Söngvari Rammstein sakaður um byrlun Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. maí 2023 11:02 Konan segir að Lindemann hafi falast eftir kynlífi undir sviðinu og reiðst þegar það gekki ekki. Getty/Twitter Kona að nafni Shelby Lynn hefur sakað Till Lindemann, söngvara þýsku þungarokkshljómsveitarinnar Rammstein, um byrlun. Í yfirlýsingu hljómsveitarinnar er ásökununum hafnað. Lynn skrifaði um málið á bæði Twitter og Instagram síðum sínum á föstudag. Segir hún að bæði Lindemann sjálfur og starfsfólk hans hafi tekið þátt í byrluninni á tónleikum í borginni Vilníus í Litháen mánudaginn 22. maí. Segist Lynn hafa verið valin af konu að nafni Aleena Makeeva, sem starfar fyrir Rammstein, til að vera í sérstakri röð aðdáanda, svokölluð o röð, á milli sviðsins og annarra tónleikagesta. Samkvæmt auglýsingu á Reddit rás Rammstein gátu aðeins laglegar stúlkur átt möguleika að komast í þessa o röð. En þær sem voru valdar fengu ókeypis miða á tónleikana, fengu að hitta Till Lindemann fyrir þá og boð í eftirpartí. Fékk hún svo að vita það frá partíhaldaranum, Joe Letz, fyrir tónleikana að Lindemann vildi hitta hana sérstaklega í partíinu. Spurði hún hvort hann væri að falast eftir kynlífi sagði Letz svo ekki vera. „Nei, ekkert þannig. Till er herramaður,“ á Letz að hafa sagt. Hana grunaði þó að það væri raunin og ræddi það við hinar stúlkurnar sem valdar voru sem tóku undir grunsemdirnar. Leidd undir sviðið Það næsta sem gerist er að Lindemann, sem er sextugur að aldri, mætir á svæðið og skenkir tekíla fyrir stúlkurnar. Fær Lynn einnig Red Bull með vodka og Prosecco freyðivín. Síðan fer Lindemann til að syngja á tónleikunum. Bruising including what seems to be finger marks from being grabbed maybe. I don t know when these bruises happened because I was so off my head under the influence of something. This is from the night of and morning after #shelbys69666 #rammstein pic.twitter.com/wvv4fwDB16— Shelby Lynn (@Shelbys69666) May 25, 2023 Lynn segist hafa verið algerlega út úr heiminum á meðan tónleikunum stóð og ekki munað eftir miklu. Grunar hana að lyf hafi verið sett út í áfengið sem Lindemann gaf henni. Í tónleikahléi hafi henni verið beint að litlu rými undir sviðinu, þangað sem Lindemann kom. Hafi hann falast eftir kynlífi en Lynn neitað. „Joe sagði að þú myndir!“ á Lindemann að hafa hrópað þá en síðan stormað í burtu í reiðikasti og klárað seinni helming tónleikana. Marblettir og uppköst Eftir tónleikana fór Lynn í eftirpartíið og var með hinum stúlkunum. Segist hún hafa kastað upp og farið svo á hótelið sitt. Þar tók hún eftir marblettum á sér og magauppköstin héldu svo áfram. Daginn eftir segist hún hafa heyrt það frá öðrum stúlkum í röð o að svipaðir hlutir hafi gerst. Keypti hún þá lyfjapróf sem reyndist þó vera neikvætt. Ekki í okkar umhverfi Í gær birti Rammstein yfirlýsingu vegna málsins þar sem ásökununum er hafnað. Rammstein hafnar ásökununum.Getty „Varðandi ásakanirnar sem eru í gangi á internetinu varðandi tónleikana í Vilníus getum við útilokað að það sem sagt er hafi gerst eig við um okkar umhverfi,“ segir í yfirlýsingunni. „Við vitum ekki af neinni opinberri rannsókn málsins.“ Málið hefur verið mikið rætt á samfélagsmiðlum, meðal annars á Reddit síðu Rammstein. Þar segjast sumir hafa heyrt sambærilegar sögur úr fortíðinni en aðrir draga frásögn Lynn í efa. Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Litháen Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Lynn skrifaði um málið á bæði Twitter og Instagram síðum sínum á föstudag. Segir hún að bæði Lindemann sjálfur og starfsfólk hans hafi tekið þátt í byrluninni á tónleikum í borginni Vilníus í Litháen mánudaginn 22. maí. Segist Lynn hafa verið valin af konu að nafni Aleena Makeeva, sem starfar fyrir Rammstein, til að vera í sérstakri röð aðdáanda, svokölluð o röð, á milli sviðsins og annarra tónleikagesta. Samkvæmt auglýsingu á Reddit rás Rammstein gátu aðeins laglegar stúlkur átt möguleika að komast í þessa o röð. En þær sem voru valdar fengu ókeypis miða á tónleikana, fengu að hitta Till Lindemann fyrir þá og boð í eftirpartí. Fékk hún svo að vita það frá partíhaldaranum, Joe Letz, fyrir tónleikana að Lindemann vildi hitta hana sérstaklega í partíinu. Spurði hún hvort hann væri að falast eftir kynlífi sagði Letz svo ekki vera. „Nei, ekkert þannig. Till er herramaður,“ á Letz að hafa sagt. Hana grunaði þó að það væri raunin og ræddi það við hinar stúlkurnar sem valdar voru sem tóku undir grunsemdirnar. Leidd undir sviðið Það næsta sem gerist er að Lindemann, sem er sextugur að aldri, mætir á svæðið og skenkir tekíla fyrir stúlkurnar. Fær Lynn einnig Red Bull með vodka og Prosecco freyðivín. Síðan fer Lindemann til að syngja á tónleikunum. Bruising including what seems to be finger marks from being grabbed maybe. I don t know when these bruises happened because I was so off my head under the influence of something. This is from the night of and morning after #shelbys69666 #rammstein pic.twitter.com/wvv4fwDB16— Shelby Lynn (@Shelbys69666) May 25, 2023 Lynn segist hafa verið algerlega út úr heiminum á meðan tónleikunum stóð og ekki munað eftir miklu. Grunar hana að lyf hafi verið sett út í áfengið sem Lindemann gaf henni. Í tónleikahléi hafi henni verið beint að litlu rými undir sviðinu, þangað sem Lindemann kom. Hafi hann falast eftir kynlífi en Lynn neitað. „Joe sagði að þú myndir!“ á Lindemann að hafa hrópað þá en síðan stormað í burtu í reiðikasti og klárað seinni helming tónleikana. Marblettir og uppköst Eftir tónleikana fór Lynn í eftirpartíið og var með hinum stúlkunum. Segist hún hafa kastað upp og farið svo á hótelið sitt. Þar tók hún eftir marblettum á sér og magauppköstin héldu svo áfram. Daginn eftir segist hún hafa heyrt það frá öðrum stúlkum í röð o að svipaðir hlutir hafi gerst. Keypti hún þá lyfjapróf sem reyndist þó vera neikvætt. Ekki í okkar umhverfi Í gær birti Rammstein yfirlýsingu vegna málsins þar sem ásökununum er hafnað. Rammstein hafnar ásökununum.Getty „Varðandi ásakanirnar sem eru í gangi á internetinu varðandi tónleikana í Vilníus getum við útilokað að það sem sagt er hafi gerst eig við um okkar umhverfi,“ segir í yfirlýsingunni. „Við vitum ekki af neinni opinberri rannsókn málsins.“ Málið hefur verið mikið rætt á samfélagsmiðlum, meðal annars á Reddit síðu Rammstein. Þar segjast sumir hafa heyrt sambærilegar sögur úr fortíðinni en aðrir draga frásögn Lynn í efa.
Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Litháen Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira