Ragnar telur seðlabankastjóra í ójafnvægi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. júní 2023 12:30 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Aðalsteinn Leifsson fyrrverandi ríkissáttasemjari vísir/samett Fyrrverandi ríkissáttasemjari minnir seðlabankastjóra á að tala af virðingu um aðila vinnumarkaðarins og hafnar því að hafa reynt að hafa áhrif á ákvarðanir bankans. Formaður VR segir seðlabankastjóra í ójafnvægi og vísar orðum um meintan óstöðugleika sinn á samningafundum til föðurhúsanna Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir í viðtali við Morgunblaðið í morgun að ríkissáttasemjari, sem þá var Aðalsteinn Leifsson, hafi hringt í Seðlabankann til að hafa áhrif á aðgerðir hans þegar kjaraviðræður stóðu sem hæst. Hann sakar Aðalstein um meðvirkni með óskum um að vextir yrðu ekki hækkaðir og að vaxtaákvörðunarfundi yrði frestað. Aðalsteinn Leifsson segir þetta afbökun á þeirra samtali. „Úr því að seðlabankastjóri velur að vísa í tveggja manna tal okkar á milli, þá get ég upplýst að ég tók sérstaklega fram að ég virti sjálfstæði Seðlabankans og að ég væri ekki að reyna hafa áhrif á ákvarðanir hans. Hins vegar hef ég minnt seðlabankastjóra á það opinberlega að það sé mjög mikilvægt að hann tali af virðingu um og við aðila vinnumarkaðarins og mér sýnist ekki vera nein vanþörf á þeirri áminningu,“ segir Aðalsteinn. Finnst þér virðingarleysi fólgið í þessum orðum? „Ég er ekki bara að vísa í þessi orð, heldur ýmislegt fleira sem hefur komið frá seðlabankastjóra í tengslum við kynningu á vaxtaákvörðun og líka í þessu viðtali. Nú eru aðilar vinnumarkaðarins í mjög mikilvægu og erfiðu hlutverki og það er mikilvægt að allir vinni saman og tali af virðingu um og við hvert annað.“ Frá undirritun kjarasamninga í haust.Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir ríkissáttasemjara einnig hafa sagt að bankinn ætti helst ekki að tjá sig þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, væri óstöðugur í skapi og hlypi út af fundum ef hann sæi eitthvað úr seðlabankanum, eins og það er orðað. Ragnar Þór kannast ekki við þessar lýsingar. „Ég er búinn að vera lengi í þessu og búinn að klára stóra kjarasamninga og auðvitað er þetta vinna sem tekur mikið á. En ég kannast ekki við það. Og ég held að fólk sem sem hefur verið með okkur á þessum vettvangi geri það ekki. Þannig ég vísa þessu nú bara til föðurhúsanna og held að seðlabankastjóri sé einfaldlega ekki í góðu jafnvægi. Ég hef bara áhyggjur af honum,“ segir Ragnar Þór. Líkt og oft áður höfðar seðlabankastjóri til ábyrgðar vinnumarkaðarins í baráttuni við verðbólguna og segir að þær launahækkanir, sem samið var um í haust, hafi verið umfram það sem innistæða hafi verið fyrir. Tekið afstöðu með fjármálakerfinu Verkalýðsforingjar sem boði til útifunda, líkt og Ragnar Þór hefur gert, séu í raun að mótmæla afleiðingum sinna eigin gjörða. „Það sem hefur algjörlega vantað í málflutning seðlabankastjóra er þessi hagnaðardrifna verðbólga, þar sem fyrirtækin hafa verið að skila metafkomu; alveg sama hvort það sé smávara, dagvara, tryggingarfélög, olíufélög, svo ég tali nú ekki um fjármálakerfið sem hefur hagnast meira en útgerðin og allur iðnaður. Þannig að það er fyrst og fremst með húsnæðismarkaðnum ástæða þess að hér hefur verðbólgan verið mjög há. Og hann minnist varla einu orði á þetta. Það er alltaf verkalýðshreyfingin eða fólkið í landinu,“ segir Ragnar. Ragnar minnir á að verkalýðsforrystan sé lýðræðislega kjörin af félagsfólki. „Ef það væri mikil óánægja með okkar framgöngu og vinnu væri ég ekki í mínu starfi. En hins vegar getum við voða lítið gert þegar seðlabankastjóri tekur svona afgerandi afstöðu með fjármálakerfinu,“ segir Ragnar Þór. Hér má finna samantekt mbl.is úr viðtalinu við Ásgeir og hlekk á viðtalið í Morgunblaðinu. Vinnumarkaður Stéttarfélög Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir í viðtali við Morgunblaðið í morgun að ríkissáttasemjari, sem þá var Aðalsteinn Leifsson, hafi hringt í Seðlabankann til að hafa áhrif á aðgerðir hans þegar kjaraviðræður stóðu sem hæst. Hann sakar Aðalstein um meðvirkni með óskum um að vextir yrðu ekki hækkaðir og að vaxtaákvörðunarfundi yrði frestað. Aðalsteinn Leifsson segir þetta afbökun á þeirra samtali. „Úr því að seðlabankastjóri velur að vísa í tveggja manna tal okkar á milli, þá get ég upplýst að ég tók sérstaklega fram að ég virti sjálfstæði Seðlabankans og að ég væri ekki að reyna hafa áhrif á ákvarðanir hans. Hins vegar hef ég minnt seðlabankastjóra á það opinberlega að það sé mjög mikilvægt að hann tali af virðingu um og við aðila vinnumarkaðarins og mér sýnist ekki vera nein vanþörf á þeirri áminningu,“ segir Aðalsteinn. Finnst þér virðingarleysi fólgið í þessum orðum? „Ég er ekki bara að vísa í þessi orð, heldur ýmislegt fleira sem hefur komið frá seðlabankastjóra í tengslum við kynningu á vaxtaákvörðun og líka í þessu viðtali. Nú eru aðilar vinnumarkaðarins í mjög mikilvægu og erfiðu hlutverki og það er mikilvægt að allir vinni saman og tali af virðingu um og við hvert annað.“ Frá undirritun kjarasamninga í haust.Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir ríkissáttasemjara einnig hafa sagt að bankinn ætti helst ekki að tjá sig þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, væri óstöðugur í skapi og hlypi út af fundum ef hann sæi eitthvað úr seðlabankanum, eins og það er orðað. Ragnar Þór kannast ekki við þessar lýsingar. „Ég er búinn að vera lengi í þessu og búinn að klára stóra kjarasamninga og auðvitað er þetta vinna sem tekur mikið á. En ég kannast ekki við það. Og ég held að fólk sem sem hefur verið með okkur á þessum vettvangi geri það ekki. Þannig ég vísa þessu nú bara til föðurhúsanna og held að seðlabankastjóri sé einfaldlega ekki í góðu jafnvægi. Ég hef bara áhyggjur af honum,“ segir Ragnar Þór. Líkt og oft áður höfðar seðlabankastjóri til ábyrgðar vinnumarkaðarins í baráttuni við verðbólguna og segir að þær launahækkanir, sem samið var um í haust, hafi verið umfram það sem innistæða hafi verið fyrir. Tekið afstöðu með fjármálakerfinu Verkalýðsforingjar sem boði til útifunda, líkt og Ragnar Þór hefur gert, séu í raun að mótmæla afleiðingum sinna eigin gjörða. „Það sem hefur algjörlega vantað í málflutning seðlabankastjóra er þessi hagnaðardrifna verðbólga, þar sem fyrirtækin hafa verið að skila metafkomu; alveg sama hvort það sé smávara, dagvara, tryggingarfélög, olíufélög, svo ég tali nú ekki um fjármálakerfið sem hefur hagnast meira en útgerðin og allur iðnaður. Þannig að það er fyrst og fremst með húsnæðismarkaðnum ástæða þess að hér hefur verðbólgan verið mjög há. Og hann minnist varla einu orði á þetta. Það er alltaf verkalýðshreyfingin eða fólkið í landinu,“ segir Ragnar. Ragnar minnir á að verkalýðsforrystan sé lýðræðislega kjörin af félagsfólki. „Ef það væri mikil óánægja með okkar framgöngu og vinnu væri ég ekki í mínu starfi. En hins vegar getum við voða lítið gert þegar seðlabankastjóri tekur svona afgerandi afstöðu með fjármálakerfinu,“ segir Ragnar Þór. Hér má finna samantekt mbl.is úr viðtalinu við Ásgeir og hlekk á viðtalið í Morgunblaðinu.
Vinnumarkaður Stéttarfélög Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira