Komi til allsherjarverkfalls muni það hafa gríðarleg áhrif Helena Rós Sturludóttir skrifar 11. júní 2023 12:27 Andri Reyr Haraldsson, varaformaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir líklegt að til verkfalla komi. Vísir/Samsett mynd Rafiðnaðarsamband Íslands reiknar fastlega með því að til verkfalla komi í lok mánaðar að sögn varaformanns sambandsins, þar sem ekki hefur tekist að semja um kjarasamning við Landsnet. Verkfall muni hafa áhrif á raforkudreifingu á landinu öllu.Kjaraviðræður Rafiðnaðarsambandsins og Landsnets eru í hnút. Á mánudag slitnaði upp úr viðræðum á fundi hjá ríkissáttasemjara og segir Andri Reyr Haraldsson, varaformaður Rafinaðarsambands Íslands, ágreininginn einna helst snúa að grunnkröfum. „Við metum svo að starfsfólk Landsnets sé komið langt á eftir í grunnlaunum og miðað við sambærilega hópa þá eiga þau mjög langt í land með að ná sömu grunnlaunum. Þau eru að halda uppi sínum launum með bullandi yfirvinnu og bakvöktum og slíku sem í nútímasamfélagi er ekki alveg stefnan,“ segir Andri. Óljóst með heimilin Niðurstöður úr atkvæðagreiðslu félagsmanna muni liggja fyrir 21. júní og ef til verkfalla komi muni þau hefjast undir lok mánaðar. „Landsnet dreifir raforku til söluaðila og er lykilþáttur varðandi álverin og fleira þannig þetta mun hafa mjög víðtæk áhrif komi til allsherjarverkfalls og eins með viðhald á innviðum og raforkuinnviðum. Þetta mun klárlega hafa gríðarleg áhrif,“ segir hann jafnframt. Ekki liggi nákvæmlega fyrir hversu mikil áhrif verkfall gæti þýtt fyrir heimilin og rafmagn til heimila. Að sögn Andra hefur Landsnet ekki sýnt nægilegan vilja til samninga í viðræðum. „Sýna ekki beint þessum störfum skilning, hvað þetta er mikið álag, hvað það er mikil fórnfýsi í þessum hóp og það er kannski þar sem vantar einhvern skilning stjórnenda Landsnets og svo má ekki gleyma því að Samtök atvinnulífsins stýra viðræðum fyrir hönd Landsnets, þannig maður veit ekki hvar skortir á samningsviljann,“ segir Andri. Hópurinn sem muni fara í verkfall sé ekki stór, eða um fjörutíu manns, sem sinni þó gríðarlega stóru hlutverki fyrir raforkudreifingu landsins. „Þetta er fólk sem er að vinna á hátíðisdögum mjög oft, þetta fólk sem er kallað út á hvaða tímum sólarhrings sem er þótt það sé ekki einu sinni á bakvakt. Þannig þetta er ofboðslega mikilvægur hópur fyrir okkar innviði,“ segir Andri. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52 Kristján endurkjörinn formaður Kristján Þórður Snæbjarnarson var endurkjörinn formaður Rafiðnaðarsambands Íslands á tuttugasta þingi sambandsins sem lauk í dag. Einnig var Andri Reyr Haraldsson kjörinn varaformaður, Jakob Tryggvason var kjörinn gjaldkeri og Bára Laxdal Halldórsdóttir ritari. 6. maí 2023 15:48 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Rafiðnaðarsamband Íslands reiknar fastlega með því að til verkfalla komi í lok mánaðar að sögn varaformanns sambandsins, þar sem ekki hefur tekist að semja um kjarasamning við Landsnet. Verkfall muni hafa áhrif á raforkudreifingu á landinu öllu.Kjaraviðræður Rafiðnaðarsambandsins og Landsnets eru í hnút. Á mánudag slitnaði upp úr viðræðum á fundi hjá ríkissáttasemjara og segir Andri Reyr Haraldsson, varaformaður Rafinaðarsambands Íslands, ágreininginn einna helst snúa að grunnkröfum. „Við metum svo að starfsfólk Landsnets sé komið langt á eftir í grunnlaunum og miðað við sambærilega hópa þá eiga þau mjög langt í land með að ná sömu grunnlaunum. Þau eru að halda uppi sínum launum með bullandi yfirvinnu og bakvöktum og slíku sem í nútímasamfélagi er ekki alveg stefnan,“ segir Andri. Óljóst með heimilin Niðurstöður úr atkvæðagreiðslu félagsmanna muni liggja fyrir 21. júní og ef til verkfalla komi muni þau hefjast undir lok mánaðar. „Landsnet dreifir raforku til söluaðila og er lykilþáttur varðandi álverin og fleira þannig þetta mun hafa mjög víðtæk áhrif komi til allsherjarverkfalls og eins með viðhald á innviðum og raforkuinnviðum. Þetta mun klárlega hafa gríðarleg áhrif,“ segir hann jafnframt. Ekki liggi nákvæmlega fyrir hversu mikil áhrif verkfall gæti þýtt fyrir heimilin og rafmagn til heimila. Að sögn Andra hefur Landsnet ekki sýnt nægilegan vilja til samninga í viðræðum. „Sýna ekki beint þessum störfum skilning, hvað þetta er mikið álag, hvað það er mikil fórnfýsi í þessum hóp og það er kannski þar sem vantar einhvern skilning stjórnenda Landsnets og svo má ekki gleyma því að Samtök atvinnulífsins stýra viðræðum fyrir hönd Landsnets, þannig maður veit ekki hvar skortir á samningsviljann,“ segir Andri. Hópurinn sem muni fara í verkfall sé ekki stór, eða um fjörutíu manns, sem sinni þó gríðarlega stóru hlutverki fyrir raforkudreifingu landsins. „Þetta er fólk sem er að vinna á hátíðisdögum mjög oft, þetta fólk sem er kallað út á hvaða tímum sólarhrings sem er þótt það sé ekki einu sinni á bakvakt. Þannig þetta er ofboðslega mikilvægur hópur fyrir okkar innviði,“ segir Andri.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52 Kristján endurkjörinn formaður Kristján Þórður Snæbjarnarson var endurkjörinn formaður Rafiðnaðarsambands Íslands á tuttugasta þingi sambandsins sem lauk í dag. Einnig var Andri Reyr Haraldsson kjörinn varaformaður, Jakob Tryggvason var kjörinn gjaldkeri og Bára Laxdal Halldórsdóttir ritari. 6. maí 2023 15:48 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52
Kristján endurkjörinn formaður Kristján Þórður Snæbjarnarson var endurkjörinn formaður Rafiðnaðarsambands Íslands á tuttugasta þingi sambandsins sem lauk í dag. Einnig var Andri Reyr Haraldsson kjörinn varaformaður, Jakob Tryggvason var kjörinn gjaldkeri og Bára Laxdal Halldórsdóttir ritari. 6. maí 2023 15:48