Vinstri stjórn Spánar heldur velli samkvæmt skoðanakönnunum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 17. júní 2023 14:31 Yolanda Díaz, atvinnumálaráðherra og varaforsætisráðherra Spánar og Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar. A. Perez Meca/Getty Images) Nýjar skoðanakannanir benda til þess að ríkisstjórn sósíalista haldi velli í þingkosningunum eftir mánuð. Fyrir viku bentu skoðanakannanir til hins gagnstæða. Vika er langur tími Það sannast enn og aftur að vika er langur tími í pólitík. Fyrir viku bentu fyrstu skoðanakannanir til þess, eftir að Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, boðaði óvænt til kosninga þann 23. júlí, að samsteypustjórn vinstri flokkanna, sú fyrsta á lýðveldistímanum, myndi falla. Síðan þá hefur þrennt gerst sem virðist hafa snúið dæminu við. 16 flokkar á vinstri vængnum sameinast Í fyrsta lagi hafa sósíalistar hamrað á þeirri grýlu að nái hægri vængurinn meirihluta þá verði ekki hægt að mynda stjórn án öfgahægriflokksins VOX og að þar með sé þjóðin á hraðri leið aftur í stjórnarfar Franco-tímabilsins sem kennt var við fasisma. Í öðru lagi þá tókst heilum 16 smáum vinstri flokkum vestan við sósíalista að komast að samkomulagi um sameiginlegt framboð. Það hefur aldrei gerst áður og má án nokkurs vafa rekja til hræðslu þessara flokka við að bjóði þeir fram hver í sínu lagi þá muni það stuðla að hægri stjórn eftir kosningar. VOX vill nema lög um jafnrétti og þungunarrof úr gildi Í þriðja lagi þá hefur það gerst víða á Spáni á liðnum dögum að hinn borgaralegi hægri flokkur, Lýðflokkurinn, og öfgahægriflokkurinn VOX hafa náð samkomulagi um meirihluta í nokkrum héruðum og borgum Spánar. Þar með ómar enn hærra en áður stefna VOX, en flokkurinn hefur boðað að komist hann til valda í ríkisstjórn þá verði öllum nýlegum lögum um aukið jafnrétti snarlega snúið við sem og lögum sem tryggja réttindi hinsegin fólks. Lög um þungunarrof verði sömuleiðs felld úr gildi og ráðuneyti neytendamála og jafnréttis lögð niður. Hafna því að kynbundið ofbeldi fyrirfinnist Þá hafnar flokkurinn því alfarið að á Spáni sé til eitthvað sem heitir kynbundið ofbeldi, en um það hefur ríkt nokkuð þétt samstaða á spænska þinginu að sé þvílíkt samfélagsmein að skera verði upp herör gegn því. Á þessu ári hafa 20 konur verið myrtar af maka sínum og yfir 1.200 konur síðan 2003. Síðast í þessari viku hélt þingmaður VOX í Valencia-héraði, þar sem flokkurinn myndaði meirihluta með Lýðflokknum í vikunni, því fram í fréttum ríkissjónvarpsins að kynbundið ofbeldi karla gegn konum væri tómur hugarburður. Rétt er að geta þess að oddviti flokksins í Valencia hefur hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi eiginkonu sinni. Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Mikil hægrisveifla knýr fram þingkosningar á Spáni Allt stefnir í gríðarlega harða og snarpa kosningabaráttu fyrir þingkosningar á Spáni í næsta mánuði. Talsverðar líkur eru á að öfgahægriflokkurinn VOX komist í ríkisstjórn í fyrsta sinn. 4. júní 2023 16:31 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Vika er langur tími Það sannast enn og aftur að vika er langur tími í pólitík. Fyrir viku bentu fyrstu skoðanakannanir til þess, eftir að Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, boðaði óvænt til kosninga þann 23. júlí, að samsteypustjórn vinstri flokkanna, sú fyrsta á lýðveldistímanum, myndi falla. Síðan þá hefur þrennt gerst sem virðist hafa snúið dæminu við. 16 flokkar á vinstri vængnum sameinast Í fyrsta lagi hafa sósíalistar hamrað á þeirri grýlu að nái hægri vængurinn meirihluta þá verði ekki hægt að mynda stjórn án öfgahægriflokksins VOX og að þar með sé þjóðin á hraðri leið aftur í stjórnarfar Franco-tímabilsins sem kennt var við fasisma. Í öðru lagi þá tókst heilum 16 smáum vinstri flokkum vestan við sósíalista að komast að samkomulagi um sameiginlegt framboð. Það hefur aldrei gerst áður og má án nokkurs vafa rekja til hræðslu þessara flokka við að bjóði þeir fram hver í sínu lagi þá muni það stuðla að hægri stjórn eftir kosningar. VOX vill nema lög um jafnrétti og þungunarrof úr gildi Í þriðja lagi þá hefur það gerst víða á Spáni á liðnum dögum að hinn borgaralegi hægri flokkur, Lýðflokkurinn, og öfgahægriflokkurinn VOX hafa náð samkomulagi um meirihluta í nokkrum héruðum og borgum Spánar. Þar með ómar enn hærra en áður stefna VOX, en flokkurinn hefur boðað að komist hann til valda í ríkisstjórn þá verði öllum nýlegum lögum um aukið jafnrétti snarlega snúið við sem og lögum sem tryggja réttindi hinsegin fólks. Lög um þungunarrof verði sömuleiðs felld úr gildi og ráðuneyti neytendamála og jafnréttis lögð niður. Hafna því að kynbundið ofbeldi fyrirfinnist Þá hafnar flokkurinn því alfarið að á Spáni sé til eitthvað sem heitir kynbundið ofbeldi, en um það hefur ríkt nokkuð þétt samstaða á spænska þinginu að sé þvílíkt samfélagsmein að skera verði upp herör gegn því. Á þessu ári hafa 20 konur verið myrtar af maka sínum og yfir 1.200 konur síðan 2003. Síðast í þessari viku hélt þingmaður VOX í Valencia-héraði, þar sem flokkurinn myndaði meirihluta með Lýðflokknum í vikunni, því fram í fréttum ríkissjónvarpsins að kynbundið ofbeldi karla gegn konum væri tómur hugarburður. Rétt er að geta þess að oddviti flokksins í Valencia hefur hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi eiginkonu sinni.
Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Mikil hægrisveifla knýr fram þingkosningar á Spáni Allt stefnir í gríðarlega harða og snarpa kosningabaráttu fyrir þingkosningar á Spáni í næsta mánuði. Talsverðar líkur eru á að öfgahægriflokkurinn VOX komist í ríkisstjórn í fyrsta sinn. 4. júní 2023 16:31 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Mikil hægrisveifla knýr fram þingkosningar á Spáni Allt stefnir í gríðarlega harða og snarpa kosningabaráttu fyrir þingkosningar á Spáni í næsta mánuði. Talsverðar líkur eru á að öfgahægriflokkurinn VOX komist í ríkisstjórn í fyrsta sinn. 4. júní 2023 16:31