Nýr staðarhljómsveitarstjóri Sinfó er 22 ára Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2023 13:16 Ross Jamie Collins er nýr staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Bresk-finnski hljómsveitarstjórinn Ross Jamie Collins hefur verið ráðinn staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2023-24. Collins verður 22 ára á þessu ári. Collins er fæddur 2001 í Nottingham en fluttist sjö ára gamall til Helsinki og lærði hljómsveitarstjórn við fótskör hins mikla finnska hljómsveitarstjóra og kennara Jorma Panula en meðal fyrstu kennara Collins var einmitt annar af lærisveinum hans, Klaus Mäkilä, sem nú er listrænn stjórnandi Orchestre de Paris og aðalhljómsveitarstjóri Fílharmóníusveitarinnar í Osló. Ross Jamie Collins stofnaði sína eigin hljómsveit, Symphony Orchestra ROSSO, árið 2017 og stjórnaði sínum fyrstu hljómsveitartónleikum 15 ára gamall. Hann hlaut þriðju verðlaun í sjöundu alþjóðlegu Jorma Panula-hljómsveitarstjórakeppninni 2018. Collins stýrir margvíslegum tónleikum hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands á næsta starfsári, þar á meðal tónleikum á Menningarnótt í Reykjavík, fjölskyldutónleikum Litla tónsprotans, jólatónleikum og skólatónleikum auk þess sem hann stjórnar tónleikum hljómsveitarinnar á tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum. Þá mun Collins starfa náið með Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra og aðstoðar hana við undirbúning fjölda verkefna til viðbótar, en þar á meðal eru nokkrir af hornsteinum sinfónískrar tónlistar á borð við níundu sinfóníu Bruckners og þriðju sinfóníu Mahlers. „Ég er himinlifandi að fá tækifæri til að vinna með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem staðarhljómsveitarstjóri. Frá fyrstu fundum mínum með hljómsveitinni fann ég hvernig andrúmsloftið sem tónlistarfólkið skapaði lét mér líða eins og heima hjá mér í Reykjavík. Ég get ekki beðið eftir því að snúa aftur í Hörpu til þess að deila meiri tónlist, brosum og hlátri með þessari frábæru hljómsveit sem veitir mér svo mikinn innblástur,“ er haft eftir Collins í tilkynningu. Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Collins er fæddur 2001 í Nottingham en fluttist sjö ára gamall til Helsinki og lærði hljómsveitarstjórn við fótskör hins mikla finnska hljómsveitarstjóra og kennara Jorma Panula en meðal fyrstu kennara Collins var einmitt annar af lærisveinum hans, Klaus Mäkilä, sem nú er listrænn stjórnandi Orchestre de Paris og aðalhljómsveitarstjóri Fílharmóníusveitarinnar í Osló. Ross Jamie Collins stofnaði sína eigin hljómsveit, Symphony Orchestra ROSSO, árið 2017 og stjórnaði sínum fyrstu hljómsveitartónleikum 15 ára gamall. Hann hlaut þriðju verðlaun í sjöundu alþjóðlegu Jorma Panula-hljómsveitarstjórakeppninni 2018. Collins stýrir margvíslegum tónleikum hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands á næsta starfsári, þar á meðal tónleikum á Menningarnótt í Reykjavík, fjölskyldutónleikum Litla tónsprotans, jólatónleikum og skólatónleikum auk þess sem hann stjórnar tónleikum hljómsveitarinnar á tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum. Þá mun Collins starfa náið með Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra og aðstoðar hana við undirbúning fjölda verkefna til viðbótar, en þar á meðal eru nokkrir af hornsteinum sinfónískrar tónlistar á borð við níundu sinfóníu Bruckners og þriðju sinfóníu Mahlers. „Ég er himinlifandi að fá tækifæri til að vinna með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem staðarhljómsveitarstjóri. Frá fyrstu fundum mínum með hljómsveitinni fann ég hvernig andrúmsloftið sem tónlistarfólkið skapaði lét mér líða eins og heima hjá mér í Reykjavík. Ég get ekki beðið eftir því að snúa aftur í Hörpu til þess að deila meiri tónlist, brosum og hlátri með þessari frábæru hljómsveit sem veitir mér svo mikinn innblástur,“ er haft eftir Collins í tilkynningu.
Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira