Leitin að fullkomnun Skúli Bragi Geirdal skrifar 30. maí 2023 08:31 Ég er staddur í miðborg Oslóar umkringdur veitingastöðum í leit að rétta staðnum til að borða á. Valkvíðinn hellist yfir mig og ég opna símann til þess að hjálpa mér að þrengja leitina. Með allar upplýsingar í heiminum í vasanum hlýt ég að geta fundið hinn fullkomna stað fyrir mig. Ég rúlla gegnum hvern listann á fætur öðrum yfir bestu staðina í borginni og ég átta mig fljótlega á því að ég muni á endanum neyðast til þess að þurfa að taka ákvörðun sjálfur um hverskonar mat mig langi í. Vandinn er bara sá að ég veit það ekki og það er erfitt að líta inn á við og treysta á innsæið, sérstaklega þegar að maður er svangur. Ég tek smá útúrdúr á samfélagsmiðlum og sé þar alla vera að lifa lífinu til fulls í filteraðri fullkomnun, ég hlýt að geta það líka með símann að vopni. Mig langar bara ekki að þurfa að taka þessa sjálfstæðu ákvörðun og fer því að lesa ummæli fyrrum viðskiptavina af þeim stöðum sem eru álitlegastir miðað við myndir. Hver staðurinn á fætur öðrum dettur út eftir lestur á hryllingssögum og upplifunum á óheyrilegum dónaskap. Eftir sit ég einn, með ærandi garnagaul, svengri en þegar að ég lagði af stað í rannsóknarvinnuna og ennþá ekki búinn að finna þann rétta. Þvert á móti komst ég að því að hinn fullkomni staður fyrir mig er ekki til! Hvað er eiginlega að mér, af hverju vel ég ekki bara einn af þessum stöðum sem er í kringum mig? En hvað ef maturinn þar er ekki nógu góður og girnilega fram reiddur? Eina sem ég vil er staður sem lítur vel út, eldar góðan mat sem hentar mínum smekk, sem leggur sig fram við að þjóna mínum þörfum, er með flekklaust orðspor, ekki langt í burtu og helst ekki of dýr. Ég bið ekki um of mikið, eða hvað? Er þetta ekki einmitt staðurinn sem við erum öll að leita af? Við ættum nú alveg að geta fundið hann sítengd og með þetta ótakmarkaða aðgengi að upplýsingum öllum stundum. Eða hvað? Erum við kannski bara öll týnd í skóginum og sjáum hann ekki fyrir trjánum? DING! Ég fæ tilkynningu um „match“ á stefnumótamiðli. Það er einhverjum sem líkar við mig. Hver ætli þetta sé? Æi nei myndirnar eru eitthvað pínu skrítnar, ég ætla frekar að bíða eftir næsta... Samt er ég kominn á samfélagsmiðla að fletta viðkomandi upp og finn þar fleiri litlar ástæður fyrir því að viðkomandi er ekki nógu fullkomin fyrir mig. Ég veit alveg að ég er ekki fullkominn sjálfur, en samt þurfa aðrir að vera það. Tíminn er dýrmætur og þótt ég sitji einn í útlöndum, fastur í símanum, þá ætla ég ekki að sóa honum í slæmar upplifanir. Maturinn, drykkurinn, félagsskapurinn og allar upplifanir verða að vera þess virði. Leitin heldur því áfram.. Ohh batteríið er að klárast því ég er búinn að vera svo mikið í símanum. Ég ætti kannski að kaupa mér nýjan síma hérna úti. Saman höldum við Google af stað í leit að nýjum síma handa mér sem verður að tikka í öll boxin til þess að vera þess virði að fjárfesta í honum. Eftir dágóða leit er ég aftur engu nær og man að ég er enn ekki búinn að borða neitt því ég var ekki búinn að finna fullkomna veitingastaðinn... Ég held því áfram að nota gamla símann. Skjárinn er vissulega smá brotinn, komnar smá rispur á bakið og endingin á batteríinu ekki eins góð og hún var hérna áður fyrr. Hann stendur samt sem áður fyrir sínu. Pínu eins og ég sjálfur. Þrátt fyrir að vera ekki fullkominn þá er hann samt alveg nógu góður. Hvaðan kemur þessi stöðuga pressa? Síminn slekkur á sér og ég horfi á svartan skjáinn þar sem ég finn mína eigin spegilmynd. Ert það kannski þú sem ert alltaf að búa til þessa pressu hjá mér? Er ég kannski minn versti óvinur? Í staðinn fyrir að sitja hér í fríi í Osló að stara á símann minn í leit af fullkomnun í ófullkomnum heimi ætti ég kannski frekar að líta upp og byrja að upplifa borgina með öllum þeim kostum og göllum sem henni fylgja? Hér hef ég setið fastur í upplýsingaóreiðunni að reyna að elta óraunhæf og yfirborðskennd útlitsviðmið og lífstíl. Eftir sit ég týndur og enn óhamingjusamari en þegar að ég lagði af stað í þetta ferðalag sem ég er búinn að bíða eftir í margar vikur. Þreyttur, svangur og bugaður held ég aftur heim á hótelið mitt. Aftur heim í þægindin á minn samastað í þessari stóru borg sem ég er að heimsækja í fyrsta skipti. Þar fann ég öruggt borð á veitingastaðnum á hótelinu og pantaði rétt dagsins því það var það sem þjónninn mælti með. Þvílíkur léttir og mikið ofboðslega sem það var gott að fá loksins að borða! Saddur og sæll hellist aftur yfir mig valkvíðinn. Hvað ætla ég að gera í kvöld? Hvernig ætla ég að eyða morgundeginum? Í hverju á ég að vera? Hvar ætla ég að borða á morgun og ætli ég þurfi að panta borð? Aftur næ ég í símann og opna leitarvélarnar og öppin til þess að hjálpa mér að skipuleggja fullkomna daginn, í fullkomna dressinu, að borða fullkoma matinn svo ég geti nú sýnt öllum á samfélagsmiðlum hvað ég er frábær og hef það gott. Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Samfélagsmiðlar Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er staddur í miðborg Oslóar umkringdur veitingastöðum í leit að rétta staðnum til að borða á. Valkvíðinn hellist yfir mig og ég opna símann til þess að hjálpa mér að þrengja leitina. Með allar upplýsingar í heiminum í vasanum hlýt ég að geta fundið hinn fullkomna stað fyrir mig. Ég rúlla gegnum hvern listann á fætur öðrum yfir bestu staðina í borginni og ég átta mig fljótlega á því að ég muni á endanum neyðast til þess að þurfa að taka ákvörðun sjálfur um hverskonar mat mig langi í. Vandinn er bara sá að ég veit það ekki og það er erfitt að líta inn á við og treysta á innsæið, sérstaklega þegar að maður er svangur. Ég tek smá útúrdúr á samfélagsmiðlum og sé þar alla vera að lifa lífinu til fulls í filteraðri fullkomnun, ég hlýt að geta það líka með símann að vopni. Mig langar bara ekki að þurfa að taka þessa sjálfstæðu ákvörðun og fer því að lesa ummæli fyrrum viðskiptavina af þeim stöðum sem eru álitlegastir miðað við myndir. Hver staðurinn á fætur öðrum dettur út eftir lestur á hryllingssögum og upplifunum á óheyrilegum dónaskap. Eftir sit ég einn, með ærandi garnagaul, svengri en þegar að ég lagði af stað í rannsóknarvinnuna og ennþá ekki búinn að finna þann rétta. Þvert á móti komst ég að því að hinn fullkomni staður fyrir mig er ekki til! Hvað er eiginlega að mér, af hverju vel ég ekki bara einn af þessum stöðum sem er í kringum mig? En hvað ef maturinn þar er ekki nógu góður og girnilega fram reiddur? Eina sem ég vil er staður sem lítur vel út, eldar góðan mat sem hentar mínum smekk, sem leggur sig fram við að þjóna mínum þörfum, er með flekklaust orðspor, ekki langt í burtu og helst ekki of dýr. Ég bið ekki um of mikið, eða hvað? Er þetta ekki einmitt staðurinn sem við erum öll að leita af? Við ættum nú alveg að geta fundið hann sítengd og með þetta ótakmarkaða aðgengi að upplýsingum öllum stundum. Eða hvað? Erum við kannski bara öll týnd í skóginum og sjáum hann ekki fyrir trjánum? DING! Ég fæ tilkynningu um „match“ á stefnumótamiðli. Það er einhverjum sem líkar við mig. Hver ætli þetta sé? Æi nei myndirnar eru eitthvað pínu skrítnar, ég ætla frekar að bíða eftir næsta... Samt er ég kominn á samfélagsmiðla að fletta viðkomandi upp og finn þar fleiri litlar ástæður fyrir því að viðkomandi er ekki nógu fullkomin fyrir mig. Ég veit alveg að ég er ekki fullkominn sjálfur, en samt þurfa aðrir að vera það. Tíminn er dýrmætur og þótt ég sitji einn í útlöndum, fastur í símanum, þá ætla ég ekki að sóa honum í slæmar upplifanir. Maturinn, drykkurinn, félagsskapurinn og allar upplifanir verða að vera þess virði. Leitin heldur því áfram.. Ohh batteríið er að klárast því ég er búinn að vera svo mikið í símanum. Ég ætti kannski að kaupa mér nýjan síma hérna úti. Saman höldum við Google af stað í leit að nýjum síma handa mér sem verður að tikka í öll boxin til þess að vera þess virði að fjárfesta í honum. Eftir dágóða leit er ég aftur engu nær og man að ég er enn ekki búinn að borða neitt því ég var ekki búinn að finna fullkomna veitingastaðinn... Ég held því áfram að nota gamla símann. Skjárinn er vissulega smá brotinn, komnar smá rispur á bakið og endingin á batteríinu ekki eins góð og hún var hérna áður fyrr. Hann stendur samt sem áður fyrir sínu. Pínu eins og ég sjálfur. Þrátt fyrir að vera ekki fullkominn þá er hann samt alveg nógu góður. Hvaðan kemur þessi stöðuga pressa? Síminn slekkur á sér og ég horfi á svartan skjáinn þar sem ég finn mína eigin spegilmynd. Ert það kannski þú sem ert alltaf að búa til þessa pressu hjá mér? Er ég kannski minn versti óvinur? Í staðinn fyrir að sitja hér í fríi í Osló að stara á símann minn í leit af fullkomnun í ófullkomnum heimi ætti ég kannski frekar að líta upp og byrja að upplifa borgina með öllum þeim kostum og göllum sem henni fylgja? Hér hef ég setið fastur í upplýsingaóreiðunni að reyna að elta óraunhæf og yfirborðskennd útlitsviðmið og lífstíl. Eftir sit ég týndur og enn óhamingjusamari en þegar að ég lagði af stað í þetta ferðalag sem ég er búinn að bíða eftir í margar vikur. Þreyttur, svangur og bugaður held ég aftur heim á hótelið mitt. Aftur heim í þægindin á minn samastað í þessari stóru borg sem ég er að heimsækja í fyrsta skipti. Þar fann ég öruggt borð á veitingastaðnum á hótelinu og pantaði rétt dagsins því það var það sem þjónninn mælti með. Þvílíkur léttir og mikið ofboðslega sem það var gott að fá loksins að borða! Saddur og sæll hellist aftur yfir mig valkvíðinn. Hvað ætla ég að gera í kvöld? Hvernig ætla ég að eyða morgundeginum? Í hverju á ég að vera? Hvar ætla ég að borða á morgun og ætli ég þurfi að panta borð? Aftur næ ég í símann og opna leitarvélarnar og öppin til þess að hjálpa mér að skipuleggja fullkomna daginn, í fullkomna dressinu, að borða fullkoma matinn svo ég geti nú sýnt öllum á samfélagsmiðlum hvað ég er frábær og hef það gott. Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar