Þriggja ára fiðlusnillingur á Fiðlufjöri á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. júní 2023 20:31 Chrissie Telma Guðmundsdóttir umsjónarmaður Fiðlufjörs á Hvolsvelli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þriggja ára upprennandi fiðlusnillingur er nú staddur á Hvolsvelli á „Fiðlufjöri“, sem er nokkurra daga námskeið fyrir börn og unglinga af öllu landinu í fiðluleik. Fiðlufjör er nú haldið sjöunda árið í röð á Hvolsvelli en það er Chrissie Telma Guðmundsdóttir, sem er stjórnandi og stofnandi Fiðlufjörs. Um er að ræða fjölbreytt námskeið og tónleika fiðlunemenda á aldrinum þriggja ára til sextán ára af öllu landinu. Upphitun fyrir daginn fer meðal annars fram í Hvolnum þar sem nemendur gera ýmsar æfingar með kennurum sínum, bæði spilandi og ekki spilandi. Þá þarf líka að passa að stilla allar fiðlurnar rétt. „Þetta eru hóptímar, einkatímar og tónleikar, það eru átta tónleikar á fimm dögum. Þetta er bara fyrir alla, sem eru í fiðlunámi, óháð aldri og námsleið. Í ár erum við með um 70 þátttakendur en þau hafa verið síðustu ár í kringum 80 til 100,” segir Chrissie Telma. Fiðlufjörið hófst 7. júní og líkur sunnudaginn 11. júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er það við fiðluna, sem er svona áhugavert og heillandi? „Það er bara svo spennandi að spila á hana því það er hægt að gera svo margt. Það er hægt að gera allskonar breytingar á tónunum og það er hægt að leika sér með allskonar verk,” segir Chrissie. Chrissie kemur víða fram með fiðluna sína á tónleikum og öðrum fjölbreyttum verkefnum. Fiðlan hennar eru frá átján hundruð og kostaði margar, margar milljónir króna. Krakkarnir á Fiðlufjöri 2023 koma víða af landinu og þykir alltaf jafn gaman að taka þátt í námskeiðinu. Sumir hafa mætt öll árin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mín fiðla, ég var í þrjú ár að leita að henni og fór til fimm landa og prófaði örugglega 90 fiðlur þangað til ég fann mína, þá loksins fann ég sálufélagann minn,” segir Crissie hlægjandi. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni og það á sannarlega við um þriggja ára son Chrissie, sem spilar hér uppáhaldslagið sitt úr Hvolpasveitinni með aðstoð mömmu sinnar, sem sér um sönginn. Adrían Freyr Elvarsson, þriggja ára upprennandi fiðlusnillingur á sviðinu í Hvoli á Hvolsvelli í morgun, hér með mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Fiðlufjörs 2023 á Hvolsvelli Rangárþing eystra Tónlistarnám Krakkar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Fiðlufjör er nú haldið sjöunda árið í röð á Hvolsvelli en það er Chrissie Telma Guðmundsdóttir, sem er stjórnandi og stofnandi Fiðlufjörs. Um er að ræða fjölbreytt námskeið og tónleika fiðlunemenda á aldrinum þriggja ára til sextán ára af öllu landinu. Upphitun fyrir daginn fer meðal annars fram í Hvolnum þar sem nemendur gera ýmsar æfingar með kennurum sínum, bæði spilandi og ekki spilandi. Þá þarf líka að passa að stilla allar fiðlurnar rétt. „Þetta eru hóptímar, einkatímar og tónleikar, það eru átta tónleikar á fimm dögum. Þetta er bara fyrir alla, sem eru í fiðlunámi, óháð aldri og námsleið. Í ár erum við með um 70 þátttakendur en þau hafa verið síðustu ár í kringum 80 til 100,” segir Chrissie Telma. Fiðlufjörið hófst 7. júní og líkur sunnudaginn 11. júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er það við fiðluna, sem er svona áhugavert og heillandi? „Það er bara svo spennandi að spila á hana því það er hægt að gera svo margt. Það er hægt að gera allskonar breytingar á tónunum og það er hægt að leika sér með allskonar verk,” segir Chrissie. Chrissie kemur víða fram með fiðluna sína á tónleikum og öðrum fjölbreyttum verkefnum. Fiðlan hennar eru frá átján hundruð og kostaði margar, margar milljónir króna. Krakkarnir á Fiðlufjöri 2023 koma víða af landinu og þykir alltaf jafn gaman að taka þátt í námskeiðinu. Sumir hafa mætt öll árin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mín fiðla, ég var í þrjú ár að leita að henni og fór til fimm landa og prófaði örugglega 90 fiðlur þangað til ég fann mína, þá loksins fann ég sálufélagann minn,” segir Crissie hlægjandi. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni og það á sannarlega við um þriggja ára son Chrissie, sem spilar hér uppáhaldslagið sitt úr Hvolpasveitinni með aðstoð mömmu sinnar, sem sér um sönginn. Adrían Freyr Elvarsson, þriggja ára upprennandi fiðlusnillingur á sviðinu í Hvoli á Hvolsvelli í morgun, hér með mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Fiðlufjörs 2023 á Hvolsvelli
Rangárþing eystra Tónlistarnám Krakkar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira