Johnson harðlega gagnrýndur og mögulega sviptur aðgengi að Westminster Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júní 2023 10:37 Johnson virðist æfareiður vegna skýrslunnar og hefur talað um „pólitíska aftöku“. AP/Frank Augstein Boris Johnson var óheiðarlegur í svörum sínum um svokallað „Partygate“-mál og tók þátt í herferð til að ógna og grafa undan þingmönnum sem höfðu málið til rannsóknar. Þetta eru niðurstöður þingnefndar sem hefur rannsakað framgöngu forsætisráðherrans fyrrverandi. Hin þverpólitíska nefnd kemst að þeirri niðurstöðu að Johnson hafi „lokað augunum fyrir sannleikanum“ og hafði ákveðið að setja hann í 90 daga bann frá þinginu áður en hann sagði af sér þingmennsku að eigin frumkvæði þegar ljóst var í hvað stefndi. Samkvæmt nefndinni gaf Johnson ekki aðeins misvísandi svör um brot á sóttvarnarreglum í Downingstræti 10, heldur afvegaleiddi hann þingnefndina sjálfa, braut gegn reglum með því að leka upplýsingum úr skýrslu nefndarinnar í síðustu viku og gróf þar með undan lýðræðislegu hlutverki þingsins. Nefndin hefur lagt það til að Johnson verði sviptur passanum sem veitir fyrrverandi þingmönnum aðgang að Westminster. Þá hefur Verkamannaflokkurinn krafist þess að Johnson endurgreiði þau 245 þúsund pund sem skattgreiðendur hafa greitt í lögmannskostnað fyrir hann og Frjálslyndi demókrataflokkurinn kallað eftir því að hann verði sviptur 115 þúsund punda árlegri greiðslu sem fyrrverandi forsætisráðherra. "It is a dreadful day to see a former Prime Minister attacking Parliament."Former Conservative MP and Attorney General Dominic Grieve reacts to the Privileges Committee's report on Boris Johnson misleading the Commons over partygate.https://t.co/PAiZ4D1jU3 Sky 501 pic.twitter.com/az407k3sv3— Sky News (@SkyNews) June 15, 2023 Í skýrslu þingnefndarinnar segir að Johnson hafi ítrekað verið vísvítandi misvísandi í svörum sínum varðandi Partygate og að fullyrðing hans um að hann hefði talið að öll þau samkvæmi sem voru haldin í Downingstræti hefðu verið í samræmi við sóttvarnareglur ættu enga stoð í raunveruleikanum. Þá hefðu árásir hans á nefndina og störf hennar jafngilt árás á lýðræðislegar stofnanir ríkisins. Í skýrslunni er þess getið að stjórnvöld upplýstu í síðasta mánuði um sextán samkomur til viðbótar, sem Johnson hefur sagt að hafi verið nauðsynlegar þar sem eiginkona hans var ólétt. Nefndin segir að ef í ljós komi að sú fullyrðing sé ósönn, hafi Johnson enn og aftur gerst sekur um að vanvirða þingið. Nefndin gagnrýnir Johnson fyrir að hafa viljandi hunsað sannleikann og sakar hann um að hafa freistað þess að endurskrifa reglurnar til að passa því sem hann vildi meina að hefði átt sér stað. Í kjölfar grófra árása Johnson og stuðningsmanna hans á nefndarmenn hefði verið til skoðunar að auka öryggi þeirra. Íhaldsmaðurinn Penny Mordaunt, forseti þingsins, hefur sagt að þingmönnum verði í sjálfsvald sett hvernig þeir greiða atkvæði þegar skýrslan verður tekin fyrir. Hún segir að menn verði að gera það sem þeir telja rétt og að ekki ætti að setja þrýsting á þingmenn að kjósa á einn veg eða annan. Ítarlega frétt um málið má finna á Guardian. Bretland Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Hin þverpólitíska nefnd kemst að þeirri niðurstöðu að Johnson hafi „lokað augunum fyrir sannleikanum“ og hafði ákveðið að setja hann í 90 daga bann frá þinginu áður en hann sagði af sér þingmennsku að eigin frumkvæði þegar ljóst var í hvað stefndi. Samkvæmt nefndinni gaf Johnson ekki aðeins misvísandi svör um brot á sóttvarnarreglum í Downingstræti 10, heldur afvegaleiddi hann þingnefndina sjálfa, braut gegn reglum með því að leka upplýsingum úr skýrslu nefndarinnar í síðustu viku og gróf þar með undan lýðræðislegu hlutverki þingsins. Nefndin hefur lagt það til að Johnson verði sviptur passanum sem veitir fyrrverandi þingmönnum aðgang að Westminster. Þá hefur Verkamannaflokkurinn krafist þess að Johnson endurgreiði þau 245 þúsund pund sem skattgreiðendur hafa greitt í lögmannskostnað fyrir hann og Frjálslyndi demókrataflokkurinn kallað eftir því að hann verði sviptur 115 þúsund punda árlegri greiðslu sem fyrrverandi forsætisráðherra. "It is a dreadful day to see a former Prime Minister attacking Parliament."Former Conservative MP and Attorney General Dominic Grieve reacts to the Privileges Committee's report on Boris Johnson misleading the Commons over partygate.https://t.co/PAiZ4D1jU3 Sky 501 pic.twitter.com/az407k3sv3— Sky News (@SkyNews) June 15, 2023 Í skýrslu þingnefndarinnar segir að Johnson hafi ítrekað verið vísvítandi misvísandi í svörum sínum varðandi Partygate og að fullyrðing hans um að hann hefði talið að öll þau samkvæmi sem voru haldin í Downingstræti hefðu verið í samræmi við sóttvarnareglur ættu enga stoð í raunveruleikanum. Þá hefðu árásir hans á nefndina og störf hennar jafngilt árás á lýðræðislegar stofnanir ríkisins. Í skýrslunni er þess getið að stjórnvöld upplýstu í síðasta mánuði um sextán samkomur til viðbótar, sem Johnson hefur sagt að hafi verið nauðsynlegar þar sem eiginkona hans var ólétt. Nefndin segir að ef í ljós komi að sú fullyrðing sé ósönn, hafi Johnson enn og aftur gerst sekur um að vanvirða þingið. Nefndin gagnrýnir Johnson fyrir að hafa viljandi hunsað sannleikann og sakar hann um að hafa freistað þess að endurskrifa reglurnar til að passa því sem hann vildi meina að hefði átt sér stað. Í kjölfar grófra árása Johnson og stuðningsmanna hans á nefndarmenn hefði verið til skoðunar að auka öryggi þeirra. Íhaldsmaðurinn Penny Mordaunt, forseti þingsins, hefur sagt að þingmönnum verði í sjálfsvald sett hvernig þeir greiða atkvæði þegar skýrslan verður tekin fyrir. Hún segir að menn verði að gera það sem þeir telja rétt og að ekki ætti að setja þrýsting á þingmenn að kjósa á einn veg eða annan. Ítarlega frétt um málið má finna á Guardian.
Bretland Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“