„Prímadonnur frá Hlíðarenda“ Jón Már Ferro skrifar 24. júní 2023 17:21 Adam Pálsson, leikmaður Vals. vísir/Pawel Cieslikiewicz Adam Pálsson, leikmaður Vals, var léttur að vanda eftir öruggan sigur gegn ÍBV í rokinu í Vestmannaeyjum. Liðin léku í Bestu deild karla og eru á sitthvorum enda töflunnar eftir þrettán umferðir. Valur er í öðru sæti með 29 stig en ÍBV í næst neðsta með tíu stig. „Það var langt síðan við spiluðum og maður var orðinn spenntur að spila fótbolta aftur. Sérstaklega vegna þess að þetta var fyrsti grasleikurinn. Þótt það hafi verið mikill vindur í fyrri hálfleik þá var maður mjög spenntur fyrir þessu. Það var geggjað að ná sigri,“ segir Adam. Hann kunni að meta hrósið sem hann fékk fyrir spilamennsku síns liðs. „Takk fyrir það. Kann að meta það. Prímadonnur frá Hlíðarenda. Það er oft sagt um okkur. Við vorum með einhverja þrjátíu metra á sekúndu að harka fyrri hálfleikinn. Oft þarf að gera það til að verða meistarar. Það er gott að geta gert það líka og spilað vel líka,“ segir Adam. Aron Jóhannsson og Kristinn Sigurðsson skoruðu báðir glæsileg mörk. Segja má að vindurinn hafi hjálpað til. „Þetta voru geggjuð skot hjá Aroni og Kidda. Við vissum svosem líka að við yrðum aðeins með vindi í seinni hálfleik svo það var tækifæri til að skjóta. Við nýttum okkur það og svo róaðist leikurinn. Þetta var geggjað að ná að klára leikinn snemma og vera komnir í þægilega stöðu á 70. mínútu. Þetta er einn af erfiðustu útivöllum á Íslandi.“ Breiðablik spilaði í gær við HK inni í Kór. Adam nýtti tækifærið og skaut á Blika í léttu gríni. „Gat nú verið að Blikar hafi fengið Kórinn þegar veðrið er svona. Þetta var gjörólíkt. Það voru átján gráður og svo var þetta þvílíkur vindur hérna. Þetta er bara Ísland. Ef þú hefðir spurt mig í janúar hvernig leikurinn við ÍBV yrði. Þá hefði ég sagt að hann væri nákvæmlega svona. Við bjuggumst alveg við þessu og vorum búnir að segja fyrir leik að þetta myndi ekki skipta neinu máli,“ segir Adam að lokum. Besta deild karla Valur ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthvað er og unnu einkar öruggan sigur. 24. júní 2023 17:00 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
„Það var langt síðan við spiluðum og maður var orðinn spenntur að spila fótbolta aftur. Sérstaklega vegna þess að þetta var fyrsti grasleikurinn. Þótt það hafi verið mikill vindur í fyrri hálfleik þá var maður mjög spenntur fyrir þessu. Það var geggjað að ná sigri,“ segir Adam. Hann kunni að meta hrósið sem hann fékk fyrir spilamennsku síns liðs. „Takk fyrir það. Kann að meta það. Prímadonnur frá Hlíðarenda. Það er oft sagt um okkur. Við vorum með einhverja þrjátíu metra á sekúndu að harka fyrri hálfleikinn. Oft þarf að gera það til að verða meistarar. Það er gott að geta gert það líka og spilað vel líka,“ segir Adam. Aron Jóhannsson og Kristinn Sigurðsson skoruðu báðir glæsileg mörk. Segja má að vindurinn hafi hjálpað til. „Þetta voru geggjuð skot hjá Aroni og Kidda. Við vissum svosem líka að við yrðum aðeins með vindi í seinni hálfleik svo það var tækifæri til að skjóta. Við nýttum okkur það og svo róaðist leikurinn. Þetta var geggjað að ná að klára leikinn snemma og vera komnir í þægilega stöðu á 70. mínútu. Þetta er einn af erfiðustu útivöllum á Íslandi.“ Breiðablik spilaði í gær við HK inni í Kór. Adam nýtti tækifærið og skaut á Blika í léttu gríni. „Gat nú verið að Blikar hafi fengið Kórinn þegar veðrið er svona. Þetta var gjörólíkt. Það voru átján gráður og svo var þetta þvílíkur vindur hérna. Þetta er bara Ísland. Ef þú hefðir spurt mig í janúar hvernig leikurinn við ÍBV yrði. Þá hefði ég sagt að hann væri nákvæmlega svona. Við bjuggumst alveg við þessu og vorum búnir að segja fyrir leik að þetta myndi ekki skipta neinu máli,“ segir Adam að lokum.
Besta deild karla Valur ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthvað er og unnu einkar öruggan sigur. 24. júní 2023 17:00 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthvað er og unnu einkar öruggan sigur. 24. júní 2023 17:00