Næturgisting í kirkju í boði á Blönduósi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. maí 2023 08:00 Svíta hefur verið opnuð í kirkjunni. Aðsend Hótel Blönduós verður opnað með pompi og prakt eftir glænýjar endurbætur um helgina. Stórri svítu hefur verið bætt við í sjálfri gömlu kirkjunni á Blönduósi og gefst gestum og gangandi kostur á að skoða nýjan hluta af hótelinu um helgina, þó það opni ekki formlega fyrr en á mánudag. Myndasyrpu frá Blönduósi má skoða neðst í fréttinni. „Framkvæmdir hófust á þessu ári og því hefur þetta þetta ekki átt sér langan aðdraganda. En það er alveg magnað að fylgjast með vinnu iðnaðarmannanna sem hafa ekki haft langan tíma til að klára verkið,“ segir Pétur Oddbergur Heimisson hótelstjóri í samtali við Vísi. „Svo hafa eigendur og fjölskyldur þeirra tekið mjög virkan þátt í undirbúningi opnunar hótelsins og hefur það tekið á sig gríðarlega fallega mynd, jafnt að innan sem utan.“ Frábær tilfinning að opna loksins Pétur segir frábæra tilfinningu að fá loksins að opna dyrnar fyrri gestum. Opnunarteiti fer fram í dag klukkan 14 til 17. „Þar gefst gestum tækifæri á að skoða hótelið eins og það lítur út í dag. Svo verður hótelið opnað formlega á mánudaginn,“ segir Pétur sem segir heimamenn bjartsýna fyrir sumarið og bjartsýna á að aukning verði mikil á milli ára. „Sérstaklega í ljósi þess að eftir sumarið verður komin reynsla á upplifun gesta og við verðum búin að safna að okkur endurgjöfum á helstu bókunarsíðum. En það tekur tíma að byggja þetta upp þar sem við erum að byggja reksturinn svo gott sem frá grunni, það er engin reynsla á þjónustu, gæði matar og fleira. Þó það megi til gamans geta að við erum að opna hótel í byggingu þar sem hefur verið hótelrekstur síðan árið 1943.“ Borðleggjandi að festa kaup á kirkjunni Pétur segir að þegar upp hafi komið sú staða að hægt væri að kaupa gömlu kirkjuna á Blönduósi þá hafi rekstraðilum hótelsins þótt það borðleggjandi að kaupa hana og nýta sem gistirými. „Þetta verður einn áhugaverðasti gistimöguleikinn á landinu þar sem við munum lítið hreyfa við útliti kirkjunnar enda er hún gullfalleg og einstaklega sjarmerandi. Við horfðum meðal annars til norðurlanda, Frakklands og Hollands þar sem kirkjur hafa verið nýttar einmitt sem farfuglaheimili, hótel, íbúðir, barir og fleira.“ Þá segir Pétur að einnig verði hægt að halda þar athafnir eins og brúðkaup þar sem brúðhjónin hafi svo kost á því að gista í kirkjunni um nóttina. „Er hægt að hugsa sér eitthvað rómantískara? Við verðum tilbúin með viðburðarými í gamla bakarínu í Gamla bænum á Blönduósi sem við köllum Krúttið, þar verður hægt að halda veislur en að auki ætlum við að halda tónleika og aðra viðburði.“ Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Húnabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Framkvæmdir hófust á þessu ári og því hefur þetta þetta ekki átt sér langan aðdraganda. En það er alveg magnað að fylgjast með vinnu iðnaðarmannanna sem hafa ekki haft langan tíma til að klára verkið,“ segir Pétur Oddbergur Heimisson hótelstjóri í samtali við Vísi. „Svo hafa eigendur og fjölskyldur þeirra tekið mjög virkan þátt í undirbúningi opnunar hótelsins og hefur það tekið á sig gríðarlega fallega mynd, jafnt að innan sem utan.“ Frábær tilfinning að opna loksins Pétur segir frábæra tilfinningu að fá loksins að opna dyrnar fyrri gestum. Opnunarteiti fer fram í dag klukkan 14 til 17. „Þar gefst gestum tækifæri á að skoða hótelið eins og það lítur út í dag. Svo verður hótelið opnað formlega á mánudaginn,“ segir Pétur sem segir heimamenn bjartsýna fyrir sumarið og bjartsýna á að aukning verði mikil á milli ára. „Sérstaklega í ljósi þess að eftir sumarið verður komin reynsla á upplifun gesta og við verðum búin að safna að okkur endurgjöfum á helstu bókunarsíðum. En það tekur tíma að byggja þetta upp þar sem við erum að byggja reksturinn svo gott sem frá grunni, það er engin reynsla á þjónustu, gæði matar og fleira. Þó það megi til gamans geta að við erum að opna hótel í byggingu þar sem hefur verið hótelrekstur síðan árið 1943.“ Borðleggjandi að festa kaup á kirkjunni Pétur segir að þegar upp hafi komið sú staða að hægt væri að kaupa gömlu kirkjuna á Blönduósi þá hafi rekstraðilum hótelsins þótt það borðleggjandi að kaupa hana og nýta sem gistirými. „Þetta verður einn áhugaverðasti gistimöguleikinn á landinu þar sem við munum lítið hreyfa við útliti kirkjunnar enda er hún gullfalleg og einstaklega sjarmerandi. Við horfðum meðal annars til norðurlanda, Frakklands og Hollands þar sem kirkjur hafa verið nýttar einmitt sem farfuglaheimili, hótel, íbúðir, barir og fleira.“ Þá segir Pétur að einnig verði hægt að halda þar athafnir eins og brúðkaup þar sem brúðhjónin hafi svo kost á því að gista í kirkjunni um nóttina. „Er hægt að hugsa sér eitthvað rómantískara? Við verðum tilbúin með viðburðarými í gamla bakarínu í Gamla bænum á Blönduósi sem við köllum Krúttið, þar verður hægt að halda veislur en að auki ætlum við að halda tónleika og aðra viðburði.“ Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson
Húnabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira