Lærlingurinn í Íslandsbanka Ingólfur Sverrisson skrifar 24. júní 2023 19:01 Fátt er göfugra en þegar fólk viðurkennir mistök sín og iðrast af hjartans einlægni. Nú hefur bankastjóri Íslandsbanka gengið þessa píslargöngu síðustu daga og viðurkennt að hafa gert mistök við sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum og jafnvel brotið lög í því ferli. Að vísu lá þessi viðurkenning ekki fyrir fyrr en búið var að rannsaka söluna af óvilhöllum aðila og sýna fram á spillta stjórnsýslu á hæsta stigi. Þá fyrst voru mistök viðurkennd og lögð þung áhersla á að úr þessu mætti bæta og jafnvel læra einhver ósköp. En til þess að koma sjálfri sér á þurrt land aftur varð bankastjórinn að greiða á annan milljarð króna úr bankanum „sínum” til Fjármálaeftirlits Seðlabankans. Við viðskiptavinir bankans erum hins vegar vanir því að greiða sjálfir til sama banka ef okkur verður á að fara yfir á reikningi, gleymum að greiða á réttum tíma eða eitthvað enn alvarlegra. Það stafar eflaust af því að viðskiptavinir bankans eru ekki skilgreindir nemendur hans eins og raunin er með bankastjórann. Hann þarf aðeins að sína iðrun, borga fúlgur fjár úr sjóðum bankans og segjast hafa lært einhver lifandis ósköp í viðskiptafræðum og jafnvel siðfræði. Slík játning og yfirbót er greinilega talin jafngilda syndaaflausn og því engin ástæða til afsagnar enda þótt það þyki sjálfsagt í öllum löndum sem við miðum okkur við. Engu að síður eru einhverjir sem telja eðlilegt að sá eða sú sem gegnir bankastjórastöðu kunni skil á helstu leikreglum á því sviði og fari jafnvel eftir þeim. Að gera afdrifarík mistök í svo hárri stöðu ætti að hafa afleiðingar enda oft vitnað til þess að greiða þurfi slíkum stjórnendum mjög góð laun vegna mikilla krafna sem til þeirra eru gerðar. Í þessu tilviki er greinilega nægjanlegt að viðkomandi sýni iðrun og vilja til að læra einhverja lexíu af mistökunum. Sé sem sagt góður nemandi á bankastjóralaunum. Margir hafa spurt um hver beri þá ábyrgð í máli eins og því sem hér er gert að umræðuefni. Eftir því sem best verður séð er það enn einu sinni hr. Enginn. Þrátt fyrir að hann sé vel þekktur hér á landi og komið víða við sögu hefur hann ekki enn fengið kennitölu. Hver veit nema hr. Enginn verði kominn með hana innan tíðar. Annað eins hefur nú gerst í hinu marglofaða landi tækifæranna þar sem ævintýrin gerast. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fátt er göfugra en þegar fólk viðurkennir mistök sín og iðrast af hjartans einlægni. Nú hefur bankastjóri Íslandsbanka gengið þessa píslargöngu síðustu daga og viðurkennt að hafa gert mistök við sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum og jafnvel brotið lög í því ferli. Að vísu lá þessi viðurkenning ekki fyrir fyrr en búið var að rannsaka söluna af óvilhöllum aðila og sýna fram á spillta stjórnsýslu á hæsta stigi. Þá fyrst voru mistök viðurkennd og lögð þung áhersla á að úr þessu mætti bæta og jafnvel læra einhver ósköp. En til þess að koma sjálfri sér á þurrt land aftur varð bankastjórinn að greiða á annan milljarð króna úr bankanum „sínum” til Fjármálaeftirlits Seðlabankans. Við viðskiptavinir bankans erum hins vegar vanir því að greiða sjálfir til sama banka ef okkur verður á að fara yfir á reikningi, gleymum að greiða á réttum tíma eða eitthvað enn alvarlegra. Það stafar eflaust af því að viðskiptavinir bankans eru ekki skilgreindir nemendur hans eins og raunin er með bankastjórann. Hann þarf aðeins að sína iðrun, borga fúlgur fjár úr sjóðum bankans og segjast hafa lært einhver lifandis ósköp í viðskiptafræðum og jafnvel siðfræði. Slík játning og yfirbót er greinilega talin jafngilda syndaaflausn og því engin ástæða til afsagnar enda þótt það þyki sjálfsagt í öllum löndum sem við miðum okkur við. Engu að síður eru einhverjir sem telja eðlilegt að sá eða sú sem gegnir bankastjórastöðu kunni skil á helstu leikreglum á því sviði og fari jafnvel eftir þeim. Að gera afdrifarík mistök í svo hárri stöðu ætti að hafa afleiðingar enda oft vitnað til þess að greiða þurfi slíkum stjórnendum mjög góð laun vegna mikilla krafna sem til þeirra eru gerðar. Í þessu tilviki er greinilega nægjanlegt að viðkomandi sýni iðrun og vilja til að læra einhverja lexíu af mistökunum. Sé sem sagt góður nemandi á bankastjóralaunum. Margir hafa spurt um hver beri þá ábyrgð í máli eins og því sem hér er gert að umræðuefni. Eftir því sem best verður séð er það enn einu sinni hr. Enginn. Þrátt fyrir að hann sé vel þekktur hér á landi og komið víða við sögu hefur hann ekki enn fengið kennitölu. Hver veit nema hr. Enginn verði kominn með hana innan tíðar. Annað eins hefur nú gerst í hinu marglofaða landi tækifæranna þar sem ævintýrin gerast. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar