Vill stefna Háskólanum vegna uppsagnar Jakob Bjarnar skrifar 5. júní 2023 14:24 Kristjáni Hreinssyni hefur verið sagt upp störfum við Háskólann og námskeið hans, Skáldsagnaskrif, hafa verið lögð niður. aðsend Kristján Hreinsson skáld, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að honum hafi verið sagt upp störfum hjá Háskóla Íslands, en hann hefur verið með hjá Endurmenntun: Skáldsagnaskrif. Uppsögnin er vegna pistils sem hann birti á Facebook-síðu sinni og rataði þaðan á Mannlífsvefinn. „Yfirmaður minn tjáði mér að vegna ummæla minna þar væri Endurmenntun ekki stætt á að hafa mig áfram sem námskeiðshaldara og yfirstandandi námskeið, Skáldsagnaskrif, hafi verið hætt vegna ummæla minna,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján er búsettur í Mílanó á Ítalíu og barst honum uppsögnin símleiðis. Akademían sökuð um að vega að tjáningarfrelsi Í pistlinum segir meðal annars: „Ég segist hafa fæðst í röngum líkama. Ef mér finnst ég vera unglingsstúlka á ég þá að fá samþykki samfélagsins – án tillits til aðstæðna? Ef ég segist vera blindur, á ég þá að fá að vera blindur? Ef ég segist vera svertingi, eiga þá allir að virða mig sem slíkan? Ef ég segist vera lamaður á ég þá að fá hjólastól?“ Það er alveg ljóst að Kristján telur málinu langt í frá lokið af sinni hálfu. Hann er nú að ráðfæra sig við lögmenn og á honum að heyra að fátt komi til greina annað en að stefna Háskólanum vegna uppsagnarinnar. Sem hann telur glórulausa. Kristján fer yfir málið á Facebook-síðu sinni þar og ljóst að hann telur ómaklega að sér vegið. Mikil reiði hefur brotist út í athugasemdum þar sem skáldið er hvatt til þess að kæra. Þar segir að nú höggvi sá er hlífa skyldi, að akademían skuli með þessum hætti ráðast gegn tjáningarfrelsinu sé óásættanlegt. Segist ekki hafa ráðist gegn einum né neinum Pistill Kristins er undir fyrirsögninni: „Skoðanakúgun“. Í pistlinum segir meðal annars að í umræðu vegna ummæla sinna, sem reyndar fjalli um umræðu á villigötum, sé hann sakaður um að hafa ráðist gegn transfólki. Ekkert er fjær lagi, segir Kristján. Kristján segir að fólk, sumir hverjir, hafi ákveði að skilja orð hans sem árás á tiltekinn hóp. En hann hafi ekki tekið þátt í neinum slíkum árásum. „Ég ber engan kala til nokkurs manns. Ég hef ekkert á móti neinum hópum. Transfólk er í mínum huga allt hið besta fólk. Ég hef akkúrat ekkert út á réttindabaráttu eins né neins að setja. Reyndar er ég að sýna öllu fólki stuðning með því að reyna að draga umræðuna upp úr hjólförum heimskunnar. Ég skal aftur á móti þiggja skömm fyrir að benda á þá staðreynd að umræðan er á villigötum!“ Háskólar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Uppsögnin er vegna pistils sem hann birti á Facebook-síðu sinni og rataði þaðan á Mannlífsvefinn. „Yfirmaður minn tjáði mér að vegna ummæla minna þar væri Endurmenntun ekki stætt á að hafa mig áfram sem námskeiðshaldara og yfirstandandi námskeið, Skáldsagnaskrif, hafi verið hætt vegna ummæla minna,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján er búsettur í Mílanó á Ítalíu og barst honum uppsögnin símleiðis. Akademían sökuð um að vega að tjáningarfrelsi Í pistlinum segir meðal annars: „Ég segist hafa fæðst í röngum líkama. Ef mér finnst ég vera unglingsstúlka á ég þá að fá samþykki samfélagsins – án tillits til aðstæðna? Ef ég segist vera blindur, á ég þá að fá að vera blindur? Ef ég segist vera svertingi, eiga þá allir að virða mig sem slíkan? Ef ég segist vera lamaður á ég þá að fá hjólastól?“ Það er alveg ljóst að Kristján telur málinu langt í frá lokið af sinni hálfu. Hann er nú að ráðfæra sig við lögmenn og á honum að heyra að fátt komi til greina annað en að stefna Háskólanum vegna uppsagnarinnar. Sem hann telur glórulausa. Kristján fer yfir málið á Facebook-síðu sinni þar og ljóst að hann telur ómaklega að sér vegið. Mikil reiði hefur brotist út í athugasemdum þar sem skáldið er hvatt til þess að kæra. Þar segir að nú höggvi sá er hlífa skyldi, að akademían skuli með þessum hætti ráðast gegn tjáningarfrelsinu sé óásættanlegt. Segist ekki hafa ráðist gegn einum né neinum Pistill Kristins er undir fyrirsögninni: „Skoðanakúgun“. Í pistlinum segir meðal annars að í umræðu vegna ummæla sinna, sem reyndar fjalli um umræðu á villigötum, sé hann sakaður um að hafa ráðist gegn transfólki. Ekkert er fjær lagi, segir Kristján. Kristján segir að fólk, sumir hverjir, hafi ákveði að skilja orð hans sem árás á tiltekinn hóp. En hann hafi ekki tekið þátt í neinum slíkum árásum. „Ég ber engan kala til nokkurs manns. Ég hef ekkert á móti neinum hópum. Transfólk er í mínum huga allt hið besta fólk. Ég hef akkúrat ekkert út á réttindabaráttu eins né neins að setja. Reyndar er ég að sýna öllu fólki stuðning með því að reyna að draga umræðuna upp úr hjólförum heimskunnar. Ég skal aftur á móti þiggja skömm fyrir að benda á þá staðreynd að umræðan er á villigötum!“
Háskólar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira