Ég er bókaþjófur Þórhallur Gunnarsson skrifar 31. maí 2023 08:00 Fyrir nokkuð mörgum árum stundaði ég samviskulaust bókaþjófnað. Ég var góðvinur bóksölu Máls og menningar á Laugavegi og þegar enginn sá til renndi ég bók undir úlpuna og labbaði flóttalega út úr búðinni. Leiðin lá í nálæga fornbókaverslun þar sem eigandinn sem keypti bókina af mér á hálfvirði. Þessi glæpaferill minn stóð ekki lengi, ég var gripinn með bók Halldórs Laxness, Seiseijú, mikil ósköp í þriðju ránsferðinni. Ég gleymi ekki vonbrigðasvipnum á mömmu þegar upp um mig komst og hét því að stela aldrei aftur. Ég fæ ennþá sting í magann þegar ég kem í húsnæði þessarar bókabúðar og það sem meira er… ég gæti ekki hugsað mér að lesa þessa bók Laxness. Ég var þrettán ára þegar þetta átti sér stað og afbrotaferlinum lauk snarlega. Í vikunni var áhugavert viðtal við mann á miðjum aldri á Vísi. Hann lýsir því stoltur hvernig hann selur aðgang að íslensku sjónvarpsefni með ólöglegum hætti. Hann segist gera þetta af manngæsku og eingöngu til að hjálpa gamla fólkinu á Spáni. Fyrir góðmennskuna tekur hann háar fjárhæðir en gleymir að segja gamla fólkinu að þau geti auðveldlega án hans milligöngu fengið aðgang að íslenskum sjónvarpsstöðvum þótt þau búi erlendis. RÚV fá þau í gegnum nefskatt og auðvelt er að fá aðgang að Stöð 2, Stöð 2+, Stöð 2 Sport og Sjónvarpi Símans. Þau þurfa aðeins að taka myndlykilinn með sér til Spánar eða sækja app þessara miðla sem tekur 2 mínútur. Margir Íslendingar hafa státað sig af þjófnaði á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í gegnum tíðina og finnst þeir svolítið snjallir að komast yfir þetta efni á þess að greiða fyrir það. Þessir aðilar velta ekki fyrir sér frekar en þrettán ára bókaþjófurinn að með þessu ertu að skerða tekjur þeirra sem skapa efnið. Ég sé lítinn mun á því að stela bók sem kostar 5000 kr. í bókaverslun eða stela t.d. áskrift að Stöð 2+ sem er á sama verði. Í gær bárust fréttir af þungum fangelsisdómum í Bretlandi og umfangsmikilli lögregluaðgerð í Hollandi með stuðningi Interpol vegna sölu fullorðinna manna á illa fengnu sjónvarpsefni. Ósanngjörn niðurstaða fyrir fórnfúsa vini eldri borgara? Ég veit það ekki. En hitt veit ég að sem fyrrverandi bókaþjófur á Íslandi þá dauðskammast ég mín enn niður í tær. Vonandi finna þeir sem stunda þjófnað á kvikmyndum og sjónvarpsefni í það minnsta til smá sektarkenndar. Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Fyrir nokkuð mörgum árum stundaði ég samviskulaust bókaþjófnað. Ég var góðvinur bóksölu Máls og menningar á Laugavegi og þegar enginn sá til renndi ég bók undir úlpuna og labbaði flóttalega út úr búðinni. Leiðin lá í nálæga fornbókaverslun þar sem eigandinn sem keypti bókina af mér á hálfvirði. Þessi glæpaferill minn stóð ekki lengi, ég var gripinn með bók Halldórs Laxness, Seiseijú, mikil ósköp í þriðju ránsferðinni. Ég gleymi ekki vonbrigðasvipnum á mömmu þegar upp um mig komst og hét því að stela aldrei aftur. Ég fæ ennþá sting í magann þegar ég kem í húsnæði þessarar bókabúðar og það sem meira er… ég gæti ekki hugsað mér að lesa þessa bók Laxness. Ég var þrettán ára þegar þetta átti sér stað og afbrotaferlinum lauk snarlega. Í vikunni var áhugavert viðtal við mann á miðjum aldri á Vísi. Hann lýsir því stoltur hvernig hann selur aðgang að íslensku sjónvarpsefni með ólöglegum hætti. Hann segist gera þetta af manngæsku og eingöngu til að hjálpa gamla fólkinu á Spáni. Fyrir góðmennskuna tekur hann háar fjárhæðir en gleymir að segja gamla fólkinu að þau geti auðveldlega án hans milligöngu fengið aðgang að íslenskum sjónvarpsstöðvum þótt þau búi erlendis. RÚV fá þau í gegnum nefskatt og auðvelt er að fá aðgang að Stöð 2, Stöð 2+, Stöð 2 Sport og Sjónvarpi Símans. Þau þurfa aðeins að taka myndlykilinn með sér til Spánar eða sækja app þessara miðla sem tekur 2 mínútur. Margir Íslendingar hafa státað sig af þjófnaði á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í gegnum tíðina og finnst þeir svolítið snjallir að komast yfir þetta efni á þess að greiða fyrir það. Þessir aðilar velta ekki fyrir sér frekar en þrettán ára bókaþjófurinn að með þessu ertu að skerða tekjur þeirra sem skapa efnið. Ég sé lítinn mun á því að stela bók sem kostar 5000 kr. í bókaverslun eða stela t.d. áskrift að Stöð 2+ sem er á sama verði. Í gær bárust fréttir af þungum fangelsisdómum í Bretlandi og umfangsmikilli lögregluaðgerð í Hollandi með stuðningi Interpol vegna sölu fullorðinna manna á illa fengnu sjónvarpsefni. Ósanngjörn niðurstaða fyrir fórnfúsa vini eldri borgara? Ég veit það ekki. En hitt veit ég að sem fyrrverandi bókaþjófur á Íslandi þá dauðskammast ég mín enn niður í tær. Vonandi finna þeir sem stunda þjófnað á kvikmyndum og sjónvarpsefni í það minnsta til smá sektarkenndar. Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar