Valdarán ekki ætlunin heldur að koma í veg fyrir upplausn Wagner Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2023 16:02 Jevgeníj Prigozhin, eigandi Wagner-hópsins, í Rostov-on-Don á laugardag. Ekki er ljóst hvar hann er niður kominn eftir að skammlífri uppreisn hans lauk. AP/ Jevgeníj Prigozhin, eigandi málaliðahersins Wagner-hópsins, segir að markmið uppreisnar hans gegn rússneskum heryfirvöldum um helgina hafi verið að koma í veg fyrir að hópurinn væri leystur upp, ekki að ræna völdum. Hópurinn hafi stoppað til að komast hjá fyrirsjáanlegu blóðbaði. Mikill viðbúnaður var í Moskvu um helgina þegar hersveitir Wagner-hópsins stefndu þangað eftir að þær sölsuðu undir sig höfuðstöðvar hersins í Rostov-on-Don. Kallaði Prigozhin eftir því að varnarmálaráðherra Rússlands og yfirmanni hersins yrði steypt af stóli. Uppreisninni lauk með samkomulagi sem Aleksander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, átti þátt í að koma á. Prigozhin fullyrti að fyrir honum hafi ekki vakað að ræna völdum í Rússlandi í hljópupptöku sem hann birti á samskiptaforritinu Telegram í dag. Til hafi staðið að leysa Wagner-hópinn og aðra málaliðasveitir upp og innlima liðsmenn þeirra í rússneska herinn um mánaðamótin. Wagner-liðar hafi ekki viljað verða að „fallbyssufóðri“ rússneska hersins í Úkraínu í ljósi þess hvernig hann hafi staðið sig í Úkraínu. Kornið sem fyllti mælinn hafi verið loftárás rússneska hersins sem hafi kostað þrjátíu Wagner-liða lífið. „Tilgangur herferðarinnar var að koma í veg fyrir eyðileggingu Wagner og að koma réttlæti yfir þá sem gerðu mikinn fjölda mistaka í sérstöku hernaðaraðgerðinni með ófaglegum gjörðum sínum. Það var eftirspurn eftir því á meðal almennings,“ sagði Prigozhin í upptökunni að sögn Mary Llyushinu, fréttaritara Washington Post. Prigozhin is back with an 11-min audio message. Says the reason he marches is because Wagner was forced to disband on July 1s because of Shoigu order to sign contracts. Wagner commanders refused to sign. Thread:— Mary Ilyushina (@maryilyushina) June 26, 2023 Þrátt fyrir að hersveitir hans hafi skotið niður þyrlur á leið sinni í átt að Moskvu fullyrti Prigozhin að Wagner-liðar hefðu numið staðar um leið og þeir mættu mótstöðu og að í blóðbað stefndi. Sókn hans hafi afhjúpað öryggisbrest þar sem hersveitir hans hafi náð að lama herinn og sækja lengra fram en rússneski herinn í Úkraínu. Liður í samkomulaginu sem Prigozhin gerði við stjórnvöld í Kreml var að liðsmenn hans sem tóku þátt í uppreisninni yrðu ekki sóttir til saka. Rússneskir fjölmiðlar hafa sagt frá því í dag að Prigozhin sé enn til rannsóknar fyrir landráð. Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Belarús Tengdar fréttir Shoigu sagður hafa heimsótt hersveitir Rússa í Úkraínu Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, heimsótti hersveitir landsins í Úkraínu í gær en þetta er í fyrsta sinn sem sést til varnarmálaráðherrans eftir valdaránstilraun Yevgeny Prigozhin og Wagner-liða um helgina. 26. júní 2023 06:55 Valdaránið blásið af og algjör óvissa um framhaldið Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, hefur komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó, forseta Belarús, um að láta af uppreisn sinni gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi. 24. júní 2023 21:00 Wagner-liðar fá sakaruppgjöf og Prigozhin fer til Belarús Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina. 24. júní 2023 17:30 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira
Mikill viðbúnaður var í Moskvu um helgina þegar hersveitir Wagner-hópsins stefndu þangað eftir að þær sölsuðu undir sig höfuðstöðvar hersins í Rostov-on-Don. Kallaði Prigozhin eftir því að varnarmálaráðherra Rússlands og yfirmanni hersins yrði steypt af stóli. Uppreisninni lauk með samkomulagi sem Aleksander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, átti þátt í að koma á. Prigozhin fullyrti að fyrir honum hafi ekki vakað að ræna völdum í Rússlandi í hljópupptöku sem hann birti á samskiptaforritinu Telegram í dag. Til hafi staðið að leysa Wagner-hópinn og aðra málaliðasveitir upp og innlima liðsmenn þeirra í rússneska herinn um mánaðamótin. Wagner-liðar hafi ekki viljað verða að „fallbyssufóðri“ rússneska hersins í Úkraínu í ljósi þess hvernig hann hafi staðið sig í Úkraínu. Kornið sem fyllti mælinn hafi verið loftárás rússneska hersins sem hafi kostað þrjátíu Wagner-liða lífið. „Tilgangur herferðarinnar var að koma í veg fyrir eyðileggingu Wagner og að koma réttlæti yfir þá sem gerðu mikinn fjölda mistaka í sérstöku hernaðaraðgerðinni með ófaglegum gjörðum sínum. Það var eftirspurn eftir því á meðal almennings,“ sagði Prigozhin í upptökunni að sögn Mary Llyushinu, fréttaritara Washington Post. Prigozhin is back with an 11-min audio message. Says the reason he marches is because Wagner was forced to disband on July 1s because of Shoigu order to sign contracts. Wagner commanders refused to sign. Thread:— Mary Ilyushina (@maryilyushina) June 26, 2023 Þrátt fyrir að hersveitir hans hafi skotið niður þyrlur á leið sinni í átt að Moskvu fullyrti Prigozhin að Wagner-liðar hefðu numið staðar um leið og þeir mættu mótstöðu og að í blóðbað stefndi. Sókn hans hafi afhjúpað öryggisbrest þar sem hersveitir hans hafi náð að lama herinn og sækja lengra fram en rússneski herinn í Úkraínu. Liður í samkomulaginu sem Prigozhin gerði við stjórnvöld í Kreml var að liðsmenn hans sem tóku þátt í uppreisninni yrðu ekki sóttir til saka. Rússneskir fjölmiðlar hafa sagt frá því í dag að Prigozhin sé enn til rannsóknar fyrir landráð.
Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Belarús Tengdar fréttir Shoigu sagður hafa heimsótt hersveitir Rússa í Úkraínu Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, heimsótti hersveitir landsins í Úkraínu í gær en þetta er í fyrsta sinn sem sést til varnarmálaráðherrans eftir valdaránstilraun Yevgeny Prigozhin og Wagner-liða um helgina. 26. júní 2023 06:55 Valdaránið blásið af og algjör óvissa um framhaldið Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, hefur komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó, forseta Belarús, um að láta af uppreisn sinni gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi. 24. júní 2023 21:00 Wagner-liðar fá sakaruppgjöf og Prigozhin fer til Belarús Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina. 24. júní 2023 17:30 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira
Shoigu sagður hafa heimsótt hersveitir Rússa í Úkraínu Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, heimsótti hersveitir landsins í Úkraínu í gær en þetta er í fyrsta sinn sem sést til varnarmálaráðherrans eftir valdaránstilraun Yevgeny Prigozhin og Wagner-liða um helgina. 26. júní 2023 06:55
Valdaránið blásið af og algjör óvissa um framhaldið Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, hefur komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó, forseta Belarús, um að láta af uppreisn sinni gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi. 24. júní 2023 21:00
Wagner-liðar fá sakaruppgjöf og Prigozhin fer til Belarús Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina. 24. júní 2023 17:30