Hamrarnir vilja meira fyrir Rice en Skytturnar eru að bjóða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2023 13:31 Sambandsdeildarmeistarinn Rice er eftirsóttur. Richard Heathcote/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United hefur neitað fyrsta tilboði Arsenal í enska miðjumanninn Declan Rice. Englandsmeistarar Manchester City fylgjast náið með gangi mála. Arsenal hefur verið með hinn 24 ára gamla Rice á óskalista sínum í dágóða stund nú. Í dag var staðfest að Skytturnar hefðu boðið í leikmanninn en Hamrarnir hafi neitað tilboðinu þá og þegar. Frá þessu greinir David Ornstein hjá The Athletic. EXCL: Arsenal have made opening offer to sign Declan Rice from West Ham. Tim Lewis & Karren Brady held talks at PL AGM (though Edu + Richard Garlick leading process). Man City now actively exploring own approach for 24yo @TheAthleticFC #WHUFC #AFC #MCFC https://t.co/pAYw3zTU7t— David Ornstein (@David_Ornstein) June 15, 2023 Eftir að West Ham vann Sambandsdeild Evrópu á dögunum staðfesti David Sullivan, eigandi Hamranna, að Rice hefði spilað sinn síðasta leik fyrir félagið og að hann myndi yfirgefa það í sumar. Þrátt fyrir að eiga aðeins ár eftir af samningi sínum við West Ham er talið að félagið vilji meira en 100 milljónir punda [17,5 milljarða íslenskra króna] fyrir miðjumanninn öfluga. Í febrúar sagði David Moyes að það þyrfti að Rice yrði að öllum líkindum dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en skömmu áður hafði Chelsea keypt Enzo Fernandes á 107 milljónir punda. Rice hóf að spila með West Ham árið 2017 og hefur alls spilað 245 leiki fyrir félagið. Hann er uppalinn hjá Chelsea en gæti í haust spilað fyrir þriðja Lundúnafélagið. Það er ef Manchester City stígur ekki inn en Englandsmeistararnir eru taldir vera að vega og meta hvort þeir vilji bjóða í leikmanninn eður ei. Manchester City are actively exploring an approach for Declan Rice, according to reports— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 15, 2023 Gæti farið svo að Kalvin Phillips færi í hina áttina en hann gekk til liðs við Man City síðasta sumar en hefur ekki átt sjö dagana sæla. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Félagaskiptagluggi Englands opnaður: Stór nöfn gætu verið á faraldsfæti Félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeilda karla og kvenna í knattspyrnu hefur verið opnaður og má búast við flugeldum. Fjöldi stórra nafna mun skipta um lið í sumar fyrir upphæðir með svo mörgum núllum að við almúginn skiljum þær varla. Í tilefni þess tók Sky Sports saman hvaða 50 leikmenn er vert að fylgjast sérstaklega með í sumar. 14. júní 2023 12:01 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Sjá meira
Arsenal hefur verið með hinn 24 ára gamla Rice á óskalista sínum í dágóða stund nú. Í dag var staðfest að Skytturnar hefðu boðið í leikmanninn en Hamrarnir hafi neitað tilboðinu þá og þegar. Frá þessu greinir David Ornstein hjá The Athletic. EXCL: Arsenal have made opening offer to sign Declan Rice from West Ham. Tim Lewis & Karren Brady held talks at PL AGM (though Edu + Richard Garlick leading process). Man City now actively exploring own approach for 24yo @TheAthleticFC #WHUFC #AFC #MCFC https://t.co/pAYw3zTU7t— David Ornstein (@David_Ornstein) June 15, 2023 Eftir að West Ham vann Sambandsdeild Evrópu á dögunum staðfesti David Sullivan, eigandi Hamranna, að Rice hefði spilað sinn síðasta leik fyrir félagið og að hann myndi yfirgefa það í sumar. Þrátt fyrir að eiga aðeins ár eftir af samningi sínum við West Ham er talið að félagið vilji meira en 100 milljónir punda [17,5 milljarða íslenskra króna] fyrir miðjumanninn öfluga. Í febrúar sagði David Moyes að það þyrfti að Rice yrði að öllum líkindum dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en skömmu áður hafði Chelsea keypt Enzo Fernandes á 107 milljónir punda. Rice hóf að spila með West Ham árið 2017 og hefur alls spilað 245 leiki fyrir félagið. Hann er uppalinn hjá Chelsea en gæti í haust spilað fyrir þriðja Lundúnafélagið. Það er ef Manchester City stígur ekki inn en Englandsmeistararnir eru taldir vera að vega og meta hvort þeir vilji bjóða í leikmanninn eður ei. Manchester City are actively exploring an approach for Declan Rice, according to reports— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 15, 2023 Gæti farið svo að Kalvin Phillips færi í hina áttina en hann gekk til liðs við Man City síðasta sumar en hefur ekki átt sjö dagana sæla.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Félagaskiptagluggi Englands opnaður: Stór nöfn gætu verið á faraldsfæti Félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeilda karla og kvenna í knattspyrnu hefur verið opnaður og má búast við flugeldum. Fjöldi stórra nafna mun skipta um lið í sumar fyrir upphæðir með svo mörgum núllum að við almúginn skiljum þær varla. Í tilefni þess tók Sky Sports saman hvaða 50 leikmenn er vert að fylgjast sérstaklega með í sumar. 14. júní 2023 12:01 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Sjá meira
Félagaskiptagluggi Englands opnaður: Stór nöfn gætu verið á faraldsfæti Félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeilda karla og kvenna í knattspyrnu hefur verið opnaður og má búast við flugeldum. Fjöldi stórra nafna mun skipta um lið í sumar fyrir upphæðir með svo mörgum núllum að við almúginn skiljum þær varla. Í tilefni þess tók Sky Sports saman hvaða 50 leikmenn er vert að fylgjast sérstaklega með í sumar. 14. júní 2023 12:01