„Leikurinn er hraðari og það er orðið miklu meira álag“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júní 2023 20:31 Friðrik Ellert Jónsson sinnir fjölmörgum knattspyrnumönnum í starfi sínu sem sjúkraþjálfari. Skjáskot Friðrik Ellert Jónsson segir álag í knattspyrnu vera mikið meira en það var fyrir tíu árum síðan. Friðrik var á mála hjá Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Knattspyrna hefur breyst gríðarlega mikið á síðustu árum. Leikurinn er orðinn mun hraðari og hafa meiðsli leikmanna því tekið breytingum og jafnvel aukist. Friðrik Ellert Jónsson er einn af okkar færustu sjúkraþjálfurum og aðstoðar hann knattspyrnumenn í hverri viku. Hann var á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Nottingham Forest á þessu ári og starfaði sem sjúkraþjálfari liðsins í þrjá mánuði. „Varðandi meiðsli í dag, ef við hugsum að [tognun] aftan í læri eru algengustu meiðslin í fótbolta, að þá er gert ýmislegt til að fyrirbyggja þau meiðsli. Það sem er að gerast líka er að leikurinn er orðinn miklu hraðari og það er orðið miklu meira álag,“ sagði Friðrik Ellert í samtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Friðrik Ellert segir hraðari leik búa til fleiri meiðsli. „Ef þú berð saman leik núna og sem var fyrir tíu árum síðan þá er miklu meiri hraði. Það er þetta sem er að búa til meiðslin líka.“ Styrktarþjálfun þarf að vera einstaklingsbundnari Friðrik Ellert segir að leikmenn geti hugsað betur út í æfingar sem henti þeim sem einstaklingum. „Það eru ákveðin atriði sem mætti laga, sem leikmenn mættu laga og hugsa um sjálfa sig með tilliti til hvað þeir þurfa að gera. Ekki að liðið sé alltaf að gera það sama heldur að þetta sé svolítið einstaklingsbundið. Að hver og einn styrki sig með tilliti til meiðsla og sinna veikleika sem er hægt að finna út með skoðun.“ Hann segist hafa séð hluti hjá Nottingham Forest sem hefði mátt gera betur. „Ég sá alveg hluti sem hefðu mátt fara aðeins betur og við fórum yfir og allir voru sammála um að gera aðeins betur.“ Allt innslagið úr Sportpakkanum má sjá hér fyrir neðan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tengslin við Alfreð Finnboga komu Friðriki að hjá Nottingham Forest Hann fékk starf í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári og hjálpaði Nottingham Forest að halda sæti sínu í vinsælustu deild heims. 13. júní 2023 08:31 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Knattspyrna hefur breyst gríðarlega mikið á síðustu árum. Leikurinn er orðinn mun hraðari og hafa meiðsli leikmanna því tekið breytingum og jafnvel aukist. Friðrik Ellert Jónsson er einn af okkar færustu sjúkraþjálfurum og aðstoðar hann knattspyrnumenn í hverri viku. Hann var á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Nottingham Forest á þessu ári og starfaði sem sjúkraþjálfari liðsins í þrjá mánuði. „Varðandi meiðsli í dag, ef við hugsum að [tognun] aftan í læri eru algengustu meiðslin í fótbolta, að þá er gert ýmislegt til að fyrirbyggja þau meiðsli. Það sem er að gerast líka er að leikurinn er orðinn miklu hraðari og það er orðið miklu meira álag,“ sagði Friðrik Ellert í samtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Friðrik Ellert segir hraðari leik búa til fleiri meiðsli. „Ef þú berð saman leik núna og sem var fyrir tíu árum síðan þá er miklu meiri hraði. Það er þetta sem er að búa til meiðslin líka.“ Styrktarþjálfun þarf að vera einstaklingsbundnari Friðrik Ellert segir að leikmenn geti hugsað betur út í æfingar sem henti þeim sem einstaklingum. „Það eru ákveðin atriði sem mætti laga, sem leikmenn mættu laga og hugsa um sjálfa sig með tilliti til hvað þeir þurfa að gera. Ekki að liðið sé alltaf að gera það sama heldur að þetta sé svolítið einstaklingsbundið. Að hver og einn styrki sig með tilliti til meiðsla og sinna veikleika sem er hægt að finna út með skoðun.“ Hann segist hafa séð hluti hjá Nottingham Forest sem hefði mátt gera betur. „Ég sá alveg hluti sem hefðu mátt fara aðeins betur og við fórum yfir og allir voru sammála um að gera aðeins betur.“ Allt innslagið úr Sportpakkanum má sjá hér fyrir neðan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tengslin við Alfreð Finnboga komu Friðriki að hjá Nottingham Forest Hann fékk starf í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári og hjálpaði Nottingham Forest að halda sæti sínu í vinsælustu deild heims. 13. júní 2023 08:31 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Tengslin við Alfreð Finnboga komu Friðriki að hjá Nottingham Forest Hann fékk starf í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári og hjálpaði Nottingham Forest að halda sæti sínu í vinsælustu deild heims. 13. júní 2023 08:31