Fá engan strandhjólastól í Holtsfjöru Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júní 2023 16:29 Strandhjólastóll kostar hátt í milljón krónur. Getty Ísafjarðarbær hefur hafnað því að kaupa sérstakan strandhjólastól fyrir Holtsfjöru í Önundarfirði. Telur bærinn það ekki vera hluta af grunnþjónustunni. Velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar tók málið fyrir á fundi sínum þann 8. júní. Hafði sveitarfélaginu borist erindi frá einstaklingi um að þörf væri fyrir strandhjólastól í Holtsfjöru til þess að aðgengi yrði tryggt fyrir alla. Bent var á að Holtsfjara sé vinsælt útivistarsvæði fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar og ferðafólk. Reykjavíkurborg hafi tryggt aðgengi fyrir fatlaða að Nauthólsvík með þessum hætti. Strandhjólastóll, með baki sem hægt er að halla og lyftanlegum fótstuðningi, kostar tæplega 970 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Markaðsstofu Vestfjarða er fegurð Önundarfjarðar einkum Holtsfjöru að þakka. En fjaran er þakin gulleitum skeljasandi. „Heimsókn í Holtsfjöru á góðum sumardegi getur verið eins og að vera á Spáni. Trébryggjan í Holti er einnig einn mest myndaði staður á Vestfjörðum,“ segir á vefsíðu Markaðsstofunnar. Eiga ekki fjöruna Skemmst er frá því að segja að velferðarnefndin hafnaði beiðninni með vísan til þess að þetta væri ekki hluti af grunnþjónustu sem sveitarfélaginu beri að veita. Holtsfjara í Önundarfirði er vinsæll ferðamannastaður en ekki skilgreint útivistarsvæði samkvæmt Ísafjarðarbæ.Markaðsstofa Vestfjarða Í minnisblaði Ísafjarðarbæjar kemur fram að Ísafjarðarbær hafi enga formlega aðkomu að Holtsfjöru, enda ekki eigandi landsins sem fjaran tilheyrir. Þá sé engin aðstaða fyrir hendi, svo sem salerni, geymslur, sturtur eða búningsaðstaða. „Því fellur Holtsfjara ekki undir skilgreint útivistarsvæði,“ segir í minnisblaðinu. Einnig að Holtsfjara sé viðkvæmt varpsvæði fugla og aðgangur ekki leyfður í apríl, maí og fram í júnímánuð. „Ef frekari athugun á að fara fram í tengslum við erindið þarf að liggja fyrir formleg afstaða eigenda um nýtingu á Holtsfjöru og hvort ætlunin sé að útbúa einhvers konar útivistaraðstöðu,“ segir í minnisblaðinu. Ísafjarðarbær Málefni fatlaðs fólks Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar tók málið fyrir á fundi sínum þann 8. júní. Hafði sveitarfélaginu borist erindi frá einstaklingi um að þörf væri fyrir strandhjólastól í Holtsfjöru til þess að aðgengi yrði tryggt fyrir alla. Bent var á að Holtsfjara sé vinsælt útivistarsvæði fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar og ferðafólk. Reykjavíkurborg hafi tryggt aðgengi fyrir fatlaða að Nauthólsvík með þessum hætti. Strandhjólastóll, með baki sem hægt er að halla og lyftanlegum fótstuðningi, kostar tæplega 970 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Markaðsstofu Vestfjarða er fegurð Önundarfjarðar einkum Holtsfjöru að þakka. En fjaran er þakin gulleitum skeljasandi. „Heimsókn í Holtsfjöru á góðum sumardegi getur verið eins og að vera á Spáni. Trébryggjan í Holti er einnig einn mest myndaði staður á Vestfjörðum,“ segir á vefsíðu Markaðsstofunnar. Eiga ekki fjöruna Skemmst er frá því að segja að velferðarnefndin hafnaði beiðninni með vísan til þess að þetta væri ekki hluti af grunnþjónustu sem sveitarfélaginu beri að veita. Holtsfjara í Önundarfirði er vinsæll ferðamannastaður en ekki skilgreint útivistarsvæði samkvæmt Ísafjarðarbæ.Markaðsstofa Vestfjarða Í minnisblaði Ísafjarðarbæjar kemur fram að Ísafjarðarbær hafi enga formlega aðkomu að Holtsfjöru, enda ekki eigandi landsins sem fjaran tilheyrir. Þá sé engin aðstaða fyrir hendi, svo sem salerni, geymslur, sturtur eða búningsaðstaða. „Því fellur Holtsfjara ekki undir skilgreint útivistarsvæði,“ segir í minnisblaðinu. Einnig að Holtsfjara sé viðkvæmt varpsvæði fugla og aðgangur ekki leyfður í apríl, maí og fram í júnímánuð. „Ef frekari athugun á að fara fram í tengslum við erindið þarf að liggja fyrir formleg afstaða eigenda um nýtingu á Holtsfjöru og hvort ætlunin sé að útbúa einhvers konar útivistaraðstöðu,“ segir í minnisblaðinu.
Ísafjarðarbær Málefni fatlaðs fólks Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent