlega hafa þurft að komast til Kaupmannahafnar. Þau hefðu getað komist með flugi Icelandair klukkan hálf fimm ef Play hefði aflýst fluginu frá byrjun en ekki dregið það svona með frestunum. „Það var fullt af Dönum þarna sem köstuðu upp höndum og vissu ekkert hvað þau ættu að gera af því þau náði ekki sambandi við nokkurn einasta mann,“ segir hann. Vélarbilun orsök aflýsingar Upplýsingafulltrúi sagði vélarbilun hafa valdið aflýsingunni og að hægt væri að ná í þjónustuver Play á vefnum. „Það var vélarbilun og farþegum eru boðnir pakkað sem felast í endurgreiðslu eða að bóka sig á næsta lausa flug eða þá eitthvað flug sem hentar frekar annað,“ sagði Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play í viðtali við Vísi. Birgir sagðist ekki vita hvers vegna fluginu var tvisvar seinkað áður en því var aflýst. Hann hefði fengið að vita að því hefði verið aflýst. „Við erum ekki með síma, þjónustuverið okkar er alfarið á netinu þannig það má ná í okkur á Facebook, Instagram og vefnum okkar, Flyplay.com, þar er spjallmenni og hnappur sem segir „Hafðu samband“,“ sagði Birgir um mögulegar leiðir til að ná í flugfélagið. Þjónustuverið svaraði þar öllum skilaboðum eins fljótt og auðið er.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Danmörk Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira