Stígðu fram og taktu pláss Grace Achieng skrifar 12. júní 2023 12:00 Ég var kosin í stjórn Félag kvenna í atvinnulífinu - FKA með meirihluta atkvæða, 177 af 294 til að vera nákvæm. Ég er svo þakklát fyrir að félagskonur FKA hafi tekið eftir vinnu minni innan félagsins og ekki síður séð þörfina fyrir aukna fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu enda er FKA hreyfiafl jákvæðra breytinga. Ég fékk þessa kosningu vegna þess að ég þorði að rétti upp hönd, eitthvað sem konur af erlendum uppruna þora ekki alltaf að gera, sérstaklega þær sem ekki eru hvítar. Ég vil nota stjórnarsæti mitt til að standa í forsvari fyrir þá sem eru minni máttar og eru ósýnileg í samfélaginu. Ég tengi við konuna sem hefur alltaf setið aftast, hikandi við að stíga fram og tala af ótta við að segja eitthvað vitlaust. Ég vil sýna að allir geta stigið fram og látið í sér heyra. Ég vil sýna stúlkum og konum að þú getur rétt upp hönd og látið í þér heyra óháð þjóðerni, kynþætti, samfélagsstöðu eða hvaða skilgreiningu sem er. Bara þorðu að stíga fram og taka pláss. Þar að auki tel ég mig þurfa að tala fyrir hönd kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaðnum og sérstaklega þeirra sem ekki eru hvítar á hörund. Konur af erlendum uppruna eru minnihlutahópur sem þurfa á fleiri málsvörum að halda. En innan þess hóps lendir fólk líka í ákveðinni goggunarröð eftir húðlit, í efsta þrepinu eru hvítir Bandaríkjamenn, Bretar, Kanadabúar og aðrir vestur Evrópubúar. Þar á eftir koma austur Evrópubúar, síðan Asíubúar og brúnt / svart fólk sem rekur lestina. Því dekkri sem húðin er því neðar ertu í fæðukeðjunni. Þrátt fyrir að vera með menntun og standast hæfniskröfur erum við ekki ráðin í fínni störf, þurfum að sætta okkur við láglaunastörf sem hafa litla möguleika til framþróunar til þess að geta greitt reikninga og dregið fram lífið. Tungumálið er oft notað sem ástæða en það virðist ekki vera vandamál þegar hvítt fólk er ráðið í þessi störf. Ég hef séð þetta með eigin augum. Ég tel að vinnumarkaðurinn sé að missa af svo miklu þar sem hæfileikaríkt fólk er vannýtt, fólk með sköpunargáfu og ólíka sýn á hlutina sem gæti eflt samfélagið en er haldið niðri markað menningartengdum úreldum stereótýpum. Ég er fyrsta svarta konan og önnur af erlendum uppruna til að vera í stjórn FKA en ég mun ekki verða sú síðasta. Við getum öll orðið fyrirmyndir ef við fáum sömu tækifærin og ég vil sjá fleiri fyrirmyndir sem líkjast mér. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að eiga sér fyrirmyndir sem maður tengir við – að sjá ljóslifandi birtingarmyndir drauma sinna. Það er eitthvað við það að sjá einhvern sem líkist manni sjálfum sem gerir draumana raunverulegri. Það gefur manni möguleikann á að leyfa sér að dreyma og endurskilgreina sig. Að stíga fram og taka pláss. Ég vil því nota þennan vettvang í FKA til að vera ástríðufullur talsmaður þess að trúa á sjálfa sig og að fara óttalaus eftir draumum sínum og til að endurskilgreina fjölbreytileika í samfélaginu. Ég óska þess heitt að framganga mín ásamt annarra í stjórninni opni hliðið fyrir öllum konum. Höfundur er stjórnarkona í Félagi kvenna í atvinnulífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég var kosin í stjórn Félag kvenna í atvinnulífinu - FKA með meirihluta atkvæða, 177 af 294 til að vera nákvæm. Ég er svo þakklát fyrir að félagskonur FKA hafi tekið eftir vinnu minni innan félagsins og ekki síður séð þörfina fyrir aukna fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu enda er FKA hreyfiafl jákvæðra breytinga. Ég fékk þessa kosningu vegna þess að ég þorði að rétti upp hönd, eitthvað sem konur af erlendum uppruna þora ekki alltaf að gera, sérstaklega þær sem ekki eru hvítar. Ég vil nota stjórnarsæti mitt til að standa í forsvari fyrir þá sem eru minni máttar og eru ósýnileg í samfélaginu. Ég tengi við konuna sem hefur alltaf setið aftast, hikandi við að stíga fram og tala af ótta við að segja eitthvað vitlaust. Ég vil sýna að allir geta stigið fram og látið í sér heyra. Ég vil sýna stúlkum og konum að þú getur rétt upp hönd og látið í þér heyra óháð þjóðerni, kynþætti, samfélagsstöðu eða hvaða skilgreiningu sem er. Bara þorðu að stíga fram og taka pláss. Þar að auki tel ég mig þurfa að tala fyrir hönd kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaðnum og sérstaklega þeirra sem ekki eru hvítar á hörund. Konur af erlendum uppruna eru minnihlutahópur sem þurfa á fleiri málsvörum að halda. En innan þess hóps lendir fólk líka í ákveðinni goggunarröð eftir húðlit, í efsta þrepinu eru hvítir Bandaríkjamenn, Bretar, Kanadabúar og aðrir vestur Evrópubúar. Þar á eftir koma austur Evrópubúar, síðan Asíubúar og brúnt / svart fólk sem rekur lestina. Því dekkri sem húðin er því neðar ertu í fæðukeðjunni. Þrátt fyrir að vera með menntun og standast hæfniskröfur erum við ekki ráðin í fínni störf, þurfum að sætta okkur við láglaunastörf sem hafa litla möguleika til framþróunar til þess að geta greitt reikninga og dregið fram lífið. Tungumálið er oft notað sem ástæða en það virðist ekki vera vandamál þegar hvítt fólk er ráðið í þessi störf. Ég hef séð þetta með eigin augum. Ég tel að vinnumarkaðurinn sé að missa af svo miklu þar sem hæfileikaríkt fólk er vannýtt, fólk með sköpunargáfu og ólíka sýn á hlutina sem gæti eflt samfélagið en er haldið niðri markað menningartengdum úreldum stereótýpum. Ég er fyrsta svarta konan og önnur af erlendum uppruna til að vera í stjórn FKA en ég mun ekki verða sú síðasta. Við getum öll orðið fyrirmyndir ef við fáum sömu tækifærin og ég vil sjá fleiri fyrirmyndir sem líkjast mér. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að eiga sér fyrirmyndir sem maður tengir við – að sjá ljóslifandi birtingarmyndir drauma sinna. Það er eitthvað við það að sjá einhvern sem líkist manni sjálfum sem gerir draumana raunverulegri. Það gefur manni möguleikann á að leyfa sér að dreyma og endurskilgreina sig. Að stíga fram og taka pláss. Ég vil því nota þennan vettvang í FKA til að vera ástríðufullur talsmaður þess að trúa á sjálfa sig og að fara óttalaus eftir draumum sínum og til að endurskilgreina fjölbreytileika í samfélaginu. Ég óska þess heitt að framganga mín ásamt annarra í stjórninni opni hliðið fyrir öllum konum. Höfundur er stjórnarkona í Félagi kvenna í atvinnulífinu.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun