„Þetta er eitthvað sem við ættum að gera oftar“ Máni Snær Þorláksson og Heimir Már Pétursson skrifa 17. maí 2023 09:43 Þórdís Kolbrún segir fundinn hafa gengið gríðarlega vel í gær. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir leiðtogafundinn í Hörpu hafa gengið vel í gær. Hún segir gott að geta átt raunveruleg samtöl við leiðtogana í stað þess að skiptast á fyrirframskrifuðum ávörpum. Það sé eitthvað sem ætti að gera oftar. „Hann gekk gríðarlega vel, bæði bara andrúmsloftið og samtölin, hringborðin, en líka öll framkvæmd sem er auðvitað stórt mál. Þetta gekk allt svona nokkuð snuðrulaust fyrir sig og fólk almennt mjög ánægt með okkar hlut,“ segir Þórdís í morgun í samtali við fréttastofu. Fundurinn skiptist í fimm hópa í gær sem ræddu svo saman. Þórdís segist ekki vita hvernig fór í hinum hópunum. Hún hafi þó átt gott samtal í sínum hópi. „Ég hef ekki séð útkomuna annars staðar frá en ég tók sjálf sátt í hringborði sem var gríðarlega gott,“ segir hún. „Ég nefndi það nú sérstaklega þar að þetta er eitthvað sem við ættum að gera oftar, að hafa raunverulegt samtal á milli leiðtoga til þess að geta talað saman án þess að vera bara að lesa upp ávörp sem búið er að hugsa í gegn. Heldur eiga þennan svona díalóg og taka með því sem aðrir eru að segja. Þetta er auðvitað fólk með mismunandi reynslu, baklönd, kemur frá mismunandi svæðum. Það er mjög gagnlegt að eiga þetta samtal þannig ég held að heilt yfir hafi það gengið mjög vel.“ Skuldbinding til lengri tíma Fundinum lýkur síðar í dag og mun Ísland þá skila af sér formennsku í Evrópuráðinu til Lettlands. Mun Lettland gegna formennsku í um sex mánuða skeið. „Það auðvitað eru stórar útkomur á þessum fundi og gríðarlegt verk fyrir höndum. Þannig þetta er svona tækifæri til þess að gera stóra hluti. Þannig Lettar taka við heilmiklu verkefni sem við höfum auðvitað skuldbundið okkur til þess að standa með þeim í og aðstoða eins og við getum.“ Mikið verk sé því fyrir höndum, bæði hjá Lettlandi og næstu þjóðum sem eiga eftir að gegna formennsku í ráðinu. „Af því þetta verður ekki klárað á sex mánuðum, allt sem hérna kemur fram. Þetta er skuldbinding til lengri tíma.“ Sama markmið en önnur atriði Þórdís er þá spurð að því hvort þessi fundur sé gott veganesti inn í leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem fram fer í júlí næstkomandi. „Það eru ákveðnir hlutir sem skarast, það er að segja kannski sérstaklega það að ætla að standa með Úkraínu og gera það sem þarf til þess að þau komist í gegnum þetta og vinni stríðið. Auðvitað eru síðan allt önnur atriði sem verið er að ræða þar en þetta er alltaf með það sama að markmiði samt. Þannig ég myndi segja að einhverju leyti en alls ekki öllu nei.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Hann gekk gríðarlega vel, bæði bara andrúmsloftið og samtölin, hringborðin, en líka öll framkvæmd sem er auðvitað stórt mál. Þetta gekk allt svona nokkuð snuðrulaust fyrir sig og fólk almennt mjög ánægt með okkar hlut,“ segir Þórdís í morgun í samtali við fréttastofu. Fundurinn skiptist í fimm hópa í gær sem ræddu svo saman. Þórdís segist ekki vita hvernig fór í hinum hópunum. Hún hafi þó átt gott samtal í sínum hópi. „Ég hef ekki séð útkomuna annars staðar frá en ég tók sjálf sátt í hringborði sem var gríðarlega gott,“ segir hún. „Ég nefndi það nú sérstaklega þar að þetta er eitthvað sem við ættum að gera oftar, að hafa raunverulegt samtal á milli leiðtoga til þess að geta talað saman án þess að vera bara að lesa upp ávörp sem búið er að hugsa í gegn. Heldur eiga þennan svona díalóg og taka með því sem aðrir eru að segja. Þetta er auðvitað fólk með mismunandi reynslu, baklönd, kemur frá mismunandi svæðum. Það er mjög gagnlegt að eiga þetta samtal þannig ég held að heilt yfir hafi það gengið mjög vel.“ Skuldbinding til lengri tíma Fundinum lýkur síðar í dag og mun Ísland þá skila af sér formennsku í Evrópuráðinu til Lettlands. Mun Lettland gegna formennsku í um sex mánuða skeið. „Það auðvitað eru stórar útkomur á þessum fundi og gríðarlegt verk fyrir höndum. Þannig þetta er svona tækifæri til þess að gera stóra hluti. Þannig Lettar taka við heilmiklu verkefni sem við höfum auðvitað skuldbundið okkur til þess að standa með þeim í og aðstoða eins og við getum.“ Mikið verk sé því fyrir höndum, bæði hjá Lettlandi og næstu þjóðum sem eiga eftir að gegna formennsku í ráðinu. „Af því þetta verður ekki klárað á sex mánuðum, allt sem hérna kemur fram. Þetta er skuldbinding til lengri tíma.“ Sama markmið en önnur atriði Þórdís er þá spurð að því hvort þessi fundur sé gott veganesti inn í leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem fram fer í júlí næstkomandi. „Það eru ákveðnir hlutir sem skarast, það er að segja kannski sérstaklega það að ætla að standa með Úkraínu og gera það sem þarf til þess að þau komist í gegnum þetta og vinni stríðið. Auðvitað eru síðan allt önnur atriði sem verið er að ræða þar en þetta er alltaf með það sama að markmiði samt. Þannig ég myndi segja að einhverju leyti en alls ekki öllu nei.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira