„Búa til gettó fyrir viðkvæma hópa í biðstöðu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. maí 2023 06:51 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er meðal þeirra sem skrifar undir umsögnina. Vísir/Vilhelm Öryrkjabandalag Íslands segir ekki hægt að verjast þeirri hugsun að með frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á lögum vegna tímabundinna undanþága frá skipulags- og byggingalöggjöf og skipulagi sé verið að veita leyfi til að „búa til gettó fyrir viðkvæma hópa í biðstöðu“ Þetta kemur fram í umsögn ÖBÍ um frumvarpið, þar sem samráðsleysi er einnig gagnrýnt en ÖBÍ hafi hvorki verið boðin aðkoma að málinu á fyrri stigum né óksað eftir umsögn bandalagsins. ÖBÍ leggst gegn frumvarpinu. Umrætt frumvarp heimilar Skipulagsstofnun meðal annars að veita tímabundnar undanþágur frá einstökum greinum laga um mannvirki og skipulagslögum þegar um er að ræða tímabundin búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. ÖBÍ segir hins vegar þversagnir í frumvarpinu; á sama tíma og framkvæmdavaldið ætli að veita undanþágur frá ýmsum kröfum skorti á skýr viðmið um hversu umfangsmiklar þær mega vera. „Í því ljósi telur ÖBÍ það óásættanlega stjórnsýslu að fela ráðherra heimild til að útfæra frekari útfærslu á ákvæðum og reglum síðar, þegar umfang og viðmið frumvarpsins eru jafn óskýr og raun ber vitni. Reynslan sýnir að undanþágur eru alltaf varasamar og bráðabirgðaheimildir eru yfirleitt komnar til að vera,“ segir í frumvarpinu. Þá segir að eftirliti sé þegar mjög ábótavant og gagnrýnt að í frumvarpinu sé ekki eitt orð að finna um fatlað fólk. „Ekki er hægt að verjast þeirri hugsun að hér sé verið að veita leyfi til að búa til gettó fyrir viðkvæma hópa í biðstöðu. Í frumvarpinu kemur fram að ef nýta á húsnæðið lengur en 1,5 ár sem búsetuúrræði fyrir flóttafólk verður að sækja um leyfi til að breyta notkun húsnæðisins svo að það verði tilbúið í síðasta lagi 3,5 árum eftir að það er tekið í notkun. Við hvaða aðstæður þarf fólkið að búa fyrstu árin ef húsnæðið mætir ekki viðeigandi öryggiskröfum?“ spyr ÖBÍ. „Í dag má finna fjölmörg dæmi um að fólk neyðist til að flytja inn í heilsuspillandi og ósamþykktar íbúðir, þrátt fyrir núgildandi lög og reglur sem eiga að vernda fólk frá slíku. Ef framkvæmdarvaldið er ófært um að vernda jaðarsett fólk sem býr í dag við óviðunandi aðstæður þá mun fyrirhuguð sala ríkisins á ósamþykktum íbúðum einungis auka þann vanda sem er nú til staðar.“ Málefni fatlaðs fólks Flóttafólk á Íslandi Skipulag Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn ÖBÍ um frumvarpið, þar sem samráðsleysi er einnig gagnrýnt en ÖBÍ hafi hvorki verið boðin aðkoma að málinu á fyrri stigum né óksað eftir umsögn bandalagsins. ÖBÍ leggst gegn frumvarpinu. Umrætt frumvarp heimilar Skipulagsstofnun meðal annars að veita tímabundnar undanþágur frá einstökum greinum laga um mannvirki og skipulagslögum þegar um er að ræða tímabundin búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. ÖBÍ segir hins vegar þversagnir í frumvarpinu; á sama tíma og framkvæmdavaldið ætli að veita undanþágur frá ýmsum kröfum skorti á skýr viðmið um hversu umfangsmiklar þær mega vera. „Í því ljósi telur ÖBÍ það óásættanlega stjórnsýslu að fela ráðherra heimild til að útfæra frekari útfærslu á ákvæðum og reglum síðar, þegar umfang og viðmið frumvarpsins eru jafn óskýr og raun ber vitni. Reynslan sýnir að undanþágur eru alltaf varasamar og bráðabirgðaheimildir eru yfirleitt komnar til að vera,“ segir í frumvarpinu. Þá segir að eftirliti sé þegar mjög ábótavant og gagnrýnt að í frumvarpinu sé ekki eitt orð að finna um fatlað fólk. „Ekki er hægt að verjast þeirri hugsun að hér sé verið að veita leyfi til að búa til gettó fyrir viðkvæma hópa í biðstöðu. Í frumvarpinu kemur fram að ef nýta á húsnæðið lengur en 1,5 ár sem búsetuúrræði fyrir flóttafólk verður að sækja um leyfi til að breyta notkun húsnæðisins svo að það verði tilbúið í síðasta lagi 3,5 árum eftir að það er tekið í notkun. Við hvaða aðstæður þarf fólkið að búa fyrstu árin ef húsnæðið mætir ekki viðeigandi öryggiskröfum?“ spyr ÖBÍ. „Í dag má finna fjölmörg dæmi um að fólk neyðist til að flytja inn í heilsuspillandi og ósamþykktar íbúðir, þrátt fyrir núgildandi lög og reglur sem eiga að vernda fólk frá slíku. Ef framkvæmdarvaldið er ófært um að vernda jaðarsett fólk sem býr í dag við óviðunandi aðstæður þá mun fyrirhuguð sala ríkisins á ósamþykktum íbúðum einungis auka þann vanda sem er nú til staðar.“
Málefni fatlaðs fólks Flóttafólk á Íslandi Skipulag Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira