Þingmenn eigi ekki sjálfir að vasast í eigin kjörum Ólafur Björn Sverrisson og Heimir Már Pétursson skrifa 30. maí 2023 21:22 Þorbjörg Sigríður segir ekki meirihluta fyrir því á þingi að endurskoða kjaramál þingmanna. vísir/vilhelm Tekist var á um fyrirhugaðar launahækkanir æðstu embættismanna á Alþingi í dag. Áformin hafa fallið í grýttan jarðveg hjá forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar sem vinna nú að gerð nýrra kjarasamninga til langs tíma. Þingmaður VG segist skilja gremjuna og þingmaður Viðreisnar segir sjálfsagt að endurskoða áformin en ekki sé meirihluti fyrir því á þingi. Launin hækka þann fyrsta júlí um 6 til 6,3 prósent samkvæmt fyrirkomulagi sem komið var á 2019 í kjölfar þess að umdeilt kjararáð var lagt niður. Sem dæmi hækka laun forsætisráðherra um 156 þúsund krónur, aðrir ráðherrar fá um 141 þúsund króna hækkun og seðlabankastjóri um 130 þúsund króna hækkun. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd, þá sér í lagi vegna þess að ekkert þak er á henni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Heimir Már Pétursson ræddi við þær Bjarkey Olsen, þingmann VG og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar í kvöldfréttum um málið: Bjarkey sagðist skilja óánægjuna. Hún var spurð hvort ekki sé eðlilegt að þingmenn fylgi því þaki sem sett var á launahækkanir til skamms tíma. „Það er í raun og veru ekkert þak, eins og kom hér fram í óundirbúnum fyrirspurnum í dag. Samningarnir eru með mjög mismunandi hætti, sumir með þak og aðrir ekki. En sannarlega eigum við að vera með opin augu fyrir því, það getur vel verið að við þurfum að taka betur utan um þetta heldur en að halda þessu til streitu.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Þorbjörg sagðist skilja að gæti valdið óróa að embættismannastétt sé leiðandi um launakjör. Það virðist hins vegar ekki vera meirihluti fyrir því á þingi að ráðast í breytingar á kjörum. „Ég er hins vegar alveg sammála því að það sé almennt ekki æskilegt að stjórnmálamenn séu sjálfir að vasast í kaupum og kjörum og það er ástæðan fyrir því að þetta fyrirkomulag var sett upp á sínum tíma. Það var auðvitað aldrei ætlunin að þingmenn yrðu leiðandi á erfiðum tímum, því finnst mér sjálfsagt að setjast niður og skoða það,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Allir biðji um meira aðhald Fram hefur komið gagnrýni á ríkisstjórn fyrir að koma ekki að lækkun verðbólgu með nægilega miklum hætti. Bjarkey segir fjárlaganefnd kanna nú hvort auka megi aðhald. Bæði Seðlabankastjóri og Alþjóðagjaldeyrissjóður hafi þó blessað vinnubrögð ríkisstjórnar. „Vinnan er nú í gangi og við sjáum hvað setur,“ sagði Bjarkey. Þorbjörg er ósammála Bjarkeyju um blessun umsagnaraðila fjárlaga. „Þeir biðja allir um meira aðhald til þess að hægt sé að kæla verðbólgu og þar með reikninga heimilanna í landinu. Mér finnst sorglegt að það sé ekki verið að gera þetta og skilja heimilin eftir í þeirri súpu sem þau eru,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Alþingi Kjaramál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Viðreisn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir launahækkun æðstu embættismanna vera raunlaunalækkun Ráðherrar skilja gremju almennings vegna launahækkana æðstu embættismanna ríkisins en segja þær í samræmi við lög. Forseti Alþýðusambands Íslands segir engin lög yfir það hafin að ekki megi endurskoða þau. Nauðsynlegt sé að skoða ástandið í samfélaginu að hverju sinni. 30. maí 2023 19:48 Launahækkunin sé blaut tuska í andlit þjóðarinnar Flokkir fólksins gagnrýnir laumahækkum æðstu ráðamanna harðlega. Hækkunin er sögð vera sem blaut tuska í andlit þjóðarinnar. Er þess krafist að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna sé frestað. 30. maí 2023 15:47 Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. 29. maí 2023 21:33 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Sjá meira
Launin hækka þann fyrsta júlí um 6 til 6,3 prósent samkvæmt fyrirkomulagi sem komið var á 2019 í kjölfar þess að umdeilt kjararáð var lagt niður. Sem dæmi hækka laun forsætisráðherra um 156 þúsund krónur, aðrir ráðherrar fá um 141 þúsund króna hækkun og seðlabankastjóri um 130 þúsund króna hækkun. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd, þá sér í lagi vegna þess að ekkert þak er á henni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Heimir Már Pétursson ræddi við þær Bjarkey Olsen, þingmann VG og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar í kvöldfréttum um málið: Bjarkey sagðist skilja óánægjuna. Hún var spurð hvort ekki sé eðlilegt að þingmenn fylgi því þaki sem sett var á launahækkanir til skamms tíma. „Það er í raun og veru ekkert þak, eins og kom hér fram í óundirbúnum fyrirspurnum í dag. Samningarnir eru með mjög mismunandi hætti, sumir með þak og aðrir ekki. En sannarlega eigum við að vera með opin augu fyrir því, það getur vel verið að við þurfum að taka betur utan um þetta heldur en að halda þessu til streitu.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Þorbjörg sagðist skilja að gæti valdið óróa að embættismannastétt sé leiðandi um launakjör. Það virðist hins vegar ekki vera meirihluti fyrir því á þingi að ráðast í breytingar á kjörum. „Ég er hins vegar alveg sammála því að það sé almennt ekki æskilegt að stjórnmálamenn séu sjálfir að vasast í kaupum og kjörum og það er ástæðan fyrir því að þetta fyrirkomulag var sett upp á sínum tíma. Það var auðvitað aldrei ætlunin að þingmenn yrðu leiðandi á erfiðum tímum, því finnst mér sjálfsagt að setjast niður og skoða það,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Allir biðji um meira aðhald Fram hefur komið gagnrýni á ríkisstjórn fyrir að koma ekki að lækkun verðbólgu með nægilega miklum hætti. Bjarkey segir fjárlaganefnd kanna nú hvort auka megi aðhald. Bæði Seðlabankastjóri og Alþjóðagjaldeyrissjóður hafi þó blessað vinnubrögð ríkisstjórnar. „Vinnan er nú í gangi og við sjáum hvað setur,“ sagði Bjarkey. Þorbjörg er ósammála Bjarkeyju um blessun umsagnaraðila fjárlaga. „Þeir biðja allir um meira aðhald til þess að hægt sé að kæla verðbólgu og þar með reikninga heimilanna í landinu. Mér finnst sorglegt að það sé ekki verið að gera þetta og skilja heimilin eftir í þeirri súpu sem þau eru,“ sagði Þorbjörg Sigríður.
Alþingi Kjaramál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Viðreisn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir launahækkun æðstu embættismanna vera raunlaunalækkun Ráðherrar skilja gremju almennings vegna launahækkana æðstu embættismanna ríkisins en segja þær í samræmi við lög. Forseti Alþýðusambands Íslands segir engin lög yfir það hafin að ekki megi endurskoða þau. Nauðsynlegt sé að skoða ástandið í samfélaginu að hverju sinni. 30. maí 2023 19:48 Launahækkunin sé blaut tuska í andlit þjóðarinnar Flokkir fólksins gagnrýnir laumahækkum æðstu ráðamanna harðlega. Hækkunin er sögð vera sem blaut tuska í andlit þjóðarinnar. Er þess krafist að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna sé frestað. 30. maí 2023 15:47 Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. 29. maí 2023 21:33 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Sjá meira
Segir launahækkun æðstu embættismanna vera raunlaunalækkun Ráðherrar skilja gremju almennings vegna launahækkana æðstu embættismanna ríkisins en segja þær í samræmi við lög. Forseti Alþýðusambands Íslands segir engin lög yfir það hafin að ekki megi endurskoða þau. Nauðsynlegt sé að skoða ástandið í samfélaginu að hverju sinni. 30. maí 2023 19:48
Launahækkunin sé blaut tuska í andlit þjóðarinnar Flokkir fólksins gagnrýnir laumahækkum æðstu ráðamanna harðlega. Hækkunin er sögð vera sem blaut tuska í andlit þjóðarinnar. Er þess krafist að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna sé frestað. 30. maí 2023 15:47
Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. 29. maí 2023 21:33
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent