Rúmlega 150 milljarða halli hjá ríkissjóði og úrvinda sjálfboðaliðar Bergvin Oddsson skrifar 26. maí 2023 13:00 Þegar horft er á ríkisreikninginn er hallinn vel yfir 150 milljarðar á árinu 2023. Þrátt fyrir glimrandi hagvöxt sennilegast munum við toppa bæði Kína og Indland því þar er gert ráð fyrir tæplega 6% hagvexti. Afhverju er ég að skrifa þessa grein? Það er vegna þess að ár eftir ár er halli á ríkissjóði þrátt fyrir að t.d Landspítalinn nái aldrei endum saman. Vegakerfið er í molum, löggæslan skortir aukið fé ár eftir ár. Háskólarnir okkar dragast aftur úr og eins og Háskólaráðherra sagði fyrir páska að við værum að skrapa botninn á norðurlöndunum. Þið vitið það vel að ég gæti haldið hér áfram upptalningunni allt það sem er ekki í ólestri heldur í virkilega slæmum málum í mörgum málaflokkum. Um árabil hafa sjálfboðaliðar góðgerðarsamtaka hér á landi Lions, Oddfelow, Kiwanis, Rótarí, kvenfélögin hringinn í kringum landið. Ásamt fermingarbörnum ár eftir ár, skógræktin, björgvunarsveitirnar sem fá sáralítið greitt fyrir sína þjónustu, já ég segi þjónustu en ekki aðstoð. Sjálfboðaliðar safna peningum til að kaupa ný tæki sem heilbriðisstofnanir vítt og breitt um landið þiggja á hverju ári gjafir því stofnanirnar hafa ekki fjármagn til að endurnýja tækin sín sjálf. Sjálfboðaliðar eru úrvinda eftir þrotlausa vinnu hvort sem er að safna peningum, stuðla að landgræðslu eða skógrækt, allt í þágu ríkisins. Allt þetta fólk ætti skilið að fá smá skattaafslátt eða aukin persónuafslátt sem smá þakklætisvott fyrir óeigingjarnt starf í þágu íslenska ríkisins... Setjum á tólf mánaða starfsmannabann hjá hinu opinbera Launakostnaður hjá ríkinu hefur aukist á hverju einasta ári alla þessa öld, báknið einfaldlega stækkar og stækkar. Á mennta og heilbrigðissviðinu tel ég ekki vera möguleiki að fækka starfsfólki hjá ríkinu en á öllum öðrum stöðum er vel hægt að setja á tólf mánaða starfsmannabann, sem þýðir einfaldlega að þegar opinber starfsmaður lætur af störfum sé ekki ráðið í viðkomandi stöðu. Starfsmannavelta hjá hinu opinbera er aðeins 7% sem er töluvert minna en í einkageiranum og í þriðja geiranum. Af hverju skyldi það vera?? Kannski vegna þess að það eru svo margar þægilegar innivinnur í boði hjá ríkinu. Vissulega starfa ekki allir ríkisstarfsmenn innandyra. Nú verða stjórnvöld að líta í eigin barm taka sér tak og vinna í alvöru að því að draga úr ríkishallanum. Með því að setja á starfsmannabann í tólf mánuði myndi ríkissjóður spara marga milljarða á ári og ég er viss um að þjónustan myndi ekki skerðast sem nokkru nemur þrátt fyrir slíkt átak. Fleiri tillögur Hefði ekki verið gáfulegra að halda áfram gjaldtöku í Hvalfjarðagöng og fá tekjur í kassann?afhverju má ekki innheimta gjöld af erlendum ferðamönnum. Hvar er gistináttaskatturinn og náttúrupassinn? Sameinum stofnanir Hagstofu og Þjóðskrá. Fiskistofa og Hafró. Svo ekki sé minnst á öll söfnin. Höfundur er Bergvin Oddsson, stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar horft er á ríkisreikninginn er hallinn vel yfir 150 milljarðar á árinu 2023. Þrátt fyrir glimrandi hagvöxt sennilegast munum við toppa bæði Kína og Indland því þar er gert ráð fyrir tæplega 6% hagvexti. Afhverju er ég að skrifa þessa grein? Það er vegna þess að ár eftir ár er halli á ríkissjóði þrátt fyrir að t.d Landspítalinn nái aldrei endum saman. Vegakerfið er í molum, löggæslan skortir aukið fé ár eftir ár. Háskólarnir okkar dragast aftur úr og eins og Háskólaráðherra sagði fyrir páska að við værum að skrapa botninn á norðurlöndunum. Þið vitið það vel að ég gæti haldið hér áfram upptalningunni allt það sem er ekki í ólestri heldur í virkilega slæmum málum í mörgum málaflokkum. Um árabil hafa sjálfboðaliðar góðgerðarsamtaka hér á landi Lions, Oddfelow, Kiwanis, Rótarí, kvenfélögin hringinn í kringum landið. Ásamt fermingarbörnum ár eftir ár, skógræktin, björgvunarsveitirnar sem fá sáralítið greitt fyrir sína þjónustu, já ég segi þjónustu en ekki aðstoð. Sjálfboðaliðar safna peningum til að kaupa ný tæki sem heilbriðisstofnanir vítt og breitt um landið þiggja á hverju ári gjafir því stofnanirnar hafa ekki fjármagn til að endurnýja tækin sín sjálf. Sjálfboðaliðar eru úrvinda eftir þrotlausa vinnu hvort sem er að safna peningum, stuðla að landgræðslu eða skógrækt, allt í þágu ríkisins. Allt þetta fólk ætti skilið að fá smá skattaafslátt eða aukin persónuafslátt sem smá þakklætisvott fyrir óeigingjarnt starf í þágu íslenska ríkisins... Setjum á tólf mánaða starfsmannabann hjá hinu opinbera Launakostnaður hjá ríkinu hefur aukist á hverju einasta ári alla þessa öld, báknið einfaldlega stækkar og stækkar. Á mennta og heilbrigðissviðinu tel ég ekki vera möguleiki að fækka starfsfólki hjá ríkinu en á öllum öðrum stöðum er vel hægt að setja á tólf mánaða starfsmannabann, sem þýðir einfaldlega að þegar opinber starfsmaður lætur af störfum sé ekki ráðið í viðkomandi stöðu. Starfsmannavelta hjá hinu opinbera er aðeins 7% sem er töluvert minna en í einkageiranum og í þriðja geiranum. Af hverju skyldi það vera?? Kannski vegna þess að það eru svo margar þægilegar innivinnur í boði hjá ríkinu. Vissulega starfa ekki allir ríkisstarfsmenn innandyra. Nú verða stjórnvöld að líta í eigin barm taka sér tak og vinna í alvöru að því að draga úr ríkishallanum. Með því að setja á starfsmannabann í tólf mánuði myndi ríkissjóður spara marga milljarða á ári og ég er viss um að þjónustan myndi ekki skerðast sem nokkru nemur þrátt fyrir slíkt átak. Fleiri tillögur Hefði ekki verið gáfulegra að halda áfram gjaldtöku í Hvalfjarðagöng og fá tekjur í kassann?afhverju má ekki innheimta gjöld af erlendum ferðamönnum. Hvar er gistináttaskatturinn og náttúrupassinn? Sameinum stofnanir Hagstofu og Þjóðskrá. Fiskistofa og Hafró. Svo ekki sé minnst á öll söfnin. Höfundur er Bergvin Oddsson, stjórnmálafræðingur.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar