Aðeins sjö greiddu atkvæði gegn Partygate-skýrslunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2023 07:26 Segja má að Johnson hafi sætt niðurlægingu á þinginu í gær þegar aðeins sjö greiddu atkvæði gegn skýrslunni þar sem hann er harðlega gagnrýndur og sakaður um óheiðarleika. AP/Matt Dunham Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, mátti þola hálfgerða niðurlægingu í gær þegar skýrsla þverpólitískrar þingnefndar um framgöngu Johnson í svokölluðu „Partygate“-máli var samþykkt með næstum öllum greiddum atkvæðum. Þingnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Johnson hefði komið óheiðarlega fram þegar hann svaraði fyrir teiti sem haldin voru í Downing-stræti á sama tíma og Bretar sættu hörðum sóttvarnaraðgerðum; hunsað sannleikann og freistað þess að túlka reglur til að falla að eigin frásögn. Þrátt fyrir að leiðtogar Íhaldsflokksins hefðu sagt að þingmenn flokksins gengu óbundnir til atkvæðagreiðslunnar og ættu að hlusta á samvisku sína höfðu stuðningsmenn Johnson haft í hótunum um að þeir sem greiddu atkvæði með skýrslunni myndu sæta afleiðingum. Britain's parliament delivered another blow to the political career of former prime minister Boris Johnson when it endorsed a report that concluded that he deliberately lied over rule-breaking parties https://t.co/pLB8GQnosT pic.twitter.com/Ibo40fgJzk— Reuters (@Reuters) June 20, 2023 Hótanirnar virðast ekki hafa haft tilskilin áhrif en 354 þingmenn greiddu atkvæði með skýrslunni og aðeins sjö á móti. Í bili virðist sem Johnson einn verði sá sem þarf að taka afleiðingum gjörða sinna en í refsingarskyni fyrir óheiðarleika sinn verður hann sviptur aðgengi að Westminster. Rishi Sunak forsætisráðherra og aðrir ráðherrar voru fjarri góðu gamni þegar atkvæðagreiðslan fór fram og fengu bágt fyrir frá Verkamannaflokknum. Þá voru samflokksmenn Johnson ófeimnir við að segja honum til syndanna án þess þó að nefna hann á nafn en Theresa May, forveri Johnson í embætti, biðlaði til þingmanna um að láta ekki vinskap birgja sér sýn; það væri mikilvægt að sýna að gripið væri til aðgerða þegar menn, hversu háttsettir sem þeir væru, gerðu rangt. Fleiri voru harðorðir en Angela Richardson, þingmaður Íhaldsflokksins, var ekki síst gagnrýnin á þá staðreynd að þeir sem sátu í þingnefndinni hefðu þurft á aukinni öryggisgæslu að halda eftir að Johnson sagði af sér þingmennsku í fússi og gagnrýndi skýrsluhöfunda opinberlega. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Þingnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Johnson hefði komið óheiðarlega fram þegar hann svaraði fyrir teiti sem haldin voru í Downing-stræti á sama tíma og Bretar sættu hörðum sóttvarnaraðgerðum; hunsað sannleikann og freistað þess að túlka reglur til að falla að eigin frásögn. Þrátt fyrir að leiðtogar Íhaldsflokksins hefðu sagt að þingmenn flokksins gengu óbundnir til atkvæðagreiðslunnar og ættu að hlusta á samvisku sína höfðu stuðningsmenn Johnson haft í hótunum um að þeir sem greiddu atkvæði með skýrslunni myndu sæta afleiðingum. Britain's parliament delivered another blow to the political career of former prime minister Boris Johnson when it endorsed a report that concluded that he deliberately lied over rule-breaking parties https://t.co/pLB8GQnosT pic.twitter.com/Ibo40fgJzk— Reuters (@Reuters) June 20, 2023 Hótanirnar virðast ekki hafa haft tilskilin áhrif en 354 þingmenn greiddu atkvæði með skýrslunni og aðeins sjö á móti. Í bili virðist sem Johnson einn verði sá sem þarf að taka afleiðingum gjörða sinna en í refsingarskyni fyrir óheiðarleika sinn verður hann sviptur aðgengi að Westminster. Rishi Sunak forsætisráðherra og aðrir ráðherrar voru fjarri góðu gamni þegar atkvæðagreiðslan fór fram og fengu bágt fyrir frá Verkamannaflokknum. Þá voru samflokksmenn Johnson ófeimnir við að segja honum til syndanna án þess þó að nefna hann á nafn en Theresa May, forveri Johnson í embætti, biðlaði til þingmanna um að láta ekki vinskap birgja sér sýn; það væri mikilvægt að sýna að gripið væri til aðgerða þegar menn, hversu háttsettir sem þeir væru, gerðu rangt. Fleiri voru harðorðir en Angela Richardson, þingmaður Íhaldsflokksins, var ekki síst gagnrýnin á þá staðreynd að þeir sem sátu í þingnefndinni hefðu þurft á aukinni öryggisgæslu að halda eftir að Johnson sagði af sér þingmennsku í fússi og gagnrýndi skýrsluhöfunda opinberlega. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira