Gröf Vivienne Westwood vanhelguð Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. maí 2023 14:53 Vivienne Westwood hafði gríðarleg áhrif á tískuheiminn á sínum langa ferli. Getty/Vittorio Zunino Gröf hinnar goðsagnakenndu Vivienne Westwood, sem lést á síðasta ári, var vanhelguð þegar stóru blómakeri, sem skreytti grafreit hennar, var stolið. Fjöldi fólks hefur lýst yfir hneykslan sinni vegna þjófnaðarins. Lafði Vivienne Westwood, tískugoðsögn og einn áhrifamesti fatahönnuður samtímans, lést í desember á síðasta ári, 81 árs að aldri. Grafreitur hennar er staðsettur í Tintwistle-þorpi í Derbyshire og er gröfinni haldið við af blómasölum á svæðinu. Á sunnudaginn kom Anja Norris, blómasali, að grafreitnum til að sinna honum en uppgötvaði þá að stóru blómakeri sem skreytti gröf hennar hafði verið stolið. Norris sem rekur blómaþjónustu í Glossop, nærliggjandi þorpi, lýsti yfir viðbjóð sínum á athæfinu. Hér má sjá blómakerið sem var stolið nýlega.Facebook „Þetta er svo mikil vanvirðing, ég vona að þau skili því,“ sagði Anja um kerið í viðtali við BBC. „Ég botna ekkert í þessu, gröfin er mjög vinsæl meðal fólks og þorpsbúa sem heimsækja hana til að votta virðingu sína,“ bætti hún við. Talið er að blómakerinu hafi verið stolið einhvern tímann á síðustu tveimur vikum en Norris segir að vegna þyngdar kersins hljóti þjófarnir að hafa ferjað það með bíl. Ekki er búið að hafa samband við lögreglu þar sem þorpsbúar vilja gefa þjófunum tækifæri á að skila því áður en verðir laganna rannsaka málið. Bretland Tíska og hönnun Tengdar fréttir Vivienne Westwood er látin Vivienne Westwood, einn áhrifamesti fatahönnuður samtímans, er látin. Hún varð 81 árs gömul. 29. desember 2022 21:29 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Lafði Vivienne Westwood, tískugoðsögn og einn áhrifamesti fatahönnuður samtímans, lést í desember á síðasta ári, 81 árs að aldri. Grafreitur hennar er staðsettur í Tintwistle-þorpi í Derbyshire og er gröfinni haldið við af blómasölum á svæðinu. Á sunnudaginn kom Anja Norris, blómasali, að grafreitnum til að sinna honum en uppgötvaði þá að stóru blómakeri sem skreytti gröf hennar hafði verið stolið. Norris sem rekur blómaþjónustu í Glossop, nærliggjandi þorpi, lýsti yfir viðbjóð sínum á athæfinu. Hér má sjá blómakerið sem var stolið nýlega.Facebook „Þetta er svo mikil vanvirðing, ég vona að þau skili því,“ sagði Anja um kerið í viðtali við BBC. „Ég botna ekkert í þessu, gröfin er mjög vinsæl meðal fólks og þorpsbúa sem heimsækja hana til að votta virðingu sína,“ bætti hún við. Talið er að blómakerinu hafi verið stolið einhvern tímann á síðustu tveimur vikum en Norris segir að vegna þyngdar kersins hljóti þjófarnir að hafa ferjað það með bíl. Ekki er búið að hafa samband við lögreglu þar sem þorpsbúar vilja gefa þjófunum tækifæri á að skila því áður en verðir laganna rannsaka málið.
Bretland Tíska og hönnun Tengdar fréttir Vivienne Westwood er látin Vivienne Westwood, einn áhrifamesti fatahönnuður samtímans, er látin. Hún varð 81 árs gömul. 29. desember 2022 21:29 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Vivienne Westwood er látin Vivienne Westwood, einn áhrifamesti fatahönnuður samtímans, er látin. Hún varð 81 árs gömul. 29. desember 2022 21:29