„Ekki reikna með að aðstæður séu að fara að lagast strax á næstunni“ Snorri Másson skrifar 16. maí 2023 09:20 Björn Berg Gunnarsson hefur starfað í bankakerfinu í vel á annan áratug, síðast sem deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Nú hefur Björn látið af störfum í bankanum til að hefja sjálfstæðan rekstur sem fjármálaráðgjafi fyrir einstaklinga um sparnað, fjárfestingar, lánamál og annað. Rætt var við Björn í innslaginu hér að ofan í Íslandi í dag og kallað eftir góðum ráðum fyrir komandi tíma. Björn segir að sérstök staða sé uppi í hagkerfinu sem setji marga í snúna stöðu í heimilisfjármálunum, enda hafi á skömmum tíma verið farið úr lágri verðbólgu og lágum vöxtum í talsverða verðbólgu og talsvert háa vexti. Breytt lánakjör margra kalla á endurskoðun fjármála heimilisins að sögn Björns. „Mörg heimili eru alltaf í þessu og það þýðir ekki að segja við þau: Farðu yfir visa-reikninginn og skoðaðu hvar þú getur skorið niður. En fyrir mjög marga, þá er mikilvægt að við áttum okkur á því að við erum að koma úr ákveðnu góðæri, þar sem aðstæður voru betri en þær eru núna og verða kannski næsta kastið hjá mjög mörgum, hvort sem okkur finnst það leiðinlegt eða ósanngjarnt,“ segir Björn. Björn Berg Gunnarsson hefur starfað í bankakerfinu í vel á annan áratug, síðast sem deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Nú hefur Björn látið af störfum í bankanum til að hefja sjálfstæðan rekstur sem fjármálaráðgjafi fyrir einstaklinga um sparnað, fjárfestingar, lánamál og annað.Vísir/Einar Athuganirnar sem Björn hvetur fólk til að gera á eigin fjárhag séu í raun ákveðin handavinna. „Farðu í gegnum neysluna. Er eitthvað þar sem þú getur skorið niður án þess að það sé alltof sársaukafullt?“ segir Björn. Annað mál eru tekjurnar: „Geturðu stillt hlutunum einhvern veginn þannig upp að þú náir að vega upp á móti þessari kostnaðaraukningu sem fylgir hækkandi vöxtum og verðbólgu?“ spyr Björn. „Ef ekki, ef fólk hugsar dæmið til enda og það kemst að því að það stefni í vandræði, ekki reikna með að aðstæður séu að fara að breytast mjög mikið eða lagast strax á næstunni. Ef þetta lítur þannig út, ekki bíða. Þá er mögulega hægt að sækja í einhver úrræði eða einhverja aðstoð, vegna þess að það versta sem gerist er að fólk vilji ekki horfa á sín persónulegu fjármál og svo lendir það einhvern tímann á þannig vegg að það verði mjög kostnaðarsamt að vinna sig út úr því,“ segir Björn. Með hertum skilyrðum gagnvart lántöku stefnir Seðlabankinn að því að draga úr getu fólks til að kaupa sér húsnæði eða bjóða hátt verð fyrir húsnæði að sögn Björns. Óverðtryggt 40 milljón króna lán krefst mjög hárrar greiðslugetu.Vísir Fram undan sé erfiðari tími en verið hefur. „Allt er dýrara og erfiðara og það verður minna svigrúm fyrir eitthvað sem er skemmtilegt. Vonandi lagast það og það eru forsendur til að ætla að hér sés bjart fram undan, en í þennan tíma þá verður þetta bara erfitt,“ segir Björn Berg. Íslenskir bankar Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Vaxtahækkanir og „viðkvæmu hóparnir“ Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslensk efnahagsmál er að finna kurteisislega en um leið beinskeytta gagnrýni á stjórn ríkisfjármála. 12. maí 2023 13:30 „Mesti skaðvaldur sem til er í íslensku efnahagskerfi“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, fer hörðum orðum um íslenska bankakerfið í viðtali við Ísland í dag og hvetur til þess að verðtryggð neytendalán verði bönnuð. 12. maí 2023 10:01 Landsbankinn hagnaðist um 7,8 milljarða króna á fyrstu mánuðum ársins Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023 nam 7,8 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2022. 4. maí 2023 13:37 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Rætt var við Björn í innslaginu hér að ofan í Íslandi í dag og kallað eftir góðum ráðum fyrir komandi tíma. Björn segir að sérstök staða sé uppi í hagkerfinu sem setji marga í snúna stöðu í heimilisfjármálunum, enda hafi á skömmum tíma verið farið úr lágri verðbólgu og lágum vöxtum í talsverða verðbólgu og talsvert háa vexti. Breytt lánakjör margra kalla á endurskoðun fjármála heimilisins að sögn Björns. „Mörg heimili eru alltaf í þessu og það þýðir ekki að segja við þau: Farðu yfir visa-reikninginn og skoðaðu hvar þú getur skorið niður. En fyrir mjög marga, þá er mikilvægt að við áttum okkur á því að við erum að koma úr ákveðnu góðæri, þar sem aðstæður voru betri en þær eru núna og verða kannski næsta kastið hjá mjög mörgum, hvort sem okkur finnst það leiðinlegt eða ósanngjarnt,“ segir Björn. Björn Berg Gunnarsson hefur starfað í bankakerfinu í vel á annan áratug, síðast sem deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Nú hefur Björn látið af störfum í bankanum til að hefja sjálfstæðan rekstur sem fjármálaráðgjafi fyrir einstaklinga um sparnað, fjárfestingar, lánamál og annað.Vísir/Einar Athuganirnar sem Björn hvetur fólk til að gera á eigin fjárhag séu í raun ákveðin handavinna. „Farðu í gegnum neysluna. Er eitthvað þar sem þú getur skorið niður án þess að það sé alltof sársaukafullt?“ segir Björn. Annað mál eru tekjurnar: „Geturðu stillt hlutunum einhvern veginn þannig upp að þú náir að vega upp á móti þessari kostnaðaraukningu sem fylgir hækkandi vöxtum og verðbólgu?“ spyr Björn. „Ef ekki, ef fólk hugsar dæmið til enda og það kemst að því að það stefni í vandræði, ekki reikna með að aðstæður séu að fara að breytast mjög mikið eða lagast strax á næstunni. Ef þetta lítur þannig út, ekki bíða. Þá er mögulega hægt að sækja í einhver úrræði eða einhverja aðstoð, vegna þess að það versta sem gerist er að fólk vilji ekki horfa á sín persónulegu fjármál og svo lendir það einhvern tímann á þannig vegg að það verði mjög kostnaðarsamt að vinna sig út úr því,“ segir Björn. Með hertum skilyrðum gagnvart lántöku stefnir Seðlabankinn að því að draga úr getu fólks til að kaupa sér húsnæði eða bjóða hátt verð fyrir húsnæði að sögn Björns. Óverðtryggt 40 milljón króna lán krefst mjög hárrar greiðslugetu.Vísir Fram undan sé erfiðari tími en verið hefur. „Allt er dýrara og erfiðara og það verður minna svigrúm fyrir eitthvað sem er skemmtilegt. Vonandi lagast það og það eru forsendur til að ætla að hér sés bjart fram undan, en í þennan tíma þá verður þetta bara erfitt,“ segir Björn Berg.
Íslenskir bankar Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Vaxtahækkanir og „viðkvæmu hóparnir“ Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslensk efnahagsmál er að finna kurteisislega en um leið beinskeytta gagnrýni á stjórn ríkisfjármála. 12. maí 2023 13:30 „Mesti skaðvaldur sem til er í íslensku efnahagskerfi“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, fer hörðum orðum um íslenska bankakerfið í viðtali við Ísland í dag og hvetur til þess að verðtryggð neytendalán verði bönnuð. 12. maí 2023 10:01 Landsbankinn hagnaðist um 7,8 milljarða króna á fyrstu mánuðum ársins Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023 nam 7,8 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2022. 4. maí 2023 13:37 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Vaxtahækkanir og „viðkvæmu hóparnir“ Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslensk efnahagsmál er að finna kurteisislega en um leið beinskeytta gagnrýni á stjórn ríkisfjármála. 12. maí 2023 13:30
„Mesti skaðvaldur sem til er í íslensku efnahagskerfi“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, fer hörðum orðum um íslenska bankakerfið í viðtali við Ísland í dag og hvetur til þess að verðtryggð neytendalán verði bönnuð. 12. maí 2023 10:01
Landsbankinn hagnaðist um 7,8 milljarða króna á fyrstu mánuðum ársins Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023 nam 7,8 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2022. 4. maí 2023 13:37