Virði en ekki byrði Ásgerður Pálsdóttir skrifar 5. júní 2023 12:31 Það kom ánægjulega á óvart sú niðurstaða KPMG í verkefninu, Það er gott að eldast, að eldra fólk, það er að segja 67+, skilaðu 12 milljörðum meira til sveitarfélaganna í formi útsvars og fasteignagjalda, heldur en það sem sveitarfélögin lögðu til þjónustu við þennan aldurshóp. Þetta verkefni, Það er gott að eldast, er unnið á vegum þriggja ráðuneyta, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Landssambandi eldri borgara. Það hefur einhvern veginn verið álitið að umræddur hópur væri byrði á samfélaginu en það er nú eitthvað annað. Félög eldra fólks með LEB, Landssamband eldri borgara , í broddi fylkingar hafa verið að benda á að nýja nálgun þurfi í málefnum þessa stóra og ört stækkandi hóps, sem ráðamenn bæði í sveitarstjórnum og landsstjórninni hafa ekki sinnt sem skyldi. Allir hljóta nú að sjá hversu miklar brotalamir eru í allri umgerð um málefni eldra fólks. Lífeyrisgreiðslur almannatrygginga til eldra fólks eru einhverjar þær lægstu á Norðurlöndunum en skattlagningin er á hinn veginn. Nú sést svart á hvítu að eldri borgarar skila meiru til samfélagsins en þeir fá þaðan. Þeir þurfa þó á þjónustu að halda eins og yngra fólk og í sumum tilfellum umönnun og hjúkrun Á landsfundi LEB 9. maí síðastliðinn var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Eldra fólk getur ekki beðið lengur. Nú verður að hefjast handa Landssamband eldri borgara lýsir yfir miklum vonbrigðum með aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í kjaramálum eldra fólks. Þrátt fyrir yfirlýst markmið í stjórnarsáttmálanum og kosningaloforð um að draga úr skerðingum og jaðarsköttum, hafa efndir engar orðið. Í drögum að fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 eru engin fyrirheit um lagfæringar á kjörum eldra fólks. Landsfundur LEB 2023 krefst þess að strax verði gripið til aðgerða til að rétta hlut eldra fólks og hafin verði vinna við að draga úr skerðingum í almannatryggingakerfinu.” Ríkið hefur farið fram með miklar skerðingar löngu áður en almennnir launþegar hafa greitt fulla starfsævi til síns lífeyrissjóðs og fá því ekki fullan lífeyri þaðan í dag. Í hópi eldra fólks er fjöldi sem býr við óásættanleg kjör sem fara síversnandi í stjórnlausri verðbólgu. Það er nefnilega þannig að þótt tekjuhæstu hópar eldra fólks búi við góð kjör þá er stór hluti illa settur og kjör þeirra fara versnandi eins og annarra lágtekjuhópa. Það eru allmargir sem hafa ekkert sér til framfærslu nema greiðslur frá almannatryggingum sem eru nú kr. 307. 829 á mánuði, og munar nú um 95 þúsundum á þeirri upphæð og lægsta kauptaxta. Þetta voru sambærileg upphæðir fyrir einhverjum árum. Þeir sem fá greiðslur úr lífeyrissjóði hafa frítekjumark upp að 25 þúsund krónum. Eftir þær er greiðslan frá TR skert um 45%. Það er nokkuð villandi sem kom fram í samantekt KPMG að meðaltekjur lífeyrisþega væru nú 97% af meðallaunum. KPMG var með aldursbilið frá 65 ára en ekki 67 ára og flestir í 65 ára hópnum eru enn á vinnumarkaði og margir reyndar til sjötugs. Þannig að það þyrfti að miða við 70 ára til að fá sannari mynd en við vitum líka að í efstu 10-20% tekjuhópum eldra fólks eru margir mjög vel stæðir sem betur fer, og þeir hífa upp meðaltalið, enda þekki ég frá minni fyrri vinnu að meðaltalstölur segja ekki allan sannleikann. LEB hefur einnig beint athygli sinni að þeirri óskilvirkni sem fylgir því er aðlög um málefni eldra fóks heyrir undir tvö ráðuneyti, heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti. Þar gilda margir og sundurleitir lagabálkar eins og almannatryggingalögin sem fáir skilja. En til að gera flækjustigið enn meira þá heyrir þjónusta við eldra fólk undir tvö stjórnsýslustig , ríki og sveitarfélög. Það veldur sífelldri togsteitu og aðilar geta vísað hver á annan og sá sem geldur fyrir þetta fyrirkomulag er sá sem þjónustuna á að fá. Í hugmyndinni í verkefninu Það er gott að eldast, er gengið út frá því að þjónusta við eldra fólk, sem geti staðið undir nafninu velferðarþjónusta, verði nútímaleg og tryggi lífsgæði íbúa og stuðli að því að fólk geti búið lengur heima með tilliti til öryggis og félagslegra þátta. Algerlega nauðsynlegt er að samþætta félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu og nota til þess m.a. tæknina sem til er. Þetta er farið að gera í Reykjavík að einhverju marki og kannski í fleiri sveitarfélögum. Svo ættu menn að muna að eldri kynslóðin byggði upp samfélagið sem við búum í. Það getur ekki verið ósanngjörn krafa að þeir sem hafa lágan lífeyri setji hann ekki að mestu í til að fjármagna rekstur samfélagsins, heldur geti lifað með reisn og notið ævikvöldsins. Höfundur er formaður í Félagi eldri borgara í Húnaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Það kom ánægjulega á óvart sú niðurstaða KPMG í verkefninu, Það er gott að eldast, að eldra fólk, það er að segja 67+, skilaðu 12 milljörðum meira til sveitarfélaganna í formi útsvars og fasteignagjalda, heldur en það sem sveitarfélögin lögðu til þjónustu við þennan aldurshóp. Þetta verkefni, Það er gott að eldast, er unnið á vegum þriggja ráðuneyta, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Landssambandi eldri borgara. Það hefur einhvern veginn verið álitið að umræddur hópur væri byrði á samfélaginu en það er nú eitthvað annað. Félög eldra fólks með LEB, Landssamband eldri borgara , í broddi fylkingar hafa verið að benda á að nýja nálgun þurfi í málefnum þessa stóra og ört stækkandi hóps, sem ráðamenn bæði í sveitarstjórnum og landsstjórninni hafa ekki sinnt sem skyldi. Allir hljóta nú að sjá hversu miklar brotalamir eru í allri umgerð um málefni eldra fólks. Lífeyrisgreiðslur almannatrygginga til eldra fólks eru einhverjar þær lægstu á Norðurlöndunum en skattlagningin er á hinn veginn. Nú sést svart á hvítu að eldri borgarar skila meiru til samfélagsins en þeir fá þaðan. Þeir þurfa þó á þjónustu að halda eins og yngra fólk og í sumum tilfellum umönnun og hjúkrun Á landsfundi LEB 9. maí síðastliðinn var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Eldra fólk getur ekki beðið lengur. Nú verður að hefjast handa Landssamband eldri borgara lýsir yfir miklum vonbrigðum með aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í kjaramálum eldra fólks. Þrátt fyrir yfirlýst markmið í stjórnarsáttmálanum og kosningaloforð um að draga úr skerðingum og jaðarsköttum, hafa efndir engar orðið. Í drögum að fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 eru engin fyrirheit um lagfæringar á kjörum eldra fólks. Landsfundur LEB 2023 krefst þess að strax verði gripið til aðgerða til að rétta hlut eldra fólks og hafin verði vinna við að draga úr skerðingum í almannatryggingakerfinu.” Ríkið hefur farið fram með miklar skerðingar löngu áður en almennnir launþegar hafa greitt fulla starfsævi til síns lífeyrissjóðs og fá því ekki fullan lífeyri þaðan í dag. Í hópi eldra fólks er fjöldi sem býr við óásættanleg kjör sem fara síversnandi í stjórnlausri verðbólgu. Það er nefnilega þannig að þótt tekjuhæstu hópar eldra fólks búi við góð kjör þá er stór hluti illa settur og kjör þeirra fara versnandi eins og annarra lágtekjuhópa. Það eru allmargir sem hafa ekkert sér til framfærslu nema greiðslur frá almannatryggingum sem eru nú kr. 307. 829 á mánuði, og munar nú um 95 þúsundum á þeirri upphæð og lægsta kauptaxta. Þetta voru sambærileg upphæðir fyrir einhverjum árum. Þeir sem fá greiðslur úr lífeyrissjóði hafa frítekjumark upp að 25 þúsund krónum. Eftir þær er greiðslan frá TR skert um 45%. Það er nokkuð villandi sem kom fram í samantekt KPMG að meðaltekjur lífeyrisþega væru nú 97% af meðallaunum. KPMG var með aldursbilið frá 65 ára en ekki 67 ára og flestir í 65 ára hópnum eru enn á vinnumarkaði og margir reyndar til sjötugs. Þannig að það þyrfti að miða við 70 ára til að fá sannari mynd en við vitum líka að í efstu 10-20% tekjuhópum eldra fólks eru margir mjög vel stæðir sem betur fer, og þeir hífa upp meðaltalið, enda þekki ég frá minni fyrri vinnu að meðaltalstölur segja ekki allan sannleikann. LEB hefur einnig beint athygli sinni að þeirri óskilvirkni sem fylgir því er aðlög um málefni eldra fóks heyrir undir tvö ráðuneyti, heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti. Þar gilda margir og sundurleitir lagabálkar eins og almannatryggingalögin sem fáir skilja. En til að gera flækjustigið enn meira þá heyrir þjónusta við eldra fólk undir tvö stjórnsýslustig , ríki og sveitarfélög. Það veldur sífelldri togsteitu og aðilar geta vísað hver á annan og sá sem geldur fyrir þetta fyrirkomulag er sá sem þjónustuna á að fá. Í hugmyndinni í verkefninu Það er gott að eldast, er gengið út frá því að þjónusta við eldra fólk, sem geti staðið undir nafninu velferðarþjónusta, verði nútímaleg og tryggi lífsgæði íbúa og stuðli að því að fólk geti búið lengur heima með tilliti til öryggis og félagslegra þátta. Algerlega nauðsynlegt er að samþætta félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu og nota til þess m.a. tæknina sem til er. Þetta er farið að gera í Reykjavík að einhverju marki og kannski í fleiri sveitarfélögum. Svo ættu menn að muna að eldri kynslóðin byggði upp samfélagið sem við búum í. Það getur ekki verið ósanngjörn krafa að þeir sem hafa lágan lífeyri setji hann ekki að mestu í til að fjármagna rekstur samfélagsins, heldur geti lifað með reisn og notið ævikvöldsins. Höfundur er formaður í Félagi eldri borgara í Húnaþingi.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar