Tónleikar Lewis Capaldi hér á landi enn og aftur í lausu lofti Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2023 14:18 Það er ekki víst hvort tónleikum Lewis Capaldi í Laugardalshöll 11. ágúst næstkomandi verði frestað en yfirlýsing hans hljómar ekki vel fyrir Capaldi-þyrsta aðdáendur hér á landi. Getty/Oleg Nikishin Það er ekki ljóst hvaða áhrif yfirlýsing Lewis Capaldi um pásu hans frá tónlist hefur á tónleika hans í Laugardalshöll 11. ágúst næstkomandi. Framkvæmdastjóri Senu Live segist ekki hafa heyrt frá teymi Lewis Capaldi og undirbúningur tónleikanna sé í fullum gangi. Í versta falli verði þeim frestað. Breski tónlistarmaðurinn Lewis Capaldi greindi frá því á Glastonbury-tónlistarhátíðinni á laugardag að hann ætlaði sér að taka langa pásu frá tónlist til að huga að geðheilsu sinni. Þá sagði hann óvíst hvort tónleikagestir sæju hann aftur á árinu. Fyrr í mánuðinum aflýsti Capaldi öllum sýningum sínum fram að Glastonbury vegna andlegra erfiðleika sem hann hefur glímt við síðustu mánuði. Hann vildi hins vegar koma fram á Glastonbury-hátíðinni vegna stærðar hennar. Á sjálfum tónleikunum átti hann í töluverðu brasi með röddina sína og viðurkenndi það sjálfur. Þegar rödd hans brast svo endanlega tóku tónleikagestir yfir flutning lagsins. Hér fyrir ofan má sjá þegar aðdáendurnir tóku yfir. Það er ekki ljóst af orðum Capaldi hve lengi hann verður frá en vafalaust setur þetta tónleikaferðalag hans í uppnám. Hann átti að spila víða um heim í sumar, þar á meðal í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Bretlandi og á Íslandi. „Við vorum bara að lesa þetta eins og þið“ Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, var nýbúinn að sjá yfirlýsingar Capaldi þegar blaðamaður hafði samband. Hann sagðist ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að tónleikar Capaldi 11. ágúst næstkomandi væru í uppnámi. „Við vorum bara að lesa þetta eins og þið, á netinu. Við vitum ekki neitt, höfum ekkert heyrt um neitt og erum bara á fullu að undirbúa tónleikana með þeim,“ sagði inntur eftir viðbrögðum við yfirlýsingu Capaldi. Bríet í fullum skrúða á Hlustendaverðlaununum 2022. Hún á að hita upp fyrir Capaldi 11. ágúst næstkomandi. Ef hann spilar það er að segja.Vísir/Hulda Margrét „Við höfum ekki fengið neinar vísbendingar um það að hann væri ekki að koma. Það er stutt í þá og við erum komin langt með þetta. Við vorum að tilkynna Bríeti og allt í samráði við hans fólk,“ sagði hann en í dag kom tilkynning frá Senu þess efnis að Bríet myndi hita upp fyrir Capaldi. „Það er verið að skipuleggja tónleikana á Íslandi, erum á fullu í samtali við þau og höfum ekki fengið neinar vísbendingar um hvað hætti að stoppa það eða hægja á því,“ segir hann og bætir við „En núna þarf maður auðvitað að heyra í þeim.“ „Hann segir þetta bara á sviðinu. Væntanlega eru allir tónleikahaldarar sem eru með tónleika með honum núna að heyra í þeim og athuga hver staðan er.“ „Við reynum að fá botn í þetta sem allra allra fyrst“ Capaldi átti fyrst að halda tónleika hérlendis þann 23. ágúst í fyrra en tónleikunum var frestað með eins dags fyrirvara sem olli fjölda fólks tekjutapi og vakti mikla reiði. Þeim var síðan frestað til 11. ágúst 2023. Í mars á þessu ári bárust síðan þær fréttir að Sena Live hafi tekið við skipulagningu tónleikanna af fyrirtækinu Reykjavík Live. Áður en þið tókuð við skipulagningu tónleikana hafði þeim verið seinkað áður. Hvað gerist í versta falli? „Þetta var búin að vera einhver sorgarsaga áður en við tókum við,“ segir Ísleifur. „Ég veit ekki hvað þetta þýðir að hann segi þetta á sviðinu en ég vona að tónleikarnir geti farið fram. En ef hann er ekki í standi til að halda tónleikana þá í versta falli finnum við nýjan dag og frestum tónleikunum. En við skulum sjá hvað setur,“ segir hann. „Nú er komin óvissa um þetta þannig við förum í það núna að fá skýr svör strax og láta fólk ekki vera í óvissu sem er búið að kaupa miða.“ „Við reynum að fá botn í þetta sem allra allra fyrst og látum alla vita sem allra allra fyrst þannig það sé ekki óvissa,“ sagði hann að lokum. Tónlist Tónleikar á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Aðdáendur komu Capaldi aftur til bjargar Aðdáendur söngvarans Lewis Capaldi sungu heilt lag fyrir hann á tónleikum í Chicago í Bandaríkjunum fyrir helgi. Capaldi, sem glímir við Tourette, gat ekki klárað lagið vegna heilkennisins. 22. apríl 2023 20:41 Sena tekur yfir Lewis Capaldi tónleikana Tónleikarnir með Lewis Capaldi sem fara fram í Laugardalshöllinni 11. ágúst næstkomandi hafa verið teknir yfir af Senu Live. Reykjavík Live sá áður um skipulagninguna. Tónleikunum var frestað síðasta sumar sólarhring áður en þeir áttu að hefjast. 15. mars 2023 11:13 Óleysanleg vandamál hafi valdið frestun tónleika Lewis Capaldi en fólk fái tjón bætt Skipuleggjandi tónleika Lewis Capaldi segir óleysanleg vandamál hafa valdið því að það þurfti að fresta tónleikunum með eins dags fyrirvara. Jafnframt sagði hann að allir þeir sem vilja muni fá endurgreitt og að skipuleggjendur ætli að bæta fólki upp það fjárhagslega tjón sem frestunin hafi ollið. 23. ágúst 2022 13:35 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Lewis Capaldi greindi frá því á Glastonbury-tónlistarhátíðinni á laugardag að hann ætlaði sér að taka langa pásu frá tónlist til að huga að geðheilsu sinni. Þá sagði hann óvíst hvort tónleikagestir sæju hann aftur á árinu. Fyrr í mánuðinum aflýsti Capaldi öllum sýningum sínum fram að Glastonbury vegna andlegra erfiðleika sem hann hefur glímt við síðustu mánuði. Hann vildi hins vegar koma fram á Glastonbury-hátíðinni vegna stærðar hennar. Á sjálfum tónleikunum átti hann í töluverðu brasi með röddina sína og viðurkenndi það sjálfur. Þegar rödd hans brast svo endanlega tóku tónleikagestir yfir flutning lagsins. Hér fyrir ofan má sjá þegar aðdáendurnir tóku yfir. Það er ekki ljóst af orðum Capaldi hve lengi hann verður frá en vafalaust setur þetta tónleikaferðalag hans í uppnám. Hann átti að spila víða um heim í sumar, þar á meðal í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Bretlandi og á Íslandi. „Við vorum bara að lesa þetta eins og þið“ Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, var nýbúinn að sjá yfirlýsingar Capaldi þegar blaðamaður hafði samband. Hann sagðist ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að tónleikar Capaldi 11. ágúst næstkomandi væru í uppnámi. „Við vorum bara að lesa þetta eins og þið, á netinu. Við vitum ekki neitt, höfum ekkert heyrt um neitt og erum bara á fullu að undirbúa tónleikana með þeim,“ sagði inntur eftir viðbrögðum við yfirlýsingu Capaldi. Bríet í fullum skrúða á Hlustendaverðlaununum 2022. Hún á að hita upp fyrir Capaldi 11. ágúst næstkomandi. Ef hann spilar það er að segja.Vísir/Hulda Margrét „Við höfum ekki fengið neinar vísbendingar um það að hann væri ekki að koma. Það er stutt í þá og við erum komin langt með þetta. Við vorum að tilkynna Bríeti og allt í samráði við hans fólk,“ sagði hann en í dag kom tilkynning frá Senu þess efnis að Bríet myndi hita upp fyrir Capaldi. „Það er verið að skipuleggja tónleikana á Íslandi, erum á fullu í samtali við þau og höfum ekki fengið neinar vísbendingar um hvað hætti að stoppa það eða hægja á því,“ segir hann og bætir við „En núna þarf maður auðvitað að heyra í þeim.“ „Hann segir þetta bara á sviðinu. Væntanlega eru allir tónleikahaldarar sem eru með tónleika með honum núna að heyra í þeim og athuga hver staðan er.“ „Við reynum að fá botn í þetta sem allra allra fyrst“ Capaldi átti fyrst að halda tónleika hérlendis þann 23. ágúst í fyrra en tónleikunum var frestað með eins dags fyrirvara sem olli fjölda fólks tekjutapi og vakti mikla reiði. Þeim var síðan frestað til 11. ágúst 2023. Í mars á þessu ári bárust síðan þær fréttir að Sena Live hafi tekið við skipulagningu tónleikanna af fyrirtækinu Reykjavík Live. Áður en þið tókuð við skipulagningu tónleikana hafði þeim verið seinkað áður. Hvað gerist í versta falli? „Þetta var búin að vera einhver sorgarsaga áður en við tókum við,“ segir Ísleifur. „Ég veit ekki hvað þetta þýðir að hann segi þetta á sviðinu en ég vona að tónleikarnir geti farið fram. En ef hann er ekki í standi til að halda tónleikana þá í versta falli finnum við nýjan dag og frestum tónleikunum. En við skulum sjá hvað setur,“ segir hann. „Nú er komin óvissa um þetta þannig við förum í það núna að fá skýr svör strax og láta fólk ekki vera í óvissu sem er búið að kaupa miða.“ „Við reynum að fá botn í þetta sem allra allra fyrst og látum alla vita sem allra allra fyrst þannig það sé ekki óvissa,“ sagði hann að lokum.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Aðdáendur komu Capaldi aftur til bjargar Aðdáendur söngvarans Lewis Capaldi sungu heilt lag fyrir hann á tónleikum í Chicago í Bandaríkjunum fyrir helgi. Capaldi, sem glímir við Tourette, gat ekki klárað lagið vegna heilkennisins. 22. apríl 2023 20:41 Sena tekur yfir Lewis Capaldi tónleikana Tónleikarnir með Lewis Capaldi sem fara fram í Laugardalshöllinni 11. ágúst næstkomandi hafa verið teknir yfir af Senu Live. Reykjavík Live sá áður um skipulagninguna. Tónleikunum var frestað síðasta sumar sólarhring áður en þeir áttu að hefjast. 15. mars 2023 11:13 Óleysanleg vandamál hafi valdið frestun tónleika Lewis Capaldi en fólk fái tjón bætt Skipuleggjandi tónleika Lewis Capaldi segir óleysanleg vandamál hafa valdið því að það þurfti að fresta tónleikunum með eins dags fyrirvara. Jafnframt sagði hann að allir þeir sem vilja muni fá endurgreitt og að skipuleggjendur ætli að bæta fólki upp það fjárhagslega tjón sem frestunin hafi ollið. 23. ágúst 2022 13:35 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Aðdáendur komu Capaldi aftur til bjargar Aðdáendur söngvarans Lewis Capaldi sungu heilt lag fyrir hann á tónleikum í Chicago í Bandaríkjunum fyrir helgi. Capaldi, sem glímir við Tourette, gat ekki klárað lagið vegna heilkennisins. 22. apríl 2023 20:41
Sena tekur yfir Lewis Capaldi tónleikana Tónleikarnir með Lewis Capaldi sem fara fram í Laugardalshöllinni 11. ágúst næstkomandi hafa verið teknir yfir af Senu Live. Reykjavík Live sá áður um skipulagninguna. Tónleikunum var frestað síðasta sumar sólarhring áður en þeir áttu að hefjast. 15. mars 2023 11:13
Óleysanleg vandamál hafi valdið frestun tónleika Lewis Capaldi en fólk fái tjón bætt Skipuleggjandi tónleika Lewis Capaldi segir óleysanleg vandamál hafa valdið því að það þurfti að fresta tónleikunum með eins dags fyrirvara. Jafnframt sagði hann að allir þeir sem vilja muni fá endurgreitt og að skipuleggjendur ætli að bæta fólki upp það fjárhagslega tjón sem frestunin hafi ollið. 23. ágúst 2022 13:35