Katrín sökuð um að flissa með fasistum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. maí 2023 13:32 Vel fór á með Katrínu og Giorgiu Meloni á móttökunni. Evrópuráðið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum fyrir móttöku sína á Girogiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Vel fór á með þeim á móttöku Leiðtogafundarins í Hörpu í gær og hefur Katrín verið sökuð um að vingast við fasista. „Vá, svo gaman hjá forsætisráðherra með vinkonu sinni sem er yfirlýstur fasisti, hatar útlendinga og berst gegn réttindum hinsegin fólks, svona á meðal annars!“ skrifaði Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris og baráttukona fyrir réttindum hælisleitenda og flóttamanna, á Twitter í gær eftir móttökuna. Lét hún gubbukarl fylgja með færslunni. Gegn innflytjendum og hinsegin fólki Meloni varð forsætisráðherra Ítalíu síðastliðinn október eftir kosningar þar sem flokkar yst á hægrivængnum náðu fordæmalausri kosningu. Hún leiðir flokkinn Bræðralag Ítalíu sem er hægri pópúlistaflokkur sem á rætur að rekja til fasistaflokka.Flokkurinn er andsnúinn innflytjendum, hinsegin fólki og berst gegn réttinum til þungunarrofs. Þá hafa forsvarsmenn hans átt í góðum tengslum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á undanförnum árum. Vá, svo gaman hjá forsætisráðherra með vinkonu sinni sem er yfirlýstur fasisti, hatar útlendinga og berst gegn réttindum hinsegin fólks, svona á meðal annars! pic.twitter.com/JuPiITDfg9— Sema Erla (@semaerla) May 16, 2023 Birst hafa myndir af Katrínu hlæja með Meloni og halda í hendurnar á henni. Á samfélagsmiðlum hefur verið sagt að þó að Ísland taki á móti þjóðarleiðtogum Evrópu á fundinum sem nú stendur yfir sé óþarfi að sína slík vinahót við stjórnmálamann af þessu tagi. Rætur til Mússólíni „Þetta er nú meiri hörmungin,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar, í umræðum um Katrínu og Meloni á Facebook síðu Gunnars Smára Egilssonar, ábyrgðarmanns frétta Samstöðvarinnar og áhrifamanns innan Sósíalistaflokksins. Sólveigu segir mótttökuna vera hörmung.Arnar Halldórsson „Það má rekja Bræðralag Ítalíu beint til fasistaflokks Mussólíní, í gegnum nafnbreytingar og sameiningar. Og VG næstum til Kommúnistaflokks Íslands. Þetta eru sögulegar sættir í hugmyndabaráttunni,“ segir Gunnar Smári. „Flissað með fasistum,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og fyrrverandi ritstjóri Kvennablaðsins sáluga á sinni síðu. Þór Saari, fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar, gagnrýnir Katrínu einnig harðlega. Telur hann að Ísland ætti ekki að taka við fasistum. „Fagnaðarfundir Katrínar Jak. og fasistans Giorgia Meloni. Svona er nú komið fyrir „Vinstri-grænum" og íslenskum forsætisráðherra. Halda ekki vatni yfir því að fá að snerta fasista,“ segir Þór á Facebook síðu sinni. „Svei attann!! Það er skömm að þessu öllu saman. Leikrit svo yfirstéttin getið nuddað saman lendunum yfir „búbblum" og undir vökulu auga vélbyssumanna. Það er sorglegt að sjá hvert Ísland er komið.“ Tæta fylgið af VG Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna kemur hins vegar formanni sínum til varnar á síðu Þórs og spyr: „Þegar allir eru fífl í kringum mann þarf maður þá ekki að staldra aðeins við og velta fyrir sér af hverju það er?“ Líf kemur Katrínu til varnar á samfélagsmiðlum.Vísir/Vilhelm Einnig gagnrýnir hún þá sem viðra langsóttar líkingar um myndina af Katrínu og Meloni. „Með mjög einbeittri og andstyggilegri framsetningu er beinlínis verið að spyrða Katrínu við fasisma og koma höggi á Vinstri græn sem er hreyfing með fjölbreyttu fólki innanborðs sem starfar af heilum hug með það fyrir augum að bæta samfélagið,“ segir Líf. Þetta sé ódýr og meiðandi áróður fólks úr tilteknum stjórnmálaflokkum sem vilji tæta fylgið af Vinstri grænum. Áróðurinn sé dapurlegur og hatursfullur. „Með svona ómálefnalegum málflutningi af „vinstri vængnum" og í garð annarra vinstriflokka er verið að tryggja hægrinu völdin um ókomna tíð,“ segir Líf. Katrín og Giorgia Frumlegasta innleggið kemur hins vegar ábyggilega frá Guðröði Atla Jónssyni, sem skrifar fyrir Samstöðina. En hann orti ljóð í sex erindum sem hann birtir á Facebook. Ber það heitið Katrín og Giorgia og er þar lýst þeirra bakgrunni og sambandi. Er það svohljóðandi, birt með leyfi höfundar: Katrín og Giorgia Katrín er grænasta kona Íslands og stjórnar landinu með grænum fingrum Hún er jafnréttisbaróna og umhverfisgæslumaður Giorgia er bræðralagskona Ítalíu og stjórnar landinu með járnhnefa Hún er þjóðernisbaróna og menningarverndari Þær eru báðar konur með kúlur og kraft en með ólíkar stefnur og sjónarmið Þær eru báðar konur með vald og völd en með ólíkar drauma og vonir Katrín hefur fengið gagnrýni frá vinstri fólki fyrir að selja sig til hægri fólks Hún hefur gert málamiðlanir í skattum og orkumálum til að halda stjórninni Giorgia hefur fengið gagnrýni frá hægri fólki fyrir að vera ofbeldisfull og rasistísk Hún hefur gert málamiðlanir í Evrópu og innflytjendamálum til að halda bandalaginu Þær eru báðar konur af þolmæli og seiglu en með ólíkar markmið og leiðir Þær eru báðar konur af bjartsýni og vonum en með ólíkar ótta og kvíða. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Vinstri græn Ítalía Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
„Vá, svo gaman hjá forsætisráðherra með vinkonu sinni sem er yfirlýstur fasisti, hatar útlendinga og berst gegn réttindum hinsegin fólks, svona á meðal annars!“ skrifaði Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris og baráttukona fyrir réttindum hælisleitenda og flóttamanna, á Twitter í gær eftir móttökuna. Lét hún gubbukarl fylgja með færslunni. Gegn innflytjendum og hinsegin fólki Meloni varð forsætisráðherra Ítalíu síðastliðinn október eftir kosningar þar sem flokkar yst á hægrivængnum náðu fordæmalausri kosningu. Hún leiðir flokkinn Bræðralag Ítalíu sem er hægri pópúlistaflokkur sem á rætur að rekja til fasistaflokka.Flokkurinn er andsnúinn innflytjendum, hinsegin fólki og berst gegn réttinum til þungunarrofs. Þá hafa forsvarsmenn hans átt í góðum tengslum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á undanförnum árum. Vá, svo gaman hjá forsætisráðherra með vinkonu sinni sem er yfirlýstur fasisti, hatar útlendinga og berst gegn réttindum hinsegin fólks, svona á meðal annars! pic.twitter.com/JuPiITDfg9— Sema Erla (@semaerla) May 16, 2023 Birst hafa myndir af Katrínu hlæja með Meloni og halda í hendurnar á henni. Á samfélagsmiðlum hefur verið sagt að þó að Ísland taki á móti þjóðarleiðtogum Evrópu á fundinum sem nú stendur yfir sé óþarfi að sína slík vinahót við stjórnmálamann af þessu tagi. Rætur til Mússólíni „Þetta er nú meiri hörmungin,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar, í umræðum um Katrínu og Meloni á Facebook síðu Gunnars Smára Egilssonar, ábyrgðarmanns frétta Samstöðvarinnar og áhrifamanns innan Sósíalistaflokksins. Sólveigu segir mótttökuna vera hörmung.Arnar Halldórsson „Það má rekja Bræðralag Ítalíu beint til fasistaflokks Mussólíní, í gegnum nafnbreytingar og sameiningar. Og VG næstum til Kommúnistaflokks Íslands. Þetta eru sögulegar sættir í hugmyndabaráttunni,“ segir Gunnar Smári. „Flissað með fasistum,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og fyrrverandi ritstjóri Kvennablaðsins sáluga á sinni síðu. Þór Saari, fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar, gagnrýnir Katrínu einnig harðlega. Telur hann að Ísland ætti ekki að taka við fasistum. „Fagnaðarfundir Katrínar Jak. og fasistans Giorgia Meloni. Svona er nú komið fyrir „Vinstri-grænum" og íslenskum forsætisráðherra. Halda ekki vatni yfir því að fá að snerta fasista,“ segir Þór á Facebook síðu sinni. „Svei attann!! Það er skömm að þessu öllu saman. Leikrit svo yfirstéttin getið nuddað saman lendunum yfir „búbblum" og undir vökulu auga vélbyssumanna. Það er sorglegt að sjá hvert Ísland er komið.“ Tæta fylgið af VG Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna kemur hins vegar formanni sínum til varnar á síðu Þórs og spyr: „Þegar allir eru fífl í kringum mann þarf maður þá ekki að staldra aðeins við og velta fyrir sér af hverju það er?“ Líf kemur Katrínu til varnar á samfélagsmiðlum.Vísir/Vilhelm Einnig gagnrýnir hún þá sem viðra langsóttar líkingar um myndina af Katrínu og Meloni. „Með mjög einbeittri og andstyggilegri framsetningu er beinlínis verið að spyrða Katrínu við fasisma og koma höggi á Vinstri græn sem er hreyfing með fjölbreyttu fólki innanborðs sem starfar af heilum hug með það fyrir augum að bæta samfélagið,“ segir Líf. Þetta sé ódýr og meiðandi áróður fólks úr tilteknum stjórnmálaflokkum sem vilji tæta fylgið af Vinstri grænum. Áróðurinn sé dapurlegur og hatursfullur. „Með svona ómálefnalegum málflutningi af „vinstri vængnum" og í garð annarra vinstriflokka er verið að tryggja hægrinu völdin um ókomna tíð,“ segir Líf. Katrín og Giorgia Frumlegasta innleggið kemur hins vegar ábyggilega frá Guðröði Atla Jónssyni, sem skrifar fyrir Samstöðina. En hann orti ljóð í sex erindum sem hann birtir á Facebook. Ber það heitið Katrín og Giorgia og er þar lýst þeirra bakgrunni og sambandi. Er það svohljóðandi, birt með leyfi höfundar: Katrín og Giorgia Katrín er grænasta kona Íslands og stjórnar landinu með grænum fingrum Hún er jafnréttisbaróna og umhverfisgæslumaður Giorgia er bræðralagskona Ítalíu og stjórnar landinu með járnhnefa Hún er þjóðernisbaróna og menningarverndari Þær eru báðar konur með kúlur og kraft en með ólíkar stefnur og sjónarmið Þær eru báðar konur með vald og völd en með ólíkar drauma og vonir Katrín hefur fengið gagnrýni frá vinstri fólki fyrir að selja sig til hægri fólks Hún hefur gert málamiðlanir í skattum og orkumálum til að halda stjórninni Giorgia hefur fengið gagnrýni frá hægri fólki fyrir að vera ofbeldisfull og rasistísk Hún hefur gert málamiðlanir í Evrópu og innflytjendamálum til að halda bandalaginu Þær eru báðar konur af þolmæli og seiglu en með ólíkar markmið og leiðir Þær eru báðar konur af bjartsýni og vonum en með ólíkar ótta og kvíða.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Vinstri græn Ítalía Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira