Almenningur sé ekki í hættu vegna netárása Máni Snær Þorláksson skrifar 16. maí 2023 10:36 Anton M. Egilsson, forstjóri Syndis, segir almenning ekki vera í hættu vegna þeirra netárása sem nú standa yfir. Aðsend Nokkrir stjórnsýsluvefir, eins og vefir Alþingis og dómstóla, hafa legið niðri í morgun. Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir þá aðila sem hafa hótað netárásum af þessu tagi yfirleitt herja á slíka vefi. Almenningur sé ekki í hættu en þurfi að bíða af sér vesen sem fylgir árásunum. „Ég hugsa að það séu svona DDoS árásir í gangi,“ segir Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða árás þar sem mikilli umferð er beint inn á vefsíður með þeim afleiðingum að þær liggja niðri. „Þær fela í sér að það er sent gríðarlegt magn af fyrirspurnum og þá myndast það mikið álag að vefirnir anna því ekki. Það eru milljónir og milljarðar fyrirspurna sem eru sendar inn, bara bull fyrirspurnir en þær senda vefina á hliðina og þeir geta þá ekki þjónustað þá sem koma á vefinn í eðlilegum tilgangi.“ Anton segir þá aðila sem hafa verið að hóta árásum af þessu tagi yfirleitt herja á stjórnsýsluvefi. Árásir sem þessar fylgi yfirleitt þegar þjóðir eru að ræða um og styðja við málefni Úkraínu. Þá séu þær líka fylgifiskur ferðalaga Volodomír Selenskí. „Til dæmis var Selenskí að hitta Rishi Sunak í gær, þá tóku þeir út töluvert af lestarkerfasíðunum,“ segir Anton. „Eftir því sem hann ferðast um heiminn eða eftir því hvaða þjóðarleiðtogar eru að tjá sig um málefni hans þá fylgja árásirnar.“ Valdi frekar truflun en tjóni Anton segir að lítið sé hægt að gera í svona árásum nema að bíða þær af sér. „Nema það hafi verið búið að koma fyrir einhverjum vörnum eða slíku áður en ef þær halda ekki núna þá þarf sennilega að bíða af sér vesenið á meðan á því stendur.“ Þá sé ólíklegt að árásir af þessu tagi valdi tjóni sem slíku, þær séu frekar bara truflun. „Þetta er það sem við vorum að búast við. Það sem við vonum hins vegar er að þróaðri árásir, sem krefjast meiri undirbúnings og við sáum rosalega mikið af tilraunum til dæmis í síðustu viku við undirbúning að slíku, að þær hafi ekki náð neitt í gegn. Því þá værum við að horfa á miklu meiri skaða á kerfin, þá væru þeir komnir inn í kerfin en ekki bara á vefina til þess að valda einhverju alvöru, gagnaskýrslutökutjóni eða einhverri svoleiðis árás.“ Er einhver hætta á slíku? „Það er að sjálfsögðu hætta á því og töluverð hætta á því. En við sjáum hitt vera að raungerast, sem við töldum að væri enn meiri líkur á og er auðveldara að framkvæma, sem eru þessar netárásir með fyrirspurnunum.“ Anton segir að almenningur sé ekki í hættu en að netárásirnar geti valdið ákveðinni truflun, sérstaklega þegar kemur að því að sækja upplýsingar á stjórnsýsluvefum. „Fólk þarf kannski að sækja þjónustu þessara stofnana, það er vesenið sem verður á meðan á þessu stendur. En engin hætta fyrir almenning að öðru leyti.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
„Ég hugsa að það séu svona DDoS árásir í gangi,“ segir Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða árás þar sem mikilli umferð er beint inn á vefsíður með þeim afleiðingum að þær liggja niðri. „Þær fela í sér að það er sent gríðarlegt magn af fyrirspurnum og þá myndast það mikið álag að vefirnir anna því ekki. Það eru milljónir og milljarðar fyrirspurna sem eru sendar inn, bara bull fyrirspurnir en þær senda vefina á hliðina og þeir geta þá ekki þjónustað þá sem koma á vefinn í eðlilegum tilgangi.“ Anton segir þá aðila sem hafa verið að hóta árásum af þessu tagi yfirleitt herja á stjórnsýsluvefi. Árásir sem þessar fylgi yfirleitt þegar þjóðir eru að ræða um og styðja við málefni Úkraínu. Þá séu þær líka fylgifiskur ferðalaga Volodomír Selenskí. „Til dæmis var Selenskí að hitta Rishi Sunak í gær, þá tóku þeir út töluvert af lestarkerfasíðunum,“ segir Anton. „Eftir því sem hann ferðast um heiminn eða eftir því hvaða þjóðarleiðtogar eru að tjá sig um málefni hans þá fylgja árásirnar.“ Valdi frekar truflun en tjóni Anton segir að lítið sé hægt að gera í svona árásum nema að bíða þær af sér. „Nema það hafi verið búið að koma fyrir einhverjum vörnum eða slíku áður en ef þær halda ekki núna þá þarf sennilega að bíða af sér vesenið á meðan á því stendur.“ Þá sé ólíklegt að árásir af þessu tagi valdi tjóni sem slíku, þær séu frekar bara truflun. „Þetta er það sem við vorum að búast við. Það sem við vonum hins vegar er að þróaðri árásir, sem krefjast meiri undirbúnings og við sáum rosalega mikið af tilraunum til dæmis í síðustu viku við undirbúning að slíku, að þær hafi ekki náð neitt í gegn. Því þá værum við að horfa á miklu meiri skaða á kerfin, þá væru þeir komnir inn í kerfin en ekki bara á vefina til þess að valda einhverju alvöru, gagnaskýrslutökutjóni eða einhverri svoleiðis árás.“ Er einhver hætta á slíku? „Það er að sjálfsögðu hætta á því og töluverð hætta á því. En við sjáum hitt vera að raungerast, sem við töldum að væri enn meiri líkur á og er auðveldara að framkvæma, sem eru þessar netárásir með fyrirspurnunum.“ Anton segir að almenningur sé ekki í hættu en að netárásirnar geti valdið ákveðinni truflun, sérstaklega þegar kemur að því að sækja upplýsingar á stjórnsýsluvefum. „Fólk þarf kannski að sækja þjónustu þessara stofnana, það er vesenið sem verður á meðan á þessu stendur. En engin hætta fyrir almenning að öðru leyti.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira