Kvaddi MR með dansi uppi á borðum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2023 11:00 Franziska segist ekki hafa verið viss hvort hún fengi nokkurn tímann að fara á ball á menntaskólagöngunni. Franziska Una Dagsdóttir Nýstúdentinn Franziska Una Dagsdóttir segist hafa vitað að hún væri í góðum málum þegar hún vissi að hún hafi staðist stúdentspróf í sögu. Hún segir jafnframt að góðar minningar úr menntaskóla vegi margfalt hærra en einkunnir. Franziska hóf nám við Menntaskólann í Reykjavík haustið 2020, í miðjum heimsfaraldri. Hún segir fjarnámið hafa verið erfitt og félagslífsskortinn kostað sitt fyrir andlegu heilsuna. „Ég eiginlega þoldi ekki MR því þetta var bara erfitt nám og maður hitti engan,“ segir hún. Hún viðurkennir að auðvelt hafi verið að sofna við tölvuna í fjarnáminu. Það hafi því líka kostað hluta námsárangursins, til að mynda fall í latínu í lok fjórða bekkjar sem þó var kippt í lag með endurtektarprófi. Franziska áréttir þó að henni finnist einkunnirnar langt frá því að vera aðalatriðið. „Mér finnst minningarnar sem ég tek með mér og fólkið sem ég kynnist miklu mikilvægari en einhver tala,“ segir hún. „Tölur skilgreina ekki gáfur fólks.“ Sjöttubekkingar í fullum tóga-skrúða fyrir tolleringar.Franziska Una Dagsdóttir Aflétting sóttvarnareglna reyndist Franzisku mikill léttir. „Ég var ekki viss um að ég fengi að fara á böll nokkurn tímann á menntaskólagöngunni minni,“ segir hún. Félagslífið fékk því oft að reika framar í forgangsröðun Franzisku loks þegar færi var á. Hún sat í ritnefnd Skólablaðsins Skinfaxa sem hún nefnir að hafi alfarið verið skipuð stelpum. Að auki sýndi hún með leikhópnum Frúardegi og ráðleggur sérhverjum framhaldsskólanema að prófa að ganga í leikfélag. Aðspurð hvort einhver atburður standi upp úr á menntaskólagöngunni segir Franziska frá hjartnæmu atviki í Cösukjallaranum, nemendasvæði skólans. „Ég og vinkona mín vorum einar í Cösukjallara og við áttum lítið eftir af skólanum og ákváðum að kveðja Cösuna almennilega með því að spila háa tónlist og dansa uppi á borðum, það var ótrúlega gaman.“ Franziska að sýna leikritið Koppafeiti með leikfélaginu Frúardegi.Franziska Una Dagsdóttir Stytting menntaskóla hefur verið á margra vörum síðan hún var sett á. Franziska segir að lengst af hafi henni fundist þrjú ár alltof stuttur tími. „Ég var alltaf á þeirri skoðun að þrjú ár væri alltof lítið þangað til undir lokin þegar maður var bara kominn með nóg af þessu.“ Eftir menntaskólann segist Franziska ætla að taka sér árspásu og vinna annað hvort á frístundaheimili eða sem stuðningsfulltrúi. „Ég er spennt fyrir því að geta komið heim eftir langan dag og ekki þurfa að gera neitt,“ segir hún. Því næst segir Franziska leiðina liggja í kennaranám. „Mér finnst bara svo dýrmætt að fá að móta komandi kynslóðir og fá tækifæri til þess að hafa einhver áhrif.“ Hún segir mikilvægt að fræðsla um fordóma og góða framkomu byrji snemma því slíka hluti sé erfiðara að kenna með hækkandi aldri. Framhaldsskólar Reykjavík Tímamót Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Kaflaskil í Menntaskólanum í Reykjavík Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 176. sinn við brautskráningu stúdenta í gær. Auk þess að 208 nýstúdentar yfirgefa skólann lætur rektor skólans af störfum sem og fyrrverandi rektor. 28. maí 2022 14:52 Dúxaði með íslenskuverðlaunum en talar taílensku heima Nýstúdentinn Thanawin Yodsurang dúxaði í dag Menntaskólann við Sund með einkunnina 9,7. Hann segir vinnusemi og metnað vera lykilatriði til góðra einkunna. 3. júní 2023 15:16 Friðlýsa ætti Kvennaskólann í Reykjavík Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður á heimili hjónanna Þóru og Páls Melsteð við Austurvöll árið 1874 og síðar var byggt yfir hann húsið sem flestir þekkja nú sem Nasa. Þar var skólinn til ársins 1909 að hann flutti í núverandi aðalbyggingu að Fríkirkjuvegi 9. Á aldarafmæli skólans 1. október 1974 var gefin út mjög merkileg bók, Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974, um sögu skólans sem jafnframt er saga réttindabaráttu kvenna til náms á Íslandi. Árið 1874 áttu konur ekki kost á neinni menntun eftir barnaskólann og fengu ekki inngöngu í Lærða skólann. 18. maí 2023 06:30 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Franziska hóf nám við Menntaskólann í Reykjavík haustið 2020, í miðjum heimsfaraldri. Hún segir fjarnámið hafa verið erfitt og félagslífsskortinn kostað sitt fyrir andlegu heilsuna. „Ég eiginlega þoldi ekki MR því þetta var bara erfitt nám og maður hitti engan,“ segir hún. Hún viðurkennir að auðvelt hafi verið að sofna við tölvuna í fjarnáminu. Það hafi því líka kostað hluta námsárangursins, til að mynda fall í latínu í lok fjórða bekkjar sem þó var kippt í lag með endurtektarprófi. Franziska áréttir þó að henni finnist einkunnirnar langt frá því að vera aðalatriðið. „Mér finnst minningarnar sem ég tek með mér og fólkið sem ég kynnist miklu mikilvægari en einhver tala,“ segir hún. „Tölur skilgreina ekki gáfur fólks.“ Sjöttubekkingar í fullum tóga-skrúða fyrir tolleringar.Franziska Una Dagsdóttir Aflétting sóttvarnareglna reyndist Franzisku mikill léttir. „Ég var ekki viss um að ég fengi að fara á böll nokkurn tímann á menntaskólagöngunni minni,“ segir hún. Félagslífið fékk því oft að reika framar í forgangsröðun Franzisku loks þegar færi var á. Hún sat í ritnefnd Skólablaðsins Skinfaxa sem hún nefnir að hafi alfarið verið skipuð stelpum. Að auki sýndi hún með leikhópnum Frúardegi og ráðleggur sérhverjum framhaldsskólanema að prófa að ganga í leikfélag. Aðspurð hvort einhver atburður standi upp úr á menntaskólagöngunni segir Franziska frá hjartnæmu atviki í Cösukjallaranum, nemendasvæði skólans. „Ég og vinkona mín vorum einar í Cösukjallara og við áttum lítið eftir af skólanum og ákváðum að kveðja Cösuna almennilega með því að spila háa tónlist og dansa uppi á borðum, það var ótrúlega gaman.“ Franziska að sýna leikritið Koppafeiti með leikfélaginu Frúardegi.Franziska Una Dagsdóttir Stytting menntaskóla hefur verið á margra vörum síðan hún var sett á. Franziska segir að lengst af hafi henni fundist þrjú ár alltof stuttur tími. „Ég var alltaf á þeirri skoðun að þrjú ár væri alltof lítið þangað til undir lokin þegar maður var bara kominn með nóg af þessu.“ Eftir menntaskólann segist Franziska ætla að taka sér árspásu og vinna annað hvort á frístundaheimili eða sem stuðningsfulltrúi. „Ég er spennt fyrir því að geta komið heim eftir langan dag og ekki þurfa að gera neitt,“ segir hún. Því næst segir Franziska leiðina liggja í kennaranám. „Mér finnst bara svo dýrmætt að fá að móta komandi kynslóðir og fá tækifæri til þess að hafa einhver áhrif.“ Hún segir mikilvægt að fræðsla um fordóma og góða framkomu byrji snemma því slíka hluti sé erfiðara að kenna með hækkandi aldri.
Framhaldsskólar Reykjavík Tímamót Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Kaflaskil í Menntaskólanum í Reykjavík Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 176. sinn við brautskráningu stúdenta í gær. Auk þess að 208 nýstúdentar yfirgefa skólann lætur rektor skólans af störfum sem og fyrrverandi rektor. 28. maí 2022 14:52 Dúxaði með íslenskuverðlaunum en talar taílensku heima Nýstúdentinn Thanawin Yodsurang dúxaði í dag Menntaskólann við Sund með einkunnina 9,7. Hann segir vinnusemi og metnað vera lykilatriði til góðra einkunna. 3. júní 2023 15:16 Friðlýsa ætti Kvennaskólann í Reykjavík Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður á heimili hjónanna Þóru og Páls Melsteð við Austurvöll árið 1874 og síðar var byggt yfir hann húsið sem flestir þekkja nú sem Nasa. Þar var skólinn til ársins 1909 að hann flutti í núverandi aðalbyggingu að Fríkirkjuvegi 9. Á aldarafmæli skólans 1. október 1974 var gefin út mjög merkileg bók, Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974, um sögu skólans sem jafnframt er saga réttindabaráttu kvenna til náms á Íslandi. Árið 1874 áttu konur ekki kost á neinni menntun eftir barnaskólann og fengu ekki inngöngu í Lærða skólann. 18. maí 2023 06:30 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Kaflaskil í Menntaskólanum í Reykjavík Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 176. sinn við brautskráningu stúdenta í gær. Auk þess að 208 nýstúdentar yfirgefa skólann lætur rektor skólans af störfum sem og fyrrverandi rektor. 28. maí 2022 14:52
Dúxaði með íslenskuverðlaunum en talar taílensku heima Nýstúdentinn Thanawin Yodsurang dúxaði í dag Menntaskólann við Sund með einkunnina 9,7. Hann segir vinnusemi og metnað vera lykilatriði til góðra einkunna. 3. júní 2023 15:16
Friðlýsa ætti Kvennaskólann í Reykjavík Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður á heimili hjónanna Þóru og Páls Melsteð við Austurvöll árið 1874 og síðar var byggt yfir hann húsið sem flestir þekkja nú sem Nasa. Þar var skólinn til ársins 1909 að hann flutti í núverandi aðalbyggingu að Fríkirkjuvegi 9. Á aldarafmæli skólans 1. október 1974 var gefin út mjög merkileg bók, Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974, um sögu skólans sem jafnframt er saga réttindabaráttu kvenna til náms á Íslandi. Árið 1874 áttu konur ekki kost á neinni menntun eftir barnaskólann og fengu ekki inngöngu í Lærða skólann. 18. maí 2023 06:30