Gróður svartur og brenndur eftir vorlægðirnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2023 20:01 Plöntur sem alla jafna eru orðnar blómstrandi grænar á þessum árstíma eru margar hverjar svartar og brunnar eftir vorlægðirnar. Þá hefur sumarblómasala verði dræm í rokinu en starfsmaður hjá Garðheimum segir fólk seinna á ferðinni en undanfarin ár. Plöntur sem alla jafna eru grænar og blómstrandi á þessum árstíma líta margar hverjar svona út, brenndar, svartar og vansælar eftir, að manni finnst, lengsta vetur í manna minnum. Vansæll og brunninn runni.stöð 2 „Þegar við fáum svona gífurlega mikið rok með saltaustri hér af hafi að þá brenna plönturnar og fara illa eins og við sjáum hérna fyrir aftan. Við sjáum svo greinilega að hér eru plöntur sem eru brunnar áveðurs en svo eru þær svolítið grænar hlémegin,“ segir Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur. Staða berjarunna döpur Margar plöntur muni eflaust hjarna við þó von sé á minni vexti, en Gurrý segir alltaf von á að ákveðnar tegundir muni ekki ná að blómstra, til dæmis berjarunnar sem lifna á vorin, auk þess sem sígrænar plöntu komi margar illa undan vetrinum og vorlægðum. „Blátoppurinn er venjulega á þessum tíma orðinn grænn og fallegur en því miður því hann er svo fljótur að lifna á vorin þá getur hann lent í svona brasi eins og við sjáum hérna,“ segir Gurrý og bendir á illa farinn runna. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur.Bylgjan Þetta tré lítur að jafnaði ekki svona út á sumrin? „Nei, þetta er Alaskaösp og venjulega eru þær orðnar grænar og fallegar og góð lykt af þeim en svo sjáum við hér að blöðin eru kolsvört.“ Svo er það þessi Hansarósarunni. Plantan er ein sú seltuþolnasta sem ræktuð er hér á landi - en hefur ekki þolað rokið á Seltjarnarnesi og minnir frekar á kolamola en rósarunna. Nokkuð hefur borið á því að viðskiptavinir, sem keyptu sumarblóm fyrr í vor, hafi þurft að koma aftur og kaupa ný blóm þar sem hin fyrri lifðu vorlægðirnar ekki af. Engan skyldi undra enda sumarveður ákveðin forsenda fyrir því að hægt sé að halda sumarblómum á lífi. Steinunn hjá Garðheimum segir að sala á sumarblómum fari seinna af stað en vanalega, fólki komi þó að skoða en margir leggi ekki í að setja blómin niður fyrr en vetrinum lýkur. „Já það segir... „Ég ætla að koma aftur“ því það er ekki tilbúið að kaupa blóm núna vitandi að það eru alltaf gular viðvaranir,“ segir Steinunn Reynisdóttir, deildarstjóri hjá Garðheimum. Hvenær er öruggt að setja sumarblómin niður og út? „Það ætti nú að vera kominn tími til þess, það er jafnara hitastig dag og nótt en hefur undanfarið verið svolítið rokkandi.“ Garðyrkja Veður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Plöntur sem alla jafna eru grænar og blómstrandi á þessum árstíma líta margar hverjar svona út, brenndar, svartar og vansælar eftir, að manni finnst, lengsta vetur í manna minnum. Vansæll og brunninn runni.stöð 2 „Þegar við fáum svona gífurlega mikið rok með saltaustri hér af hafi að þá brenna plönturnar og fara illa eins og við sjáum hérna fyrir aftan. Við sjáum svo greinilega að hér eru plöntur sem eru brunnar áveðurs en svo eru þær svolítið grænar hlémegin,“ segir Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur. Staða berjarunna döpur Margar plöntur muni eflaust hjarna við þó von sé á minni vexti, en Gurrý segir alltaf von á að ákveðnar tegundir muni ekki ná að blómstra, til dæmis berjarunnar sem lifna á vorin, auk þess sem sígrænar plöntu komi margar illa undan vetrinum og vorlægðum. „Blátoppurinn er venjulega á þessum tíma orðinn grænn og fallegur en því miður því hann er svo fljótur að lifna á vorin þá getur hann lent í svona brasi eins og við sjáum hérna,“ segir Gurrý og bendir á illa farinn runna. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur.Bylgjan Þetta tré lítur að jafnaði ekki svona út á sumrin? „Nei, þetta er Alaskaösp og venjulega eru þær orðnar grænar og fallegar og góð lykt af þeim en svo sjáum við hér að blöðin eru kolsvört.“ Svo er það þessi Hansarósarunni. Plantan er ein sú seltuþolnasta sem ræktuð er hér á landi - en hefur ekki þolað rokið á Seltjarnarnesi og minnir frekar á kolamola en rósarunna. Nokkuð hefur borið á því að viðskiptavinir, sem keyptu sumarblóm fyrr í vor, hafi þurft að koma aftur og kaupa ný blóm þar sem hin fyrri lifðu vorlægðirnar ekki af. Engan skyldi undra enda sumarveður ákveðin forsenda fyrir því að hægt sé að halda sumarblómum á lífi. Steinunn hjá Garðheimum segir að sala á sumarblómum fari seinna af stað en vanalega, fólki komi þó að skoða en margir leggi ekki í að setja blómin niður fyrr en vetrinum lýkur. „Já það segir... „Ég ætla að koma aftur“ því það er ekki tilbúið að kaupa blóm núna vitandi að það eru alltaf gular viðvaranir,“ segir Steinunn Reynisdóttir, deildarstjóri hjá Garðheimum. Hvenær er öruggt að setja sumarblómin niður og út? „Það ætti nú að vera kominn tími til þess, það er jafnara hitastig dag og nótt en hefur undanfarið verið svolítið rokkandi.“
Garðyrkja Veður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira