Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2023 22:44 Sæmundur Ólason, trillukarl í Grímsey. Bátur hans, Óli Óla, sést við bryggjuna. Egill Aðalsteinsson Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. Í fréttum Stöðvar 2 var Grímsey heimsótt, nyrsta verstöð Íslands, en þar byggir samfélagið á sjósókn. Sæmundur Ólason er meðal þeirra sem stunda strandveiði sumarsins. „Maí er yfirleitt mjög lélegur og jafnvel fyrriparturinn af júní. Búið að vera mjög erfitt, bæði út af veðráttu, svo bara vantar fisk á slóðina. Hann er ekkert að ganga hingað fyrr en, eins og ég segi, um miðjan júní. En við kvörtum ekkert,“ segir Sæmundur. Horft yfir höfnina í Grímsey.Egill Aðalsteinsson Í Grímsey hafa menn áhyggjur af því að strandveiðikvótinn klárist of snemma. „Besti tíminn er framundan. Og það er svolítið súrt að heyra að það sé jafnvel bara fyrsta vikan í júlí, og jafnvel ekki. Við vitum ekkert hvenær stoppið kemur.“ Um tíu strandveiðibátar eru gerðir út frá Grímsey. Einnig kemur þangað fjöldi aðkomubáta, sennilega annar eins. Sæmundur segir að í gegnum tíðina hafi þetta einkum verið bátar af Eyjafjarðarsvæðinu, frá Dalvík, Grenivík, Ólafsfirði og jafnvel Siglufirði. Séð yfir meginhluta byggðarinnar.Egill Aðalsteinsson Íbúar Grímseyjar teljast núna 55 talsins. Sjálfur er Sæmundur uppalinn í eynni en segist hafa gert margar tilraunir til þess að fara. „Ég held ég sé þrisvar sinnum búinn að tæma húsið og farið í burtu. En það er eitthvað sem dregur mig alltaf til baka. Og ég er hættur að reyna að fara. Ég er bara búinn að gefast upp fyrir því og verð bara hérna,“ segir trillukarlinn Sæmundur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akureyri Sjávarútvegur Grímsey Tengdar fréttir Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. 7. júní 2023 14:10 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Biðla til ráðherra um að opna rannsókn um flóttateymið Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var Grímsey heimsótt, nyrsta verstöð Íslands, en þar byggir samfélagið á sjósókn. Sæmundur Ólason er meðal þeirra sem stunda strandveiði sumarsins. „Maí er yfirleitt mjög lélegur og jafnvel fyrriparturinn af júní. Búið að vera mjög erfitt, bæði út af veðráttu, svo bara vantar fisk á slóðina. Hann er ekkert að ganga hingað fyrr en, eins og ég segi, um miðjan júní. En við kvörtum ekkert,“ segir Sæmundur. Horft yfir höfnina í Grímsey.Egill Aðalsteinsson Í Grímsey hafa menn áhyggjur af því að strandveiðikvótinn klárist of snemma. „Besti tíminn er framundan. Og það er svolítið súrt að heyra að það sé jafnvel bara fyrsta vikan í júlí, og jafnvel ekki. Við vitum ekkert hvenær stoppið kemur.“ Um tíu strandveiðibátar eru gerðir út frá Grímsey. Einnig kemur þangað fjöldi aðkomubáta, sennilega annar eins. Sæmundur segir að í gegnum tíðina hafi þetta einkum verið bátar af Eyjafjarðarsvæðinu, frá Dalvík, Grenivík, Ólafsfirði og jafnvel Siglufirði. Séð yfir meginhluta byggðarinnar.Egill Aðalsteinsson Íbúar Grímseyjar teljast núna 55 talsins. Sjálfur er Sæmundur uppalinn í eynni en segist hafa gert margar tilraunir til þess að fara. „Ég held ég sé þrisvar sinnum búinn að tæma húsið og farið í burtu. En það er eitthvað sem dregur mig alltaf til baka. Og ég er hættur að reyna að fara. Ég er bara búinn að gefast upp fyrir því og verð bara hérna,“ segir trillukarlinn Sæmundur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akureyri Sjávarútvegur Grímsey Tengdar fréttir Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. 7. júní 2023 14:10 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Biðla til ráðherra um að opna rannsókn um flóttateymið Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. 7. júní 2023 14:10