UN Global Compact á Íslandi Auður Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 30. maí 2023 12:30 Sjálfbær þróun er orðin grundvallarþáttur í hagþróun um allan heim. Margvísleg samtök stuðla að sjálfbæru atvinnulífi en stærsta sjálfbærniframtak heims er UN Global Compact (UNGC), eða sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um ábyrgt atvinnulíf. Í UN Global Compact eru yfir 22 þúsund aðildarfyrirtæki í yfir 160 löndum. Dæmi um aðila eru alþjóðleg fyrirtæki á borð við Maersk, Equinor (áður Statoil), Volvo, Johnson & Johnson, Pepsi-Co, Samsung Electronics, Unilever, General Electric (GE) og IBM. Starfsemi UN Global Compact miðast við að fyrirtæki fylgi eftir hinum tíu meginreglum sáttmálans (e. the Ten Principles of the UN Global Compact). Þessar tíu meginreglur varða ábyrga viðskiptahætti og falla undir mannréttindi, vinnumarkaðsmál, umhverfismál og aðgerðir gegn spillingu. Einnig vinna samtökin markvisst að innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Sjálfbærni, jafnvægi, hringrásarhagkerfið, réttlát umskipti: þetta eru allt hugtök sem við þekkjum. Öll snúast þau um að leggja grunn að sjálfbærri velmegun og verðmætasköpun til lengri tíma. Þetta er einmitt leiðarljós Sameinuðu þjóðanna og þess vegna var sáttmálinn Global Compact gerður fyrir rétt rúmum 20 árum. UNGC hvetur og aðstoðar fyrirtæki við að fylgja sjálfbærum og samfélagslega ábyrgum starfsháttum. Þátttaka í UN Global Compact staðfestir ekki aðeins skuldbindingu fyrirtækja í átt að sjálfbærari rekstri, heldur styrkir þátttaka í UNGC alþjóðlegt orðspor íslensks atvinnulífs. Með því að ganga í UNGC tengjast íslensk fyrirtæki alþjóðlegu neti fyrirtækja, stofnana og samtaka. Aðild felur m.a. í sér aðgang að akademíu UN Global Compact, framboð ýmissa hraðla um einstök málefni sjálfbærni, viðburði hér á landi og á Norðurlöndum og ýmsa aðstoð tengda málefnum sjálfbærni. Allt er þetta gert til að miðla þekkingu, hvetja til samvinnu, auka nýsköpun og samkeppnishæfni. Til að fylgjast með árangri fyrirtækja á sviði sjálfbærni skila aðildarfyrirtæki upplýsingum með þar til gerðum rafrænum gagnagrunni, sem tekinn var í notkun fyrr á árinu 2023. Þetta gerir hagaðilum og fyrirtækjunum sjálfum auðvelt að fylgjast með aðgerðum og árangri. Starfsemi Global Compact varðar málefni sjálfbærni þvert á landamæri. Um leið erum við minnt á mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu. Íslensk fyrirtæki og íslenskt hagkerfi þarf á henni að halda. Aðgerðir á sviði loftslagsmála, umhverfisverndar og á sviði mannréttinda verða að flæða milli landa í anda góðrar samvinnu. Fá samtök eru í betri aðstöðu til að byggja árangur á samvinnu en Global Compact og stuðla að sjálfbærum hagnaði fyrirtækja. Náttúruauðlindir Íslands, svo sem jarðhiti, vatnorka og ósnortið landslag, gegna lykilhutverki í verðmætasköpun íslenska hagkerfisins. UNGC leggur áherslu á ábyrga auðlindastjórnun og hvetur fyrirtæki til að taka upp sjálfbæra starfshætti sem lágmarka umhverfisáhrif um leið og stuðlað er að hagnaði til lengri tíma. UNGC leggur enn fremur ríka áherslu á mannréttindi, vinnuumhverfi og félagslega aðlögun. Með því að innleiða meginreglur UNGC í starfsemi sína geta íslensk fyrirtæki stuðlað að réttlátara samfélagi. Með því að efla fjölbreytileika og þátttöku hlúa fyrirtæki að umhverfi jafnra tækifæra. Þetta eykur aftur á móti ánægju starfsmanna, eykur framleiðni og laðar að hæfileikaríkt fagfólk inn á vinnumarkaðinn. Samfélagslega ábyrg fyrirtæki styrkja íslenskt atvinnulíf í heild. Ferðaþjónusta er orðin að grundvallarstoð í íslensku atvinnulífi, auk annarra mikilvægra atvinnuvega s.s. sjávarútvegs, landbúnaðar, iðnaðar, upplýsingatækni, verslunar og þjónustu. Með því að vera aðili að UNGC geta íslensk ferðaþjónustufyrirtæki orðið sjálfbærari og tryggt betur að ferðaþjónustan verði áfram jákvætt afl fyrir umhverfið, staðbundin svæði og samfélagið í heild. Sjálfbær ferðaþjónusta laðar að sér ábyrga ferðamenn sem setja áfangastaði sem sýna fram á skuldbindingu um sjálfbærni í forgang. Samtökin UN Global Compact eru nú með formlega starfsemi á Íslandi og ráðgefandi stjórn hefur verið skipuð (e. Leadership Council). Skrifstofa samtakanna er í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík. Miðvikudaginn 31. maí milli kl. 10-12 verður haldinn kynningarviðburður á vegum UN Global Compact á Íslandi. Fundurinn hefst kl. 10 og fer fram í Norðurljósasal Hörpu. Allir eru velkomnir. Heimasíða UN Global Compact á Íslandi Höfundur er svæðisstjóri UN Global Compact á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Sjálfbær þróun er orðin grundvallarþáttur í hagþróun um allan heim. Margvísleg samtök stuðla að sjálfbæru atvinnulífi en stærsta sjálfbærniframtak heims er UN Global Compact (UNGC), eða sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um ábyrgt atvinnulíf. Í UN Global Compact eru yfir 22 þúsund aðildarfyrirtæki í yfir 160 löndum. Dæmi um aðila eru alþjóðleg fyrirtæki á borð við Maersk, Equinor (áður Statoil), Volvo, Johnson & Johnson, Pepsi-Co, Samsung Electronics, Unilever, General Electric (GE) og IBM. Starfsemi UN Global Compact miðast við að fyrirtæki fylgi eftir hinum tíu meginreglum sáttmálans (e. the Ten Principles of the UN Global Compact). Þessar tíu meginreglur varða ábyrga viðskiptahætti og falla undir mannréttindi, vinnumarkaðsmál, umhverfismál og aðgerðir gegn spillingu. Einnig vinna samtökin markvisst að innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Sjálfbærni, jafnvægi, hringrásarhagkerfið, réttlát umskipti: þetta eru allt hugtök sem við þekkjum. Öll snúast þau um að leggja grunn að sjálfbærri velmegun og verðmætasköpun til lengri tíma. Þetta er einmitt leiðarljós Sameinuðu þjóðanna og þess vegna var sáttmálinn Global Compact gerður fyrir rétt rúmum 20 árum. UNGC hvetur og aðstoðar fyrirtæki við að fylgja sjálfbærum og samfélagslega ábyrgum starfsháttum. Þátttaka í UN Global Compact staðfestir ekki aðeins skuldbindingu fyrirtækja í átt að sjálfbærari rekstri, heldur styrkir þátttaka í UNGC alþjóðlegt orðspor íslensks atvinnulífs. Með því að ganga í UNGC tengjast íslensk fyrirtæki alþjóðlegu neti fyrirtækja, stofnana og samtaka. Aðild felur m.a. í sér aðgang að akademíu UN Global Compact, framboð ýmissa hraðla um einstök málefni sjálfbærni, viðburði hér á landi og á Norðurlöndum og ýmsa aðstoð tengda málefnum sjálfbærni. Allt er þetta gert til að miðla þekkingu, hvetja til samvinnu, auka nýsköpun og samkeppnishæfni. Til að fylgjast með árangri fyrirtækja á sviði sjálfbærni skila aðildarfyrirtæki upplýsingum með þar til gerðum rafrænum gagnagrunni, sem tekinn var í notkun fyrr á árinu 2023. Þetta gerir hagaðilum og fyrirtækjunum sjálfum auðvelt að fylgjast með aðgerðum og árangri. Starfsemi Global Compact varðar málefni sjálfbærni þvert á landamæri. Um leið erum við minnt á mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu. Íslensk fyrirtæki og íslenskt hagkerfi þarf á henni að halda. Aðgerðir á sviði loftslagsmála, umhverfisverndar og á sviði mannréttinda verða að flæða milli landa í anda góðrar samvinnu. Fá samtök eru í betri aðstöðu til að byggja árangur á samvinnu en Global Compact og stuðla að sjálfbærum hagnaði fyrirtækja. Náttúruauðlindir Íslands, svo sem jarðhiti, vatnorka og ósnortið landslag, gegna lykilhutverki í verðmætasköpun íslenska hagkerfisins. UNGC leggur áherslu á ábyrga auðlindastjórnun og hvetur fyrirtæki til að taka upp sjálfbæra starfshætti sem lágmarka umhverfisáhrif um leið og stuðlað er að hagnaði til lengri tíma. UNGC leggur enn fremur ríka áherslu á mannréttindi, vinnuumhverfi og félagslega aðlögun. Með því að innleiða meginreglur UNGC í starfsemi sína geta íslensk fyrirtæki stuðlað að réttlátara samfélagi. Með því að efla fjölbreytileika og þátttöku hlúa fyrirtæki að umhverfi jafnra tækifæra. Þetta eykur aftur á móti ánægju starfsmanna, eykur framleiðni og laðar að hæfileikaríkt fagfólk inn á vinnumarkaðinn. Samfélagslega ábyrg fyrirtæki styrkja íslenskt atvinnulíf í heild. Ferðaþjónusta er orðin að grundvallarstoð í íslensku atvinnulífi, auk annarra mikilvægra atvinnuvega s.s. sjávarútvegs, landbúnaðar, iðnaðar, upplýsingatækni, verslunar og þjónustu. Með því að vera aðili að UNGC geta íslensk ferðaþjónustufyrirtæki orðið sjálfbærari og tryggt betur að ferðaþjónustan verði áfram jákvætt afl fyrir umhverfið, staðbundin svæði og samfélagið í heild. Sjálfbær ferðaþjónusta laðar að sér ábyrga ferðamenn sem setja áfangastaði sem sýna fram á skuldbindingu um sjálfbærni í forgang. Samtökin UN Global Compact eru nú með formlega starfsemi á Íslandi og ráðgefandi stjórn hefur verið skipuð (e. Leadership Council). Skrifstofa samtakanna er í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík. Miðvikudaginn 31. maí milli kl. 10-12 verður haldinn kynningarviðburður á vegum UN Global Compact á Íslandi. Fundurinn hefst kl. 10 og fer fram í Norðurljósasal Hörpu. Allir eru velkomnir. Heimasíða UN Global Compact á Íslandi Höfundur er svæðisstjóri UN Global Compact á Íslandi
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar