„Ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 16. maí 2023 12:06 Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði og var á meðal þeirra sem upplifði svefnlitla nótt vegna umfangsmikilla árása Rússa á borgina. Stöð 2 Borgarbúar í Kænugarði vöknuðu upp með andfælum í nótt við einstaklega umfangsmikla eldflaugaárás Rússa en loftvarnakerfi Úkraínumanna skaut niður sex ofurhljóðfráar flaugar. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari segir það hafa verið ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum sig. Árás Rússa á Kænugarð í nótt var meðal þeirra allra umfangsmestu. Átján flaugum var skotið að höfuðborginni en á meðal þeirra voru sex svokallaðar ofurhljóðfráar flaugar en það eru flaugar sem ferðast á margföldum hljóðhraða og Rússar hafa stært sig af því að þær komist framhjá loftvarnakerfum. Úkraínumenn segjast þó hafa náð að skjóta þær niður í nótt, allar með tölu, en þótt loftvarnakerfið hafi náð þeim áður en þær lentu á jörðu niðri þá mynduðust engu að síður heljarinnar sprengingar í lofti með tilheyrandi drunum. Hætta skapaðist á jörðu niðri þegar brak úr flaugunum féll til jarðar. Tonight, russia again attacked Ukraine.- 6 Kinzhal aeroballistic missiles - 9 Kalibr missiles - 3 ground-launched missiles - drones ALL TARGETS SHOT DOWN.— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) May 16, 2023 Vitaliy Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi fólks hafi leitað skjóls í sprengjubyrgjum og að hann viti ekki til þess að neinn hafi látist í árásunum. Minnst þrír meiddust þó þegar brak úr flaugunum féll til jarðar. Viðmælandi BBC segir sjónarspilið í nótt hafa verið eins og sena úr Star Wars en Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari, sem býr í Kænugarði er einn af þeim sem vaknaði skelfingu lostinn. „Maður sér ljós á himninum og eldflaugar fara frá jörðinni og upp að reyna að skjóta eitthvað niður og maður veit í rauninni ekkert hvað er að gerast þegar þetta gengur allt yfir.“ Óskar er þakklátur fyrir loftvarnakerfið sem hafi enn einu sinni sannað gildi sitt eftir svefnlitla nótt. „Við vöknum um klukkan þrjú við flauturnar, þær byrja þá, en síðan hálftíma, fjörutíu mínútum seinna þá heyri ég fyrstu sprengingarnar og síðan stuttu eftir það, þá fer allt af stað. Ég hef aldrei, allavega ekki í stríðinu, orðið fyrir eins miklum [áhrifum] af sprengingum. Alveg svakaleg, tugir sprengja sem gerðust þarna á tveggja klukkutíma bili. Það var mjög ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann.“ Segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari í Kænugarði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Konur berjast við Rússa á öllum vígstöðvum í Úkraínu Þingkona frá Úkraínu segir konur ekki vera fórnarlömb innrásar Rússa í Úkraínu fremur en karla og börn því þær taki þátt í að verja landið á öllum vígstöðvum. Mikilvægast af öllu væri að frelsa fólk á herteknum svæðum og draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi þeirra. 12. maí 2023 19:30 Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Árás Rússa á Kænugarð í nótt var meðal þeirra allra umfangsmestu. Átján flaugum var skotið að höfuðborginni en á meðal þeirra voru sex svokallaðar ofurhljóðfráar flaugar en það eru flaugar sem ferðast á margföldum hljóðhraða og Rússar hafa stært sig af því að þær komist framhjá loftvarnakerfum. Úkraínumenn segjast þó hafa náð að skjóta þær niður í nótt, allar með tölu, en þótt loftvarnakerfið hafi náð þeim áður en þær lentu á jörðu niðri þá mynduðust engu að síður heljarinnar sprengingar í lofti með tilheyrandi drunum. Hætta skapaðist á jörðu niðri þegar brak úr flaugunum féll til jarðar. Tonight, russia again attacked Ukraine.- 6 Kinzhal aeroballistic missiles - 9 Kalibr missiles - 3 ground-launched missiles - drones ALL TARGETS SHOT DOWN.— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) May 16, 2023 Vitaliy Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi fólks hafi leitað skjóls í sprengjubyrgjum og að hann viti ekki til þess að neinn hafi látist í árásunum. Minnst þrír meiddust þó þegar brak úr flaugunum féll til jarðar. Viðmælandi BBC segir sjónarspilið í nótt hafa verið eins og sena úr Star Wars en Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari, sem býr í Kænugarði er einn af þeim sem vaknaði skelfingu lostinn. „Maður sér ljós á himninum og eldflaugar fara frá jörðinni og upp að reyna að skjóta eitthvað niður og maður veit í rauninni ekkert hvað er að gerast þegar þetta gengur allt yfir.“ Óskar er þakklátur fyrir loftvarnakerfið sem hafi enn einu sinni sannað gildi sitt eftir svefnlitla nótt. „Við vöknum um klukkan þrjú við flauturnar, þær byrja þá, en síðan hálftíma, fjörutíu mínútum seinna þá heyri ég fyrstu sprengingarnar og síðan stuttu eftir það, þá fer allt af stað. Ég hef aldrei, allavega ekki í stríðinu, orðið fyrir eins miklum [áhrifum] af sprengingum. Alveg svakaleg, tugir sprengja sem gerðust þarna á tveggja klukkutíma bili. Það var mjög ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann.“ Segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari í Kænugarði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Konur berjast við Rússa á öllum vígstöðvum í Úkraínu Þingkona frá Úkraínu segir konur ekki vera fórnarlömb innrásar Rússa í Úkraínu fremur en karla og börn því þær taki þátt í að verja landið á öllum vígstöðvum. Mikilvægast af öllu væri að frelsa fólk á herteknum svæðum og draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi þeirra. 12. maí 2023 19:30 Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32
Konur berjast við Rússa á öllum vígstöðvum í Úkraínu Þingkona frá Úkraínu segir konur ekki vera fórnarlömb innrásar Rússa í Úkraínu fremur en karla og börn því þær taki þátt í að verja landið á öllum vígstöðvum. Mikilvægast af öllu væri að frelsa fólk á herteknum svæðum og draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi þeirra. 12. maí 2023 19:30
Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12