Átta milljón dauðsföll á ári Guðlaug B. Guðjónsdóttir skrifar 31. maí 2023 07:00 Síðan 1987 hafa aðildarríki Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, helgað 31. maí baráttunni gegn reykingum og annarri tóbaksnotkun á Alþjóðlega tóbakslausa deginum. Í ár er athyglinni einkum beint að því að ræktarlönd fyrir tóbaksplöntuna ætti frekar að nýta til matvælaframleiðslu og slagorðið er „Við þurfum mat, ekki tóbak“. Í tilefni dagsins er ástæða til að minna á nokkrar staðreyndir um notkun tóbaks. Tóbak leiðir til dauða allt að helmings þeirra sem nota það. Tóbak drepur yfir 8 milljónir manna á ári hverju. Um sjö milljónir þessara dauðsfalla má rekja beint til tóbaksnotkunar en rúmlega milljón dauðsföll eru af völdum óbeinna reykinga fólks sem ekki reykir. Í því skyni að takast á við tóbaksfaraldurinn samþykktu aðildarríki Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar rammasamning um tóbaksvarnir árið 2003 og nú hafa 182 ríki undirritað samninginn. Að því er varðar krabbamein má minna á að tóbaksnotkun tengist að minnsta kosti tuttugu tegundum krabbameins og er helsta orsök sjúkdómsins sem hægt er að koma í veg fyrir.Tóbak veldur um fjórðungi allra dauðsfalla af völdum krabbameins. Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins hefur oft ályktað um mikilvægi þess að halda áfram baráttunni gegn reykingum og annarri tóbaksnotkun, ekki síst meðal ungs fólks, og að stjórnvöld verði að bregðast við nýjum tegundum nikótínvara sem hafa komið inn á markaðinn síðustu árin. Í tilefni af Alþjóðlega tóbakslausa deginum eru landsmenn hvattir til að huga að því hvernig viðhalda má þeim mikla árangri sem náðst hefur í tóbaksvörnum á síðustu áratugum og bregðast við aðsteðjandi vanda af hörku, til heilla fyrir landsmenn, og ekki síst ungu kynslóðina. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Síðan 1987 hafa aðildarríki Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, helgað 31. maí baráttunni gegn reykingum og annarri tóbaksnotkun á Alþjóðlega tóbakslausa deginum. Í ár er athyglinni einkum beint að því að ræktarlönd fyrir tóbaksplöntuna ætti frekar að nýta til matvælaframleiðslu og slagorðið er „Við þurfum mat, ekki tóbak“. Í tilefni dagsins er ástæða til að minna á nokkrar staðreyndir um notkun tóbaks. Tóbak leiðir til dauða allt að helmings þeirra sem nota það. Tóbak drepur yfir 8 milljónir manna á ári hverju. Um sjö milljónir þessara dauðsfalla má rekja beint til tóbaksnotkunar en rúmlega milljón dauðsföll eru af völdum óbeinna reykinga fólks sem ekki reykir. Í því skyni að takast á við tóbaksfaraldurinn samþykktu aðildarríki Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar rammasamning um tóbaksvarnir árið 2003 og nú hafa 182 ríki undirritað samninginn. Að því er varðar krabbamein má minna á að tóbaksnotkun tengist að minnsta kosti tuttugu tegundum krabbameins og er helsta orsök sjúkdómsins sem hægt er að koma í veg fyrir.Tóbak veldur um fjórðungi allra dauðsfalla af völdum krabbameins. Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins hefur oft ályktað um mikilvægi þess að halda áfram baráttunni gegn reykingum og annarri tóbaksnotkun, ekki síst meðal ungs fólks, og að stjórnvöld verði að bregðast við nýjum tegundum nikótínvara sem hafa komið inn á markaðinn síðustu árin. Í tilefni af Alþjóðlega tóbakslausa deginum eru landsmenn hvattir til að huga að því hvernig viðhalda má þeim mikla árangri sem náðst hefur í tóbaksvörnum á síðustu áratugum og bregðast við aðsteðjandi vanda af hörku, til heilla fyrir landsmenn, og ekki síst ungu kynslóðina. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar