„Þetta þýðir að fólk þarf að vera heima með börnunum sínum“ Máni Snær Þorláksson skrifar 13. maí 2023 13:11 Formaður BSRB segir ólíklegt að samningar náist fyrir verkföll. Vísir/Vilhelm Formaður BSRB segir Samband íslenskra sveitarfélaga ekki hafa sýnt neinn samningsvilja í kjaraviðræðum. Því séu allar líkur á að verkföll meðal félagsfólks hefjist eftir helgi. Foreldrar geti búist við því að þurfa mögulega að vera heima með börnunum sínum sökum verkfallanna. Ekkert virðist ganga í samningsviðræðum BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundur þeirra með ríkissáttasemjara í gær bar ekki árangur frekar en fyrri fundir. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir það vera vegna skorts á samningsvilja af hálfu sambandsins. Ekki hefur verið boðað til annars fundar. „Markmiðið okkar er auðvitað alltaf að gera kjarasamning, að grípa til aðgerða er neyðarúrræði. Þannig við vonumst auðvitað eftir því að sambandið fari að sýna einhvern samningsvilja en það hefur ekki gert það hingað til.“ Sonja segir að í grunninn sé BSRB að krefjast leiðréttingar á misrétti í launum félagsfólks síns gagnvart fólki sem er í öðrum stéttarfélum. BSRB telji að um sé að ræða brot á jafnréttislögum. „Það er svona kveikjan að þessum ágreiningi. En síðan í ljósi þess að við erum komin út í aðgerðir þá auðvitað, vegna þess að það er stefnt að svona skammtímasamningum með hóflegum kröfum, er það náttúrulega ekki þannig að okkar fólk sé tilbúið að slá af sínum kröfum. Þannig það er líka sömuleiðis krafa um að það sé lyfting á þeim sem eru á lægstu laununum og aukagreiðslur hjá þeim sem starfa á leikskólum og í þjónustu við fatlað fólk, sem eru á allra lægstu laununum á vinnumarkaði.“ Ólíklegt að samningar náist fyrir verkföll Að öllu óbreyttu munu verkföll félagsfólks í BSRB því hefjast á mánudaginn. Sonja segir samningaviðræður félagsins við sambandið ekki hafa gengið vel í gær. „Það er mjög ólíklegt að samningar náist í tæka tíð fyrir verkföll. Við áttum fund í gær með sambandinu og það þokaðist ekkert áfram.“ Sonja segir að verkföllin muni hafa víðtæk áhrif. „Þetta eru auðvitað störf okkar félagsfólks í grunnskólum, leikskólum og frístundahúsum í fjórum sveitarfélögum þessa fyrstu tvo daga. Svo fjölgar þeim í vikunni þar á eftir.“ Misjafnt verði eftir skólum hvernig verkfallið fer fram. „Þannig ég geri ráð fyrir því að skólarnir séu búnir að senda til foreldra hvaða áhrif þetta muni hafa á hvern og einn, þannig þau séu með skýrar upplýsingar um það.“ Hún segir að einhverjar leikskóladeildir gætu lokað eða að færri börn komist að. „Þetta þýðir að fólk þarf að vera heima með börnunum sínum.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Ekkert virðist ganga í samningsviðræðum BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundur þeirra með ríkissáttasemjara í gær bar ekki árangur frekar en fyrri fundir. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir það vera vegna skorts á samningsvilja af hálfu sambandsins. Ekki hefur verið boðað til annars fundar. „Markmiðið okkar er auðvitað alltaf að gera kjarasamning, að grípa til aðgerða er neyðarúrræði. Þannig við vonumst auðvitað eftir því að sambandið fari að sýna einhvern samningsvilja en það hefur ekki gert það hingað til.“ Sonja segir að í grunninn sé BSRB að krefjast leiðréttingar á misrétti í launum félagsfólks síns gagnvart fólki sem er í öðrum stéttarfélum. BSRB telji að um sé að ræða brot á jafnréttislögum. „Það er svona kveikjan að þessum ágreiningi. En síðan í ljósi þess að við erum komin út í aðgerðir þá auðvitað, vegna þess að það er stefnt að svona skammtímasamningum með hóflegum kröfum, er það náttúrulega ekki þannig að okkar fólk sé tilbúið að slá af sínum kröfum. Þannig það er líka sömuleiðis krafa um að það sé lyfting á þeim sem eru á lægstu laununum og aukagreiðslur hjá þeim sem starfa á leikskólum og í þjónustu við fatlað fólk, sem eru á allra lægstu laununum á vinnumarkaði.“ Ólíklegt að samningar náist fyrir verkföll Að öllu óbreyttu munu verkföll félagsfólks í BSRB því hefjast á mánudaginn. Sonja segir samningaviðræður félagsins við sambandið ekki hafa gengið vel í gær. „Það er mjög ólíklegt að samningar náist í tæka tíð fyrir verkföll. Við áttum fund í gær með sambandinu og það þokaðist ekkert áfram.“ Sonja segir að verkföllin muni hafa víðtæk áhrif. „Þetta eru auðvitað störf okkar félagsfólks í grunnskólum, leikskólum og frístundahúsum í fjórum sveitarfélögum þessa fyrstu tvo daga. Svo fjölgar þeim í vikunni þar á eftir.“ Misjafnt verði eftir skólum hvernig verkfallið fer fram. „Þannig ég geri ráð fyrir því að skólarnir séu búnir að senda til foreldra hvaða áhrif þetta muni hafa á hvern og einn, þannig þau séu með skýrar upplýsingar um það.“ Hún segir að einhverjar leikskóladeildir gætu lokað eða að færri börn komist að. „Þetta þýðir að fólk þarf að vera heima með börnunum sínum.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira