Aldrei notað frægðina til að komast yfir kvenfólk Ágúst Beinteinn Árnason skrifar 20. maí 2023 21:30 Þorgeir Ástvaldsson var gestur Gústa B og Big Income Pally í Veislunni. AÐSEND „Mér hefur alltaf þótt það hallærislegt,“ segir útvarpsmaðurinn geðþekki Þorgeir Ástvaldsson. Að nálgast stelpur þannig: „Ég er svo frægur að ég má bara fara með þér upp í rúm!“ Óhætt er að segja að Þorgeir hafi farið um víðan völl í Veislunni á FM957. Þorgeir gefur lítið fyrir það að nota frægð til að komast yfir kvenfólk og nefnir eitt sem alltaf skal halda í heiðri: „Stúlka sem þú kynnist, þú berð alltaf virðingu fyrir henni, alltaf.“ Þá er hann líka með ráð við því hvað skal gera ef kona kýlir þig og er ljóst að Þorgeir er sannur herramaður. Hér í spilaranum fyrir neðan má hlusta á brot úr samtalinu. Brennivínið og útvarpið Þorgeir segir útvarpið hafa smellpassað við sig: „Ég var og er að eðlisfari mjög feiminn. Þess vegna þegar ég laðaðist að fjölmiðlum þá valdi ég útvarp.“ Þá segir hann útlitið ekki skipta jafn miklu máli og í sjónvarpi: „Hér get ég borað í nefið og þú getur verið illa til hafður og svona þvældur. En það er voðalega vont, og það eina sem þú átt ekki að gera í útvarpi er að reyna að vera skemmtilegur og drekka brennivín með því“, segir Þorgeir. „Það eru misheppnuðustu tilraunir sem útvarpsmenn hafa gert um ævina.“ „Þá var kominn tími til að hætta.“ Þá talar hann um sína eigin reynslu af ölinu: „Ég var í sullinu, við skulum segja það. Ég slapp svona þokkalega út úr þessu,“ segir hann. „Ég hætti, nennti þessu ekki lengur. Það var oft vesen. Ég þróaði þetta hættulega mikið, þetta var orðið of mikið sem ég lét ofan í mig og ég skildi ekkert í því af hverju ég var ekki fyllri. Þá var kominn tími til að hætta.“ Þorgeir með harmonikkuna eins og honum líður best.AÐSEND Gleymir því augnabliki aldrei „Við vorum bara kettlingar. Ég var sextán ára,“ segir Þorgeir þegar hann rifjar upp þegar reykvíska unglingahljómsveitin hans, Tempó, hitaði upp fyrir Kinks á sex tónleikum í Austurbæjarbíói árið 1965. „Það var eiginlega mín fyrsta eldraun, að fara fram á svið,“ segir hann. „Ég gleymi því augnabliki aldrei þegar ég var að fara inn á sviðið og við áttum að spila fimm lög. Ég kunni þau og allt í lagi en feimnin var að drepa mig. Fullt Austurbæjarbíó og svona fyrstu gargtónleikar sem menn gátu komið og öskrað alveg.“ Skiptar skoðanir voru á tónleikunum en Þorgeir lét það ekki á sig fá. „Þetta vakti mikla hneykslun og það fannst okkur gott og gaman - hneyksla gamla settið“, segir Þorgeir sem minnist þessara tíma hlýlega: „Þetta móment; að fara fram á sviðið, það lá við að maður hnigi niður af feimni.“ Þorgeir Ástvaldsson og Ragnar bjarnason á góðri stundu. Átti í fyrstu ekki að syngja Ég fer í fríið. Eitt frægasta framlag Þorgeirs Ástvaldssonar er dægurlagið Ég fer í fríið sem jafnan er sungið hástöfum á sumrin. Þá segist Þorgeir einungis hafa sungið inn á lagið „til prufu“ og Ragnar Bjarnason hafi svo átt að taka við söngnum. Áform sem ekki gengu upp. „Hvað varstu að gera mér?“ „Ragnar Bjarnason átti að syngja þetta lag og ég fór í frí til Ítalíu og las það í Mogganum í vélinni á leiðinni heim að lagið væri frumraun Þorgeirs Ástvaldssonar í dægurlagasöng.“ Þá hafði Ragnar ekki látið Þorgeir vita að hans útgáfa væri sú sem yrði gefin út: „Raggi gerði það aldrei.” „Ég hringdi í hann og spurði: Hvað varstu að gera mér? Afhverju söngstu þetta ekki eins og ég bað þig um meðan ég var í fríi?“ „Æji þetta var svo helvíti gott hjá þér, skiptir engu máli,“ svaraði Raggi Bjarna þá. „Og síðan fór ég með þetta í farteskinu og ég veit ekki hve mörg hundruð sinnum ég söng þetta á nokkrum túrum Sumargleðinnar.“ Hér fyrir neðan má hlusta á Veisluna í heild sinni en viðtalið við Þorgeir Ástvaldsson hefst á mínútu 01:02:25. FM957 Ástin og lífið Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira
Óhætt er að segja að Þorgeir hafi farið um víðan völl í Veislunni á FM957. Þorgeir gefur lítið fyrir það að nota frægð til að komast yfir kvenfólk og nefnir eitt sem alltaf skal halda í heiðri: „Stúlka sem þú kynnist, þú berð alltaf virðingu fyrir henni, alltaf.“ Þá er hann líka með ráð við því hvað skal gera ef kona kýlir þig og er ljóst að Þorgeir er sannur herramaður. Hér í spilaranum fyrir neðan má hlusta á brot úr samtalinu. Brennivínið og útvarpið Þorgeir segir útvarpið hafa smellpassað við sig: „Ég var og er að eðlisfari mjög feiminn. Þess vegna þegar ég laðaðist að fjölmiðlum þá valdi ég útvarp.“ Þá segir hann útlitið ekki skipta jafn miklu máli og í sjónvarpi: „Hér get ég borað í nefið og þú getur verið illa til hafður og svona þvældur. En það er voðalega vont, og það eina sem þú átt ekki að gera í útvarpi er að reyna að vera skemmtilegur og drekka brennivín með því“, segir Þorgeir. „Það eru misheppnuðustu tilraunir sem útvarpsmenn hafa gert um ævina.“ „Þá var kominn tími til að hætta.“ Þá talar hann um sína eigin reynslu af ölinu: „Ég var í sullinu, við skulum segja það. Ég slapp svona þokkalega út úr þessu,“ segir hann. „Ég hætti, nennti þessu ekki lengur. Það var oft vesen. Ég þróaði þetta hættulega mikið, þetta var orðið of mikið sem ég lét ofan í mig og ég skildi ekkert í því af hverju ég var ekki fyllri. Þá var kominn tími til að hætta.“ Þorgeir með harmonikkuna eins og honum líður best.AÐSEND Gleymir því augnabliki aldrei „Við vorum bara kettlingar. Ég var sextán ára,“ segir Þorgeir þegar hann rifjar upp þegar reykvíska unglingahljómsveitin hans, Tempó, hitaði upp fyrir Kinks á sex tónleikum í Austurbæjarbíói árið 1965. „Það var eiginlega mín fyrsta eldraun, að fara fram á svið,“ segir hann. „Ég gleymi því augnabliki aldrei þegar ég var að fara inn á sviðið og við áttum að spila fimm lög. Ég kunni þau og allt í lagi en feimnin var að drepa mig. Fullt Austurbæjarbíó og svona fyrstu gargtónleikar sem menn gátu komið og öskrað alveg.“ Skiptar skoðanir voru á tónleikunum en Þorgeir lét það ekki á sig fá. „Þetta vakti mikla hneykslun og það fannst okkur gott og gaman - hneyksla gamla settið“, segir Þorgeir sem minnist þessara tíma hlýlega: „Þetta móment; að fara fram á sviðið, það lá við að maður hnigi niður af feimni.“ Þorgeir Ástvaldsson og Ragnar bjarnason á góðri stundu. Átti í fyrstu ekki að syngja Ég fer í fríið. Eitt frægasta framlag Þorgeirs Ástvaldssonar er dægurlagið Ég fer í fríið sem jafnan er sungið hástöfum á sumrin. Þá segist Þorgeir einungis hafa sungið inn á lagið „til prufu“ og Ragnar Bjarnason hafi svo átt að taka við söngnum. Áform sem ekki gengu upp. „Hvað varstu að gera mér?“ „Ragnar Bjarnason átti að syngja þetta lag og ég fór í frí til Ítalíu og las það í Mogganum í vélinni á leiðinni heim að lagið væri frumraun Þorgeirs Ástvaldssonar í dægurlagasöng.“ Þá hafði Ragnar ekki látið Þorgeir vita að hans útgáfa væri sú sem yrði gefin út: „Raggi gerði það aldrei.” „Ég hringdi í hann og spurði: Hvað varstu að gera mér? Afhverju söngstu þetta ekki eins og ég bað þig um meðan ég var í fríi?“ „Æji þetta var svo helvíti gott hjá þér, skiptir engu máli,“ svaraði Raggi Bjarna þá. „Og síðan fór ég með þetta í farteskinu og ég veit ekki hve mörg hundruð sinnum ég söng þetta á nokkrum túrum Sumargleðinnar.“ Hér fyrir neðan má hlusta á Veisluna í heild sinni en viðtalið við Þorgeir Ástvaldsson hefst á mínútu 01:02:25.
FM957 Ástin og lífið Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira