Sólveig Anna segir Eflingu verða sterkari eftir úrsögn úr SGS Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2023 20:05 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið hafa átt lítið erindi í Starfsgreinasambandinu. Stöð 2/Arnar Formaður Eflingar fagnar því að Efling fái nú beina aðild að Alþýðusambandinu eftir að meirihluti samþykkti úrsögn félagsins úr Starfsgreinasambandinu í atkvæðagreiðslu. Forseti ASÍ segir að Efling muni koma að viðræðum við stjórnvöld í tengslum við nýja kjarasamninga. Atkvæðagreiðslu um hvort Efling ætti að segja sig úr Starfsgreinasambandinu lauk í dag. Tæplega tuttugu og eitt þúsund félagsmenn voru á kjörskrá og tóku rétt rúmlega fimm prósent þeirra þátt í atkvæðagreiðslunni. Grafík/Sara Mikill meirihluti samþykkti úrsögnina eða 71,5 prósent, 27,8 prósent vildu vera áfram í sambandinu en 2,4 prósent tóku ekki afstöðu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er mjög sátt við niðurstöðuna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið verða sterkara eftir úrsögn þess úr StarfsgreinaStöð 2/Arnar „Og ég fagna því að svona afgerandi meirihluti sé sammála afstöðu forystu félagsins,“ segir formaðurinn. Efling var lang fjölmennasta félagið af 19 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins með 28 þúsund félagsmenn af 72 þúsund. Efling fær nú beina aðild að Alþýðusambandinu en eins og er á félagið ekki fulltrúa í miðstjórn þar sem kosið var í hana á nýafstöðnu þingi Alþýðusambandsins. Finnbjörn A. Hermannsson nýkjörinn forseti ASÍ reiknar hins vegar með að Efling fái áheyrnarfulltrúa í miðstjórn. Þá hafi staða Eflingar gagnvart viðræðum við stjórnvöld verið rædd á ASÍ þinginu. Finnbjörn A. Hermannsson nýkjörin forseti ASÍ segir Eflingu koma að viðræðum við stjórnvöld í tengslum við nýja kjarasamninga.Stöð 2/Arnar „Það var ákveðið þar að þau kæmu þá inn í viðræður við stjórnvöld. Ég geri ráð fyrir að það verði engin breyting þar á. Þau koma bara beint inn í samninganefndina sem verður skipuð,“ segir Finnbjörn. Efling muni síðan væntanlega fá kjörna fulltrúa í miðstjórn á næsta þingi ASÍ. Sólveig Anna útilokar ekki samflot með öðrum stéttarfélögum í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Hvað verður svo um kjaraviðræðurnar, það er kannski ekki tímabært fyrir mig að svara á þessum tímapunkti. En Efling hefur ávallt getað myndað bandalög með þeim sem við erum sammála um meginlínur mála,“ segir Sólveig Anna. Þótt öllum væri ljóst að Efling og SGS hafi ekki átt samleið við gerð síðustu kjarasamninga hafi það ekki verið megin ástæðan fyrir úrsögninni. Það væri ekki góð nýting á fjármunum félagsfólks að borga stórar fjárhæðir til landssambands þaðan sem engin þjónusta væri sótt. „Framseljum ekki samningsumboð okkar til. Þannig að það voru helstu ástæðurnar fyrir því að við ákváðum að fara þessa leið.“ Heldur þú að Efling verði sterkari á eftir í samskiptum sínum við Samtök atvinnulífsins og sveitarfélögin? „Ég tel algerlega ljóst að eftir þessa niðurstöðu verði Efling mun sterkari. Það er hundrað prósent,“ segir Sólveig Anna. Forseti ASÍ segir Eflingu koma að mótun krafna eins og önnur félög og sambönd í viðræðum við stjórnvöld. „Efling hefur ekki verið mjög virk innan Starfsgreinasambandsins að undanförnu. Best hefði verið að þau hefðu unnið saman. En þar sem þessar deilur hafa verið uppi innan Starfsgreinasambandsins og Eflingar er þetta kannski skýrara, að hafa þetta með þessum hætti,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson. Stéttarfélög ASÍ Vinnumarkaður Tengdar fréttir Afleiðingar þess að gera ekki eins og Sólveig Anna vill Formaður Starfsgreinasambandsins segir úrsögn Eflingar afleiðingu þess að fólk geri ekki það sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill. Litlu hafi munað að tillaga stjórnar um úrsögn hafi verið felld vegna dræmrar þátttöku. 11. maí 2023 18:54 Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. 11. maí 2023 18:03 Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. 11. maí 2023 16:30 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um hvort Efling ætti að segja sig úr Starfsgreinasambandinu lauk í dag. Tæplega tuttugu og eitt þúsund félagsmenn voru á kjörskrá og tóku rétt rúmlega fimm prósent þeirra þátt í atkvæðagreiðslunni. Grafík/Sara Mikill meirihluti samþykkti úrsögnina eða 71,5 prósent, 27,8 prósent vildu vera áfram í sambandinu en 2,4 prósent tóku ekki afstöðu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er mjög sátt við niðurstöðuna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið verða sterkara eftir úrsögn þess úr StarfsgreinaStöð 2/Arnar „Og ég fagna því að svona afgerandi meirihluti sé sammála afstöðu forystu félagsins,“ segir formaðurinn. Efling var lang fjölmennasta félagið af 19 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins með 28 þúsund félagsmenn af 72 þúsund. Efling fær nú beina aðild að Alþýðusambandinu en eins og er á félagið ekki fulltrúa í miðstjórn þar sem kosið var í hana á nýafstöðnu þingi Alþýðusambandsins. Finnbjörn A. Hermannsson nýkjörinn forseti ASÍ reiknar hins vegar með að Efling fái áheyrnarfulltrúa í miðstjórn. Þá hafi staða Eflingar gagnvart viðræðum við stjórnvöld verið rædd á ASÍ þinginu. Finnbjörn A. Hermannsson nýkjörin forseti ASÍ segir Eflingu koma að viðræðum við stjórnvöld í tengslum við nýja kjarasamninga.Stöð 2/Arnar „Það var ákveðið þar að þau kæmu þá inn í viðræður við stjórnvöld. Ég geri ráð fyrir að það verði engin breyting þar á. Þau koma bara beint inn í samninganefndina sem verður skipuð,“ segir Finnbjörn. Efling muni síðan væntanlega fá kjörna fulltrúa í miðstjórn á næsta þingi ASÍ. Sólveig Anna útilokar ekki samflot með öðrum stéttarfélögum í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Hvað verður svo um kjaraviðræðurnar, það er kannski ekki tímabært fyrir mig að svara á þessum tímapunkti. En Efling hefur ávallt getað myndað bandalög með þeim sem við erum sammála um meginlínur mála,“ segir Sólveig Anna. Þótt öllum væri ljóst að Efling og SGS hafi ekki átt samleið við gerð síðustu kjarasamninga hafi það ekki verið megin ástæðan fyrir úrsögninni. Það væri ekki góð nýting á fjármunum félagsfólks að borga stórar fjárhæðir til landssambands þaðan sem engin þjónusta væri sótt. „Framseljum ekki samningsumboð okkar til. Þannig að það voru helstu ástæðurnar fyrir því að við ákváðum að fara þessa leið.“ Heldur þú að Efling verði sterkari á eftir í samskiptum sínum við Samtök atvinnulífsins og sveitarfélögin? „Ég tel algerlega ljóst að eftir þessa niðurstöðu verði Efling mun sterkari. Það er hundrað prósent,“ segir Sólveig Anna. Forseti ASÍ segir Eflingu koma að mótun krafna eins og önnur félög og sambönd í viðræðum við stjórnvöld. „Efling hefur ekki verið mjög virk innan Starfsgreinasambandsins að undanförnu. Best hefði verið að þau hefðu unnið saman. En þar sem þessar deilur hafa verið uppi innan Starfsgreinasambandsins og Eflingar er þetta kannski skýrara, að hafa þetta með þessum hætti,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson.
Stéttarfélög ASÍ Vinnumarkaður Tengdar fréttir Afleiðingar þess að gera ekki eins og Sólveig Anna vill Formaður Starfsgreinasambandsins segir úrsögn Eflingar afleiðingu þess að fólk geri ekki það sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill. Litlu hafi munað að tillaga stjórnar um úrsögn hafi verið felld vegna dræmrar þátttöku. 11. maí 2023 18:54 Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. 11. maí 2023 18:03 Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. 11. maí 2023 16:30 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Afleiðingar þess að gera ekki eins og Sólveig Anna vill Formaður Starfsgreinasambandsins segir úrsögn Eflingar afleiðingu þess að fólk geri ekki það sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill. Litlu hafi munað að tillaga stjórnar um úrsögn hafi verið felld vegna dræmrar þátttöku. 11. maí 2023 18:54
Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. 11. maí 2023 18:03
Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. 11. maí 2023 16:30