Ráðherra segir Pírata hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. maí 2023 12:22 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Sigurjón Ólason Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar ásökunum um að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi verið nýttur til að lauma auknum vígbúnaði til lögreglunnar en segir að eftir fundinn eigi Íslendingar miklu öflugra og betur búið lögreglulið að öllu leyti. Þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, spurði dómsmálaráðherra á Alþingi í gær hvort leiðtogafundurinn hefði í reynd verið nýttur til að réttlæta stóraukinn vígbúnað íslensku lögreglunnar. „Já, þetta var einhver Pírataþingmaður sem var að spyrja um þetta. Það er nú oft sem maður verður var við úr þeirri áttinni að menn hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum,“ segir dómsmálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar og segir fundinn hafa verið eitt allra stærsta verkefni sem lögreglan hefði tekist á við. Vopnaðir lögreglumenn á þaki Hörpu með kíkisriffil.Vísir/Vilhelm „Það fylgdu þessu eðlilega mikil kaup á hinum fjölbreytta búnaði, bæði fatnaði, öryggisbúnaði, eins og vestum og öllu slíku. Og eitthvað af skotvopnum var keypt, mótorhjól og annað. Ég hef ekki skiptingu á þessum kostnaði,“ segir Jón. Í frétt Vísis í gær kom fram að kostnaður vegna kaupa á búnaði væri um 350 milljónir króna. Ráðherrann hafnar því að fundurinn hafi verið notaður til að lauma auknum vopnabúnaði til lögreglunnar. „Það er ekkert verið að nota hann til að lauma þessu inn til landsins. Þetta var nauðsynlegur búnaður til að geta tekist á við þetta viðamikla verkefni.“ Fleiri lögreglumótorhjól voru keypt vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu.Vísir/Vilhelm „Eftir þetta erum við með lögreglulið sem er búið að fara í gegnum mikla viðbótarmenntun í vetur, mikla viðbótarþjálfun, lögreglumenn allsstaðar að af landinu. Við höfum náð að bæta búnað lögreglunnar á fjölbreyttu sviði. Þannig að eftir stöndum við með miklu öflugra lögreglulið að öllu leyti. Betur þjálfað, betur menntað og þjálfað og betur búið. Og ég fagna því og treysti lögreglunni fullkomlega til þess að fara með það, samkvæmt þeirri ábyrgð sem þeir sýna,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Hér má sjá viðtal við ráðherrann um málið í heild: Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Píratar Tengdar fréttir Leiðtogafundurinn hvalreki fyrir vopnabúr löggunnar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því á þinginu nú rétt í þessu að ekki stæði til að selja aftur þann búnað sem keyptur var fyrir lögregluna vegna leiðtogafundarins. Alls fóru í það um 350 milljónir króna. 23. maí 2023 14:38 Stóraukið myndavélaeftirlit í miðborginni Myndavélar sem keyptar voru í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins verða ekki fjarlægðar. 24 nýjar vélar voru keyptar að sögn upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur miklar áhyggjur af auknu eftirliti. 19. maí 2023 19:45 Tekist á um rafbyssuvæðingu: Svör forsætisráðherra ófullnægjandi og óskýr Forsætisráðherra segir það alltaf háð mati hvers ráðherra fyrir sig hvort mál teljist svo mikilvæg að bera þurfi þau upp við ríkisstjórn áður en ákvörðun er tekin. Það mat geti verið ólíkt milli ráðherra, eins og um rafbyssuvæðingu dómsmálaráðherra, og það hljóti að vera pólitískt. 20. mars 2023 22:27 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, spurði dómsmálaráðherra á Alþingi í gær hvort leiðtogafundurinn hefði í reynd verið nýttur til að réttlæta stóraukinn vígbúnað íslensku lögreglunnar. „Já, þetta var einhver Pírataþingmaður sem var að spyrja um þetta. Það er nú oft sem maður verður var við úr þeirri áttinni að menn hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum,“ segir dómsmálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar og segir fundinn hafa verið eitt allra stærsta verkefni sem lögreglan hefði tekist á við. Vopnaðir lögreglumenn á þaki Hörpu með kíkisriffil.Vísir/Vilhelm „Það fylgdu þessu eðlilega mikil kaup á hinum fjölbreytta búnaði, bæði fatnaði, öryggisbúnaði, eins og vestum og öllu slíku. Og eitthvað af skotvopnum var keypt, mótorhjól og annað. Ég hef ekki skiptingu á þessum kostnaði,“ segir Jón. Í frétt Vísis í gær kom fram að kostnaður vegna kaupa á búnaði væri um 350 milljónir króna. Ráðherrann hafnar því að fundurinn hafi verið notaður til að lauma auknum vopnabúnaði til lögreglunnar. „Það er ekkert verið að nota hann til að lauma þessu inn til landsins. Þetta var nauðsynlegur búnaður til að geta tekist á við þetta viðamikla verkefni.“ Fleiri lögreglumótorhjól voru keypt vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu.Vísir/Vilhelm „Eftir þetta erum við með lögreglulið sem er búið að fara í gegnum mikla viðbótarmenntun í vetur, mikla viðbótarþjálfun, lögreglumenn allsstaðar að af landinu. Við höfum náð að bæta búnað lögreglunnar á fjölbreyttu sviði. Þannig að eftir stöndum við með miklu öflugra lögreglulið að öllu leyti. Betur þjálfað, betur menntað og þjálfað og betur búið. Og ég fagna því og treysti lögreglunni fullkomlega til þess að fara með það, samkvæmt þeirri ábyrgð sem þeir sýna,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Hér má sjá viðtal við ráðherrann um málið í heild:
Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Píratar Tengdar fréttir Leiðtogafundurinn hvalreki fyrir vopnabúr löggunnar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því á þinginu nú rétt í þessu að ekki stæði til að selja aftur þann búnað sem keyptur var fyrir lögregluna vegna leiðtogafundarins. Alls fóru í það um 350 milljónir króna. 23. maí 2023 14:38 Stóraukið myndavélaeftirlit í miðborginni Myndavélar sem keyptar voru í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins verða ekki fjarlægðar. 24 nýjar vélar voru keyptar að sögn upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur miklar áhyggjur af auknu eftirliti. 19. maí 2023 19:45 Tekist á um rafbyssuvæðingu: Svör forsætisráðherra ófullnægjandi og óskýr Forsætisráðherra segir það alltaf háð mati hvers ráðherra fyrir sig hvort mál teljist svo mikilvæg að bera þurfi þau upp við ríkisstjórn áður en ákvörðun er tekin. Það mat geti verið ólíkt milli ráðherra, eins og um rafbyssuvæðingu dómsmálaráðherra, og það hljóti að vera pólitískt. 20. mars 2023 22:27 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Leiðtogafundurinn hvalreki fyrir vopnabúr löggunnar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því á þinginu nú rétt í þessu að ekki stæði til að selja aftur þann búnað sem keyptur var fyrir lögregluna vegna leiðtogafundarins. Alls fóru í það um 350 milljónir króna. 23. maí 2023 14:38
Stóraukið myndavélaeftirlit í miðborginni Myndavélar sem keyptar voru í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins verða ekki fjarlægðar. 24 nýjar vélar voru keyptar að sögn upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur miklar áhyggjur af auknu eftirliti. 19. maí 2023 19:45
Tekist á um rafbyssuvæðingu: Svör forsætisráðherra ófullnægjandi og óskýr Forsætisráðherra segir það alltaf háð mati hvers ráðherra fyrir sig hvort mál teljist svo mikilvæg að bera þurfi þau upp við ríkisstjórn áður en ákvörðun er tekin. Það mat geti verið ólíkt milli ráðherra, eins og um rafbyssuvæðingu dómsmálaráðherra, og það hljóti að vera pólitískt. 20. mars 2023 22:27