Sáttagreiðsla hafi ráðið úrslitum Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. júní 2023 21:30 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Stöð 2/Steingrímur Dúi Tillaga sáttasemjara um svokallaða sáttagreiðslu réði úrslitum í nótt og varð til þess að nýr kjarasamningur var undirritaður eftir tæplega sólarhrings samningalotu mili Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB, að sögn formannsins. Samningurinn var undirritaður um sjöleytið í morgun og hefur verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum nú verið aflýst. Formaður BSRB er ánægð að deilunni sé lokið. „Þegar við lögðum af stað í baráttuna og raunverulega fórum í atkvæðagreiðsluna um verkföll þá voru þrjú atriði sem stóðu út af það var þessi krafa um eingreiðslu upp á 128 þúsund, þetta var hækkun á lægstu laununum, sem að nær til um helmings okkar félagsfólks og síðan var það þá aukagreiðslur fyrir starfsfólk leikskóla og heimaþjónustu. Og við teljum okkur hafa náð ansi langt í áttina að þessum markmiðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Tillaga sáttasemjara landaði samningnum Mánaðarlaun félagsfólks hækka að lágmarki um 35 þúsund krónur og desemberuppbót þess árs verður 131 þúsund krónur. Auk þess var samið um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti. Þá náðist samkomulag um sáttagreiðslu að upphæð 105 þúsund krónur sem verður greidd út næstu mánaðarmót. „Það sem réðu raunverulega úrslitum í nótt var þessi tillaga sáttasemjaranna, svokölluð innanhúss tillaga um þá þessa sáttagreiðslu og hún er þá komin til vegna þess að við vildum leysa úr deilunni og fara í sáttina,“ segir Sonja Ýr. Samstaðan stendur upp úr Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði í hádegisfréttum í dag að það sem stæði upp úr væri að sátt hafi náðst og að verkföllum væri nú lokið. „Í grunninn það sem stendur upp úr í þessari baráttu er auðvitað bara gríðarleg samstaða milli okkar fólks og baráttu þrekið og líka stuðningurinn í samfélaginu öllu. Og ég held að það hafi leitt til þess að við höfum svona náð langleiðina í átt að okkar markmiðum,“ segir Sonja Ýr. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. 10. júní 2023 11:31 Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Samningurinn var undirritaður um sjöleytið í morgun og hefur verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum nú verið aflýst. Formaður BSRB er ánægð að deilunni sé lokið. „Þegar við lögðum af stað í baráttuna og raunverulega fórum í atkvæðagreiðsluna um verkföll þá voru þrjú atriði sem stóðu út af það var þessi krafa um eingreiðslu upp á 128 þúsund, þetta var hækkun á lægstu laununum, sem að nær til um helmings okkar félagsfólks og síðan var það þá aukagreiðslur fyrir starfsfólk leikskóla og heimaþjónustu. Og við teljum okkur hafa náð ansi langt í áttina að þessum markmiðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Tillaga sáttasemjara landaði samningnum Mánaðarlaun félagsfólks hækka að lágmarki um 35 þúsund krónur og desemberuppbót þess árs verður 131 þúsund krónur. Auk þess var samið um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti. Þá náðist samkomulag um sáttagreiðslu að upphæð 105 þúsund krónur sem verður greidd út næstu mánaðarmót. „Það sem réðu raunverulega úrslitum í nótt var þessi tillaga sáttasemjaranna, svokölluð innanhúss tillaga um þá þessa sáttagreiðslu og hún er þá komin til vegna þess að við vildum leysa úr deilunni og fara í sáttina,“ segir Sonja Ýr. Samstaðan stendur upp úr Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði í hádegisfréttum í dag að það sem stæði upp úr væri að sátt hafi náðst og að verkföllum væri nú lokið. „Í grunninn það sem stendur upp úr í þessari baráttu er auðvitað bara gríðarleg samstaða milli okkar fólks og baráttu þrekið og líka stuðningurinn í samfélaginu öllu. Og ég held að það hafi leitt til þess að við höfum svona náð langleiðina í átt að okkar markmiðum,“ segir Sonja Ýr.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. 10. júní 2023 11:31 Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. 10. júní 2023 11:31
Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54