Segir ákvörðun ráðherrans til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. júní 2023 12:37 Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er staddur í Lundúnum en segir í samtali við fréttastofu að honum þyki ákvörðun matvælaráðherra vera til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun Matvælaráðherra um tímabundið bann við hvalveiðum vera til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu. Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni koma saman til fundar sem allra fyrst til að fá skýringar frá ráðherranum. Eftir að fagráð um velferð dýra komst að þeirri niðurstöðu á mánudag að sú veiðiaðferð sem beitt er við hvalveiðar samræmdist ekki lögum um dýravelferð ákvað Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í gær að leggja á tímabundið bann við veiðunum en vertíðin hefði átt að hefjast í dag. Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er staddur í Lundúnum en hann sagði í samtali við fréttastofu að honum þætti ákvörðun ráðherrans til marks um óeðlilega og ósanngjarna stjórnsýslu og að hann geti ekki betur séð en að ráðherrann standi á vafasömum lagalegum grunni. Atvinnuveganefnd kemur saman vegna málsins Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar segir að samstaða sé innan nefndar um að brýnt sé að hún komi saman sem fyrst. Rætt var við Stefán í hádegisfréttum. „Það hefur verið óskað eftir því af nánast öllum nefndarmönnum að nefndin fái fund með ráðherra til að fara yfir þessa ákvörðun og ástæður fyrir því að hún er tekin og gerð með þessum hætti. Sjálfum var Stefáni brugðið við ákvörðunina. „Ég hafði ekki fengið neina viðvörun um að þetta væri í bígerð og þess vegna segi ég nú það að ég held það sé mjög mikilvægt að maður átti sig á því hvað er þarna í gangi, hvaða ástæður það eru á bakvið þessa ákvörðun ráðherrans áður en maður fer að hoppa hér upp og vera með einhver stóryrði en það er alveg ljóst að þessi ákvörðun hefur mjög íþyngjandi áhrif á mjög marga sem eru hér í Norðvesturkjördæmi, það liggur alveg fyrir.“ „En hefurðu enga samúð með henni og þeirri stöðu sem hún var í eftir að fagráð um velferð dýra leggur fram sína niðurstöðu? Það er kannski ekki henni að kenna hvað þetta kemur seint frá þeim. „Nei, nákvæmlega, ráðherrann hefur væntanlega haft góðar ástæður fyrir því að taka þessa ákvörðun, það eru ástæður fyrir því að hún tekur þessa ákvörðun og það er það sem við erum að kalla eftir í nefndinni að fá að vita hverjar eru en það breytir því ekki að þessi ákvörðun hefur þessar afleiðingar að það er töluvert mikið af fólki sem er að fara að missa vinnunna í sumar sem það var búið að gera ráð fyrir og tekjur þar af leiðandi, þetta hefur slæm áhrif á stóran hóp fólks,“ segir Stefán Vagn. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Paul Watson býðst til að kaupa Hval 8 og 9 Paul Watson og samtök hans vilja kaupa hvalveiðiskip Hvals hf. og segja að það gæti orðið til hagsbóta fyrir báða aðila. 21. júní 2023 10:26 Gremja hafi kraumað undir niðri í ríkisstjórninni Matvælaráðherra telur ákvörðun hennar um að stöðva hvalveiðar tímabundið ekki stofna stjórnarsamstarfinu í hættu. Formaður Starfsgreinasambandsins segir ákvörðun ráðherra til skammar og reiðarslag fyrir starfsfólk Hvals Hf. 20. júní 2023 21:22 Svandís segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra telur umdeilda ákvörðun sína um að stöðva hvalveiðar sem áttu að hefjast á morgun ekki hafa nein áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 17:09 Teitur Björn vill kalla atvinnuveganefnd saman Verulegur urgur er nú í herbúðum Sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar. 20. júní 2023 16:36 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Eftir að fagráð um velferð dýra komst að þeirri niðurstöðu á mánudag að sú veiðiaðferð sem beitt er við hvalveiðar samræmdist ekki lögum um dýravelferð ákvað Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í gær að leggja á tímabundið bann við veiðunum en vertíðin hefði átt að hefjast í dag. Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er staddur í Lundúnum en hann sagði í samtali við fréttastofu að honum þætti ákvörðun ráðherrans til marks um óeðlilega og ósanngjarna stjórnsýslu og að hann geti ekki betur séð en að ráðherrann standi á vafasömum lagalegum grunni. Atvinnuveganefnd kemur saman vegna málsins Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar segir að samstaða sé innan nefndar um að brýnt sé að hún komi saman sem fyrst. Rætt var við Stefán í hádegisfréttum. „Það hefur verið óskað eftir því af nánast öllum nefndarmönnum að nefndin fái fund með ráðherra til að fara yfir þessa ákvörðun og ástæður fyrir því að hún er tekin og gerð með þessum hætti. Sjálfum var Stefáni brugðið við ákvörðunina. „Ég hafði ekki fengið neina viðvörun um að þetta væri í bígerð og þess vegna segi ég nú það að ég held það sé mjög mikilvægt að maður átti sig á því hvað er þarna í gangi, hvaða ástæður það eru á bakvið þessa ákvörðun ráðherrans áður en maður fer að hoppa hér upp og vera með einhver stóryrði en það er alveg ljóst að þessi ákvörðun hefur mjög íþyngjandi áhrif á mjög marga sem eru hér í Norðvesturkjördæmi, það liggur alveg fyrir.“ „En hefurðu enga samúð með henni og þeirri stöðu sem hún var í eftir að fagráð um velferð dýra leggur fram sína niðurstöðu? Það er kannski ekki henni að kenna hvað þetta kemur seint frá þeim. „Nei, nákvæmlega, ráðherrann hefur væntanlega haft góðar ástæður fyrir því að taka þessa ákvörðun, það eru ástæður fyrir því að hún tekur þessa ákvörðun og það er það sem við erum að kalla eftir í nefndinni að fá að vita hverjar eru en það breytir því ekki að þessi ákvörðun hefur þessar afleiðingar að það er töluvert mikið af fólki sem er að fara að missa vinnunna í sumar sem það var búið að gera ráð fyrir og tekjur þar af leiðandi, þetta hefur slæm áhrif á stóran hóp fólks,“ segir Stefán Vagn.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Paul Watson býðst til að kaupa Hval 8 og 9 Paul Watson og samtök hans vilja kaupa hvalveiðiskip Hvals hf. og segja að það gæti orðið til hagsbóta fyrir báða aðila. 21. júní 2023 10:26 Gremja hafi kraumað undir niðri í ríkisstjórninni Matvælaráðherra telur ákvörðun hennar um að stöðva hvalveiðar tímabundið ekki stofna stjórnarsamstarfinu í hættu. Formaður Starfsgreinasambandsins segir ákvörðun ráðherra til skammar og reiðarslag fyrir starfsfólk Hvals Hf. 20. júní 2023 21:22 Svandís segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra telur umdeilda ákvörðun sína um að stöðva hvalveiðar sem áttu að hefjast á morgun ekki hafa nein áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 17:09 Teitur Björn vill kalla atvinnuveganefnd saman Verulegur urgur er nú í herbúðum Sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar. 20. júní 2023 16:36 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Paul Watson býðst til að kaupa Hval 8 og 9 Paul Watson og samtök hans vilja kaupa hvalveiðiskip Hvals hf. og segja að það gæti orðið til hagsbóta fyrir báða aðila. 21. júní 2023 10:26
Gremja hafi kraumað undir niðri í ríkisstjórninni Matvælaráðherra telur ákvörðun hennar um að stöðva hvalveiðar tímabundið ekki stofna stjórnarsamstarfinu í hættu. Formaður Starfsgreinasambandsins segir ákvörðun ráðherra til skammar og reiðarslag fyrir starfsfólk Hvals Hf. 20. júní 2023 21:22
Svandís segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra telur umdeilda ákvörðun sína um að stöðva hvalveiðar sem áttu að hefjast á morgun ekki hafa nein áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 17:09
Teitur Björn vill kalla atvinnuveganefnd saman Verulegur urgur er nú í herbúðum Sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar. 20. júní 2023 16:36