Söguleg endurkoma Moldóvu gegn Póllandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2023 13:30 Moldóva vann vægast sagt óvæntan sigur. Harry Langer/Getty Images Segja má að sigur Moldóvu á Póllandi í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Sérstaklega ef horft er til þess að Pólverjar voru 2-0 yfir í hálfleik. Á Chişinău-vellinum í Moldóvu voru 9442 sálir mættar til að sjá heimaliðið taka á móti Póllandi. Moldóva var með tvö stig að loknum þremur leikjum á meðan Pólland var með þrjú að loknum tveimur. Fyrir fram var búist við nokkuð öruggum sigri gestanna enda þeir í 23. sæti heimslista FIFA. Á meðan Moldóva situr í 171. sæti af 211 þjóðum. Sigurinn svo sannarlega sögulegur og hvað þá ef horft er í hvaða þjóðir Moldóva hefur unnið undanfarin misseri og ár. The FIFA rankings of the last five teams Moldova have beaten: Azerbaijan: 124 Andorra: 153 Latvia: 132 Liechenstein: 199 Poland: 23A truly historic night. pic.twitter.com/G8o6TND3Qh— Squawka Live (@Squawka_Live) June 20, 2023 Síðustu sigurleikir liðsins komu í Þjóðadeildinni þar sem Moldóva lagði Liechtenstein tvívegis, Lettland og Andorra. Fara þarf aftur til 8. júní árið 2019 til að finna síðasta sigurleik liðsins í undankeppni EM eða HM. Sá kom gegn Andorra og var eini sigur liðsins í þeirri undankeppni. Fara þarf alla leið aftur til 2013 til að finna sigur í undankeppni sem kom ekki gegn San Marínó eða Andorra. Þá vann Moldóva óvæntan 5-2 útisigur á Svartfjallalandi. Til að gera sigurinn á Póllandi enn sætari þá kom Moldóva til baka eftir að lenda 2-0 undir. Báðir framherjar Póllands, Robert Lewandowski og Arkadiusz Milik, skoruðu í fyrri hálfleik og virtist leiknum einfaldlega lokið. Allt kom fyrir ekki en Ion Nicolaescu skoraði tvívegis og jafnaði þar með metin áður en varnarmaðurinn Vladyslav Baboglo tryggði Moldóvu einn fræknasta sigur í sögu þjóðarinnar. Historic night for Moldova - one of Europe's worst teams with a FIFA rank of 171 - as they come from two down to BEAT 23rd-ranked Poland, 148 places above them in the rankings!!!It is the first time they have come from two goals down to win a competitive game this century!!! pic.twitter.com/G7xXQ1lUub— The Sweeper (@SweeperPod) June 20, 2023 Sigurinn lyfti Moldóvu upp í 3. sæti E-riðils með 5 stig, tveimur meira en Pólland sem á leik til góða. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Sjá meira
Á Chişinău-vellinum í Moldóvu voru 9442 sálir mættar til að sjá heimaliðið taka á móti Póllandi. Moldóva var með tvö stig að loknum þremur leikjum á meðan Pólland var með þrjú að loknum tveimur. Fyrir fram var búist við nokkuð öruggum sigri gestanna enda þeir í 23. sæti heimslista FIFA. Á meðan Moldóva situr í 171. sæti af 211 þjóðum. Sigurinn svo sannarlega sögulegur og hvað þá ef horft er í hvaða þjóðir Moldóva hefur unnið undanfarin misseri og ár. The FIFA rankings of the last five teams Moldova have beaten: Azerbaijan: 124 Andorra: 153 Latvia: 132 Liechenstein: 199 Poland: 23A truly historic night. pic.twitter.com/G8o6TND3Qh— Squawka Live (@Squawka_Live) June 20, 2023 Síðustu sigurleikir liðsins komu í Þjóðadeildinni þar sem Moldóva lagði Liechtenstein tvívegis, Lettland og Andorra. Fara þarf aftur til 8. júní árið 2019 til að finna síðasta sigurleik liðsins í undankeppni EM eða HM. Sá kom gegn Andorra og var eini sigur liðsins í þeirri undankeppni. Fara þarf alla leið aftur til 2013 til að finna sigur í undankeppni sem kom ekki gegn San Marínó eða Andorra. Þá vann Moldóva óvæntan 5-2 útisigur á Svartfjallalandi. Til að gera sigurinn á Póllandi enn sætari þá kom Moldóva til baka eftir að lenda 2-0 undir. Báðir framherjar Póllands, Robert Lewandowski og Arkadiusz Milik, skoruðu í fyrri hálfleik og virtist leiknum einfaldlega lokið. Allt kom fyrir ekki en Ion Nicolaescu skoraði tvívegis og jafnaði þar með metin áður en varnarmaðurinn Vladyslav Baboglo tryggði Moldóvu einn fræknasta sigur í sögu þjóðarinnar. Historic night for Moldova - one of Europe's worst teams with a FIFA rank of 171 - as they come from two down to BEAT 23rd-ranked Poland, 148 places above them in the rankings!!!It is the first time they have come from two goals down to win a competitive game this century!!! pic.twitter.com/G7xXQ1lUub— The Sweeper (@SweeperPod) June 20, 2023 Sigurinn lyfti Moldóvu upp í 3. sæti E-riðils með 5 stig, tveimur meira en Pólland sem á leik til góða.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Sjá meira