Stríð milli Kína og Bandaríkjanna „óbærilegar hörmungar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júní 2023 10:31 Ummæli Li þykja benda til þess að möguleiki sé á raunverulegum viðræðum milli Kína og Bandaríkjanna um öryggismál. AP/Vincent Thian Hershöfðinginn Li Shangfu, sem tók við embætti varnarmálaráðherra Kína í mars síðastliðnum, segir að stríð við Bandaríkin yrðu „óbærilegar hörmungar“. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um öryggismál, þar sem hann sagði „sum ríki“ vera að kynda undir vopnakapphlaup í Asíu. Li sagði heimsbyggðina rúma bæði Kína og Bandaríkin og að stórveldin tvö ættu að reyna að finna sameiginlegan flöt til að byggja á. Hann hefur hins vegar sakað Bandaríkin um „kaldastríðs-hugsunarhátt“, sem hafi aukið líkurnar á átökum. Yfirvöld vestanhafs sökuðu Kínverja á dögunum um „óörugga“ för kínversks tundurspillis nærri bandarísku herskipi á Taívan-sundi. Með í för var skip frá Kanada og stjórnvöld í báðum ríkjum sögðu fleyin sannarlega hafa verið á alþjóðlegu hafsvæði. Kínverjar gagnrýndu hins vegar bæði Bandaríkjamenn og Kanadamenn fyrir að skapa áhættusamar aðstæður með ögrandi tilburðum. Í ræðu sinni sagði Li að Kína myndi ekki leyfa Bandaríkjunum og bandamönnum að nota eftirlit á hafsvæðinu sem afsökun fyrir að eigna sér siglingaleiðir. Spurður um ofangreint atvik sagði hann aðeins að utanaðkomandi ríki væru að skapa spennu á svæðinu. Li og Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tókust í hendur á opnunarkvöldverði öryggisráðstefnu International Institute for Strategic Studies í Singapore en áttu ekki fund. Li sætir refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjamanna vegna vopnakaupa frá Rússlandi. Þær fela meðal annars í sér að hann getur ekki ferðast til Bandaríkjanna. BBC hefur eftir Zhou Bo, fyrrverandi yfirmanni í kínverska hernum, að aflétting refsiaðgerðina sé forsenda fyrir samtali milli Li og Austin. Kína Bandaríkin Hernaður Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30 Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. 30. maí 2023 22:35 „Stríð kemur ekki til greina“ „Stríð kemur ekki til greina.“ Þetta sagði Tsai Ing-wen, forseti Taívan í dag á sjö ára valdaafmæli hennar. Hún sór þann eið að viðhalda friði á Taívansundi en mikil spenna hefur verið á svæðinu frá því að Kínaher hóf að stunda heræfingar á svæðinu, með tilheyrandi ógn fyrir eyríkið. 20. maí 2023 17:02 Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Li sagði heimsbyggðina rúma bæði Kína og Bandaríkin og að stórveldin tvö ættu að reyna að finna sameiginlegan flöt til að byggja á. Hann hefur hins vegar sakað Bandaríkin um „kaldastríðs-hugsunarhátt“, sem hafi aukið líkurnar á átökum. Yfirvöld vestanhafs sökuðu Kínverja á dögunum um „óörugga“ för kínversks tundurspillis nærri bandarísku herskipi á Taívan-sundi. Með í för var skip frá Kanada og stjórnvöld í báðum ríkjum sögðu fleyin sannarlega hafa verið á alþjóðlegu hafsvæði. Kínverjar gagnrýndu hins vegar bæði Bandaríkjamenn og Kanadamenn fyrir að skapa áhættusamar aðstæður með ögrandi tilburðum. Í ræðu sinni sagði Li að Kína myndi ekki leyfa Bandaríkjunum og bandamönnum að nota eftirlit á hafsvæðinu sem afsökun fyrir að eigna sér siglingaleiðir. Spurður um ofangreint atvik sagði hann aðeins að utanaðkomandi ríki væru að skapa spennu á svæðinu. Li og Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tókust í hendur á opnunarkvöldverði öryggisráðstefnu International Institute for Strategic Studies í Singapore en áttu ekki fund. Li sætir refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjamanna vegna vopnakaupa frá Rússlandi. Þær fela meðal annars í sér að hann getur ekki ferðast til Bandaríkjanna. BBC hefur eftir Zhou Bo, fyrrverandi yfirmanni í kínverska hernum, að aflétting refsiaðgerðina sé forsenda fyrir samtali milli Li og Austin.
Kína Bandaríkin Hernaður Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30 Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. 30. maí 2023 22:35 „Stríð kemur ekki til greina“ „Stríð kemur ekki til greina.“ Þetta sagði Tsai Ing-wen, forseti Taívan í dag á sjö ára valdaafmæli hennar. Hún sór þann eið að viðhalda friði á Taívansundi en mikil spenna hefur verið á svæðinu frá því að Kínaher hóf að stunda heræfingar á svæðinu, með tilheyrandi ógn fyrir eyríkið. 20. maí 2023 17:02 Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30
Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. 30. maí 2023 22:35
„Stríð kemur ekki til greina“ „Stríð kemur ekki til greina.“ Þetta sagði Tsai Ing-wen, forseti Taívan í dag á sjö ára valdaafmæli hennar. Hún sór þann eið að viðhalda friði á Taívansundi en mikil spenna hefur verið á svæðinu frá því að Kínaher hóf að stunda heræfingar á svæðinu, með tilheyrandi ógn fyrir eyríkið. 20. maí 2023 17:02
Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09