Stóraukið myndavélaeftirlit í miðborginni Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 19. maí 2023 19:45 Getty/Vísir/Vilhelm Myndavélar sem keyptar voru í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins verða ekki fjarlægðar. 24 nýjar vélar voru keyptar að sögn upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur miklar áhyggjur af auknu eftirliti. Viðbúnaður vegna leiðtogafundarins var mjög mikill. Ríflega hundrað erlendir lögreglumenn og sérfræðingar tóku þátt í löggæslu. Myndavélakaupin voru einn leggur eftirlits, en þær eru nú komnar til að vera. Trausti Breiðfjörð Magnússon borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir gagnrýni flokksins snúa að mestu leyti að rökstuðningi fyrir þessu aukna eftirliti. Myndavélarnar hafi verið settar upp til að fylgjast með „mögulegum mótmælum“ og þá sérstalega vegna leiðtogafundarins. „Nú er fundurinn búinn en það á ekki að taka myndavélarnar niður aftur. Þannig að það að myndavélar séu settar upp á þessum forsendum, við mótmælum því algjörlega, og það er verið að vega að frelsi íbúa með því,“ segir Trausti. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar er ekki alveg sammála Trausta. „Við teljum að það séu rök fyrir því að koma fleiri myndavélum hérna í miðbæinn af því miðbærinn er að stækka, hann hefur stækkað talsvert norður og þessar nýju myndavélar koma fyrst og fremst á þennan nýja hluta miðborgarinnar. Og ég skil alveg Sósíalista – og þess vegna Pírata – sem vantreysta svona öryggismyndavélum. En ég held samt að reynslan sýni það að það er skynsamlegt að hafa eitthvað eftirlit,“ segir Hjálmar. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Lögreglan Borgarstjórn Tengdar fréttir Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. 19. maí 2023 18:46 Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi. 19. maí 2023 11:18 Ósáttur við aukið myndavélaeftirlit: „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt“ Sósíalistar eru ósáttir við fyrirhuguð áform um stóraukið öryggismyndavélaeftirlit í miðborg Reykjavíkur. Borgarfulltrúi segir óttann ekki mega taka yfir. 15. mars 2023 10:31 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Viðbúnaður vegna leiðtogafundarins var mjög mikill. Ríflega hundrað erlendir lögreglumenn og sérfræðingar tóku þátt í löggæslu. Myndavélakaupin voru einn leggur eftirlits, en þær eru nú komnar til að vera. Trausti Breiðfjörð Magnússon borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir gagnrýni flokksins snúa að mestu leyti að rökstuðningi fyrir þessu aukna eftirliti. Myndavélarnar hafi verið settar upp til að fylgjast með „mögulegum mótmælum“ og þá sérstalega vegna leiðtogafundarins. „Nú er fundurinn búinn en það á ekki að taka myndavélarnar niður aftur. Þannig að það að myndavélar séu settar upp á þessum forsendum, við mótmælum því algjörlega, og það er verið að vega að frelsi íbúa með því,“ segir Trausti. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar er ekki alveg sammála Trausta. „Við teljum að það séu rök fyrir því að koma fleiri myndavélum hérna í miðbæinn af því miðbærinn er að stækka, hann hefur stækkað talsvert norður og þessar nýju myndavélar koma fyrst og fremst á þennan nýja hluta miðborgarinnar. Og ég skil alveg Sósíalista – og þess vegna Pírata – sem vantreysta svona öryggismyndavélum. En ég held samt að reynslan sýni það að það er skynsamlegt að hafa eitthvað eftirlit,“ segir Hjálmar.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Lögreglan Borgarstjórn Tengdar fréttir Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. 19. maí 2023 18:46 Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi. 19. maí 2023 11:18 Ósáttur við aukið myndavélaeftirlit: „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt“ Sósíalistar eru ósáttir við fyrirhuguð áform um stóraukið öryggismyndavélaeftirlit í miðborg Reykjavíkur. Borgarfulltrúi segir óttann ekki mega taka yfir. 15. mars 2023 10:31 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. 19. maí 2023 18:46
Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi. 19. maí 2023 11:18
Ósáttur við aukið myndavélaeftirlit: „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt“ Sósíalistar eru ósáttir við fyrirhuguð áform um stóraukið öryggismyndavélaeftirlit í miðborg Reykjavíkur. Borgarfulltrúi segir óttann ekki mega taka yfir. 15. mars 2023 10:31