Lítil söfn geta haft mikil áhrif Ester Sigfúsdóttir skrifar 14. maí 2023 14:31 Þann 18. maí næstkomandi er Alþjóðlegi safnadagurinn haldinn hátíðlegur og yfirskriftin þetta árið er: Söfn, sjálfbærni og vellíðan. Söfn um land allt nýta þess vegna tækifærið til að velta fyrir sér þemanu og skoða hvort þau séu að gera gagn á þessu sviðum. Norður í Steingrímsfirði er lítil sjálfeignarstofnun, Sauðfjársetur á Ströndum, viðurkennt safn og menningarmiðstöð í héraðinu. Aðstandendur eru stoltir af safninu sínu og telja að gildi þess fyrir samfélagið, mannlíf og menningu sé langt umfram það sem búast mætti við, sérstaklega miðað við veltu og starfsmannahald. Sauðfjársetrið hefur allt frá stofnun fyrir rúmum 20 árum staðið fyrir fjölda menningarverkefna á svæðinu, auk þess að vera mikilvægur viðburðahaldari. Það flytur inn á svæðið fjölda lista- og fræðifólks á landsvísu á hverju ári, bæði í tengslum við Náttúrubarnahátíðina, en líka í tengslum við aðra viðburði og rannsóknir. Um leið er kappkostað við að byggja á mannauði í héraðinu og heimafólk tekur virkan þátt í verkefnum. Safnið leggur áherslu á að starfa með ungu lista- og fræðafólki á og frá svæðinu, einkum á sviði myndlistar, hönnunar, kvikmyndagerðar og þjóðfræðirannsókna. Verkefnin eru bæði stór og smá. Yfir veturinn hittast um það bil 30 íbúar reglulega til að spila félagsvist í safninu og svipaður fjöldi kemur stundum á sögustund, bókakynningu eða í sunnudagskaffi. Stundum er húsið troðfullt þegar tekið er á móti sirkus eða öðru listafólki, innlendu og erlendu, stundum eru málþing, ráðstefnur, tónleikar eða leikhús á Sauðfjársetrinu eða haldin veisla. Allt hefur þetta jákvæð áhrif á vellíðan íbúa, öflugt félagslíf og menningarstarf á svæðinu verður ekki metið til fjár. Einnig hefur verið verið unnið í verkefnum tengdum umhverfisvernd og sjálfbærni og þar ber hæst rekstur Náttúrubarnaskólans sem er viðamikið hliðarverkefni við safnið. Hápunkturinn í því starfi er Náttúrubarnahátíð sem er haldin eina helgi á sumri, næsta hátíð verður 14.-16. júlí. Þar er kynngimögnuð dagskrá alla helgina, listafólk og sagnamenn mætir á svæðið og alls konar snillingar halda smiðjur fyrir fjölskyldufólkið sem mætir á hátíðina. Þemað í þessum verkefnum er náttúrutúlkun og fræðsla, fléttuð saman við menningararf og skemmtun. Hátíðin er aðgengileg öllum og aðgangur er ókeypis þessa daga, öll geta tekið þátt á sínum forsendum. Þarna læra gestir fjölmargt fróðlegt um sambúð fólks og náttúru. Unnið er með skólum á svæðinu að fleiri verkefnum og tekið á móti nemendum í safnfræðslu í tengslum við sérsýningar og Náttúrubarnaskólann. Unnið er með Leikfélagi Hólmavíkur að uppsetningum leiksýninga og síðustu árin hefur Sauðfjársetrið breyst í leikhús tvo mánuði á ári. Samfélagslegur ávinningur af starfseminni er því augljós, auk jákvæðra áhrifa á ímynd svæðisins og sjálfsmynd íbúanna. Það er líka beinlínis markmið Sauðfjársetursins að hafa sem allra mest jákvæð áhrif í því samfélagi sem það starfar í, bæði á mannlíf og menningu, en einnig jákvæð margfeldisáhrif fyrir atvinnulíf. Tengslin við heimafólk og nærsamfélag eru því sterk. Söfn sinna fjölbreyttum verkefnum, taka þátt í margvíslegu samstarfi og standa fyrir menningarviðburðum sem skipta máli fyrir samfélagið. Söfn um allt land, stór og smá, geta haft mikil áhrif á nærsamfélag sitt. Þau auka vellíðan og stuðla að fjölbreyttu mannlífi og geta vakið okkur til umhugsunar um sjálfbærni. Við óskum öllum innilega til hamingju með safnadaginn! Höfundur er Ester Sigfúsdóttir, forstöðukona Sauðfjárseturs á Ströndum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Söfn Strandabyggð Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þann 18. maí næstkomandi er Alþjóðlegi safnadagurinn haldinn hátíðlegur og yfirskriftin þetta árið er: Söfn, sjálfbærni og vellíðan. Söfn um land allt nýta þess vegna tækifærið til að velta fyrir sér þemanu og skoða hvort þau séu að gera gagn á þessu sviðum. Norður í Steingrímsfirði er lítil sjálfeignarstofnun, Sauðfjársetur á Ströndum, viðurkennt safn og menningarmiðstöð í héraðinu. Aðstandendur eru stoltir af safninu sínu og telja að gildi þess fyrir samfélagið, mannlíf og menningu sé langt umfram það sem búast mætti við, sérstaklega miðað við veltu og starfsmannahald. Sauðfjársetrið hefur allt frá stofnun fyrir rúmum 20 árum staðið fyrir fjölda menningarverkefna á svæðinu, auk þess að vera mikilvægur viðburðahaldari. Það flytur inn á svæðið fjölda lista- og fræðifólks á landsvísu á hverju ári, bæði í tengslum við Náttúrubarnahátíðina, en líka í tengslum við aðra viðburði og rannsóknir. Um leið er kappkostað við að byggja á mannauði í héraðinu og heimafólk tekur virkan þátt í verkefnum. Safnið leggur áherslu á að starfa með ungu lista- og fræðafólki á og frá svæðinu, einkum á sviði myndlistar, hönnunar, kvikmyndagerðar og þjóðfræðirannsókna. Verkefnin eru bæði stór og smá. Yfir veturinn hittast um það bil 30 íbúar reglulega til að spila félagsvist í safninu og svipaður fjöldi kemur stundum á sögustund, bókakynningu eða í sunnudagskaffi. Stundum er húsið troðfullt þegar tekið er á móti sirkus eða öðru listafólki, innlendu og erlendu, stundum eru málþing, ráðstefnur, tónleikar eða leikhús á Sauðfjársetrinu eða haldin veisla. Allt hefur þetta jákvæð áhrif á vellíðan íbúa, öflugt félagslíf og menningarstarf á svæðinu verður ekki metið til fjár. Einnig hefur verið verið unnið í verkefnum tengdum umhverfisvernd og sjálfbærni og þar ber hæst rekstur Náttúrubarnaskólans sem er viðamikið hliðarverkefni við safnið. Hápunkturinn í því starfi er Náttúrubarnahátíð sem er haldin eina helgi á sumri, næsta hátíð verður 14.-16. júlí. Þar er kynngimögnuð dagskrá alla helgina, listafólk og sagnamenn mætir á svæðið og alls konar snillingar halda smiðjur fyrir fjölskyldufólkið sem mætir á hátíðina. Þemað í þessum verkefnum er náttúrutúlkun og fræðsla, fléttuð saman við menningararf og skemmtun. Hátíðin er aðgengileg öllum og aðgangur er ókeypis þessa daga, öll geta tekið þátt á sínum forsendum. Þarna læra gestir fjölmargt fróðlegt um sambúð fólks og náttúru. Unnið er með skólum á svæðinu að fleiri verkefnum og tekið á móti nemendum í safnfræðslu í tengslum við sérsýningar og Náttúrubarnaskólann. Unnið er með Leikfélagi Hólmavíkur að uppsetningum leiksýninga og síðustu árin hefur Sauðfjársetrið breyst í leikhús tvo mánuði á ári. Samfélagslegur ávinningur af starfseminni er því augljós, auk jákvæðra áhrifa á ímynd svæðisins og sjálfsmynd íbúanna. Það er líka beinlínis markmið Sauðfjársetursins að hafa sem allra mest jákvæð áhrif í því samfélagi sem það starfar í, bæði á mannlíf og menningu, en einnig jákvæð margfeldisáhrif fyrir atvinnulíf. Tengslin við heimafólk og nærsamfélag eru því sterk. Söfn sinna fjölbreyttum verkefnum, taka þátt í margvíslegu samstarfi og standa fyrir menningarviðburðum sem skipta máli fyrir samfélagið. Söfn um allt land, stór og smá, geta haft mikil áhrif á nærsamfélag sitt. Þau auka vellíðan og stuðla að fjölbreyttu mannlífi og geta vakið okkur til umhugsunar um sjálfbærni. Við óskum öllum innilega til hamingju með safnadaginn! Höfundur er Ester Sigfúsdóttir, forstöðukona Sauðfjárseturs á Ströndum
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun